Viðskipti innlent

Val­dís ráðin mann­auðs­stjóri Sýnar

Árni Sæberg skrifar
Valdísi Arnórsdóttir er nýr mannauðsstjóri Sýnar.
Valdísi Arnórsdóttir er nýr mannauðsstjóri Sýnar. Sýn

Valdís Arnórsdóttir hefur verið ráðin mannauðstjóri Sýnar. hún leiða áfram teymi mannauðsmála og eignaumsýslu hjá félaginu.

Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Valdís komi til Sýnar frá Marel þar sem að hún hafi starfað í ellefu ár, lengst af sem stjórnandi í alþjóðlegu mannauðsteymi Marel auk þess að leiða alþjóðlegt krísuteymi Marel. Þar áður hafi hún starfað sem framkvæmdastjóri mannauðs hjá Heklu.

„Við erum mjög ánægð að fá Valdísi til þess að leiða mannauðsmál Sýnar. Fyrirtækið er á breytingarvegferð með upplifun viðskiptavina að leiðarljósi og spilar menning fyrirtækisins og mannauður lykilhlutverk í þeirri vegferð. Valdís er með víðtæka innlenda og alþjóðlega reynslu í mannauðsmálum, rekstri, stefnumótun og breytingastjórnun sem ég er sannfærð um að muni nýtast mjög vel í næstu skrefum félagsins,“ er haft eftir Huldu Hallgrímsdóttur, framkvæmdarstjóra nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn.

„Ég tel að víðtæk reynsla mín og ástríða fyrir margbreytilegri flóru mannauðsmála komi til með að nýtast vel í á þeirri vaxtarvegferð sem Sýn er á og er full tilhlökkunar að takast á við verkefnið með því öfluga fólki sem hjá fyrirtækinu starfar,“ er haft eftir Valdísi.

Vísir er í eigu Sýnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×