Þú átt leik Katrín Þórarinn Eyfjörð skrifar 27. október 2023 10:01 Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Það var ánægjuleg að fylgjast með þátttöku þinni í Kvennaverkfallinu. Þú sýndir með framgöngu þinni að þú hafnar því að vera bara hlutlaus áhorfandi. Þú velur að stíga ákveðið fram á sviðið og krefjast þess, eins og annað jafnréttissinnað fólk, að kynbundin launamunur verði leiðréttur. Þú segir á Vísi að á fundinum í miðbæ Reykjavíkur hafi verið geggjuð stemmning og frábært að upplifa þessa frábæru þátttöku og þessa skýru sýn. Ég held að það hafi glatt marga að heyra þig segja þetta. Það var enn fremur haft eftir þér á Vísi að það væri alveg magnað að sjá samstöðuna í baráttunni, að sjá allt þetta fólk gera kröfu um fullt jafnrétti, sem væri svo löngu tímabært. Þú sagðir að ef einhver þjóð ætti að geta náð fullu jafnrétti þá væri það íslenska þjóðin. Og einnig: „Okkur finnst þetta óþolandi staða, við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun“ og að það væri hægt að loka honum. Þá sagðir þú að þið væru alltaf að vinna í þessu í pólitíkinni og að þú hafir í störfum þínum verið á kafi undanfarin ár í að vinna að þessum málum, að þessi sögulegi fundur yki þjóðinni kraft í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Þetta er fallega sagt, það var eldur í þessum orðum og auðvitað er þetta alveg rétt hjá þér. Í sjónvarpsfréttum RÚV lagðir þú áherslu á að það þyrfti að endurmeta virði kvennastétta sem standi eftir í samfélaginu á lágum launum og bættir því við „að stór hluti af því sem út af stendur snýr að því hvernig við metum hefðbundin kvennastörf síður en hefðbundin karlastörf“. Allt er þetta í samræmi við ávarp þitt um síðustu áramót á RÚV. Þar sagðir þú að það ætti að leggja áherslu á að hækka lægstu laun. Það er afar mikilvægt að fá þessa skýru sýn og þessi skýru skilaboð frá þér, því þau virkilega auka manni bjartsýni. Það er nefnilega hægt að hefjast handa strax í dag við að leiðrétta stóra hópa kvennastétta sem búa við vanmat á störfum sínum. Sem búa af hálfu launagreiðenda við virðingarleysi og hrakmat á vinnuframlagi sínu. Það þarf nefnilega ekki að bíða eftir að kjarasamningar renni út og þá sé tímabært að slagurinn verði tekinn. Það þarf ekki að benda á væntanlegar kjaradeilur í vetur og vísa vandamálinu þangað. Aldeilis ekki. Það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það ætti að vera hægur vandi að fara í stórtækar aðgerðir af þessu tagi, því launagreiðandinn sem hér um ræðir ert þú Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hér ert þú forstjóri og formaður stjórnar. Þú er forsætisráðherrann og sú sem tekur ákvarðanir. Þú ert launagreiðandinn og þú hefur valdið. Þú ert sú sem getur látið hlutina gerast. Kæra Katrín. Ég vil taka undir með þér að kynbundinn launamunur er fullkomin tímaskekkja. Reyndar tel ég að við nálgumst þá stund að við förum að kalla kynbundinn launamun launaþjófnað. Það er hægt að hefjast handa við að „loka“ kynbundnum launamun á vinnumarkaði ríkisins strax í dag. Ákvarðanir hjá ríkinu um launasetningu vanmetinna kvennastétta fer nefnilega fram í gegn um stofnanasamninga við ríkisstofnanir. Þeir samningar eru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir. Sem er afar heppilegt vegna þess að þú ætlar að laga þennan ójöfnuð. Það er hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og það áhlaup er meira að segja hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Það er til dæmis hægt að byrja á láglauna kvennastéttunum sem vinna hjá Landspítalanum. Það eina sem þú þarft að gera er að senda orðsendingu til fulltrúa samstarfsnefnda ríkisins innan Landspítalans. Gefa stjórnendum spítalans skýr fyrirmæli um að standa ekki í vegi fyrir réttmætum breytingum og leiðréttingum á launasetningu kvennahópanna sem búa við lökust kjörin. Það eigi að lagfæra með bráðaaðgerðum stóru kvennastéttirnar þannig að laun þeirra verði almennt samanburðarhæf við laun annarra sem vinna hjá ríkinu. Það er nefnilega þannig að rannsóknir Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýna svart á hvítu að lægstu og verstu launin sem ríkið greiðir eru laun kvennahópa í heilbrigðisgeiranum. Þú getur byrjað að leggja drög að þessu strax á morgun Katrín. Ég þori að fullyrða að stéttarfélögin myndu styðja þig heils hugar í slíkri aðgerð. Og þú getur líka tekið enn stærri upphafsskref. Til að mynda með því að gefa fulltrúum ríkisins skýra sýn og skýr fyrirmæli um að efna samkomulagið um jöfnun launa milli markaða án tafar. Slík aðgerð myndi ná utan um stórar kvennastéttir sem eru búnað að bíða eftir leiðréttingu árum saman. Það væri nú eitthvað Katrín! Þá myndu allir sjá að orð og athafnir, tal og mynd, færu saman. Það yrði geggjuð stemmning er ég viss um. Annað til viðbótar sem myndi virkilega mælast vel fyrir. Þú gætir hæglega innvistað ræstingu á spítalanum á ný. Komið allra lægst launaða kvennahópnum aftur undir samningsumboð þitt og tekið hraustlega á málum. Láta alla sjá að þá eigi að lagfæra laun allra þeirra vanlaunuðu kvennastétta sem hafa búið við láglaunaofbeldi árum saman. Ég er alveg viss um að það yrði mikil og góð stemmning fyrir þessum aðgerðum. Þú hefur allar forsendur Katrín til að láta virkilega til þín taka. Afmarkaðir aðgerðir eins og þessar yrðu risastórt skref inn í framtíðina og myndu hafa ruðningsáhrif inn í allar aðgerðir til að leiðrétta kynbundinn launamun á vinnumarkaðnum öllum. Þú getur tekið risastórt skref í að jafna launamuninn, „loka kynbundnum launamun“. Valdið er í þínum höndum Katrín. Þú ert forsætisráðherra Íslands og rétta stemmningin er hér og nú. Þú átt leik Katrín. Með baráttukveðju, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kæra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Það var ánægjuleg að fylgjast með þátttöku þinni í Kvennaverkfallinu. Þú sýndir með framgöngu þinni að þú hafnar því að vera bara hlutlaus áhorfandi. Þú velur að stíga ákveðið fram á sviðið og krefjast þess, eins og annað jafnréttissinnað fólk, að kynbundin launamunur verði leiðréttur. Þú segir á Vísi að á fundinum í miðbæ Reykjavíkur hafi verið geggjuð stemmning og frábært að upplifa þessa frábæru þátttöku og þessa skýru sýn. Ég held að það hafi glatt marga að heyra þig segja þetta. Það var enn fremur haft eftir þér á Vísi að það væri alveg magnað að sjá samstöðuna í baráttunni, að sjá allt þetta fólk gera kröfu um fullt jafnrétti, sem væri svo löngu tímabært. Þú sagðir að ef einhver þjóð ætti að geta náð fullu jafnrétti þá væri það íslenska þjóðin. Og einnig: „Okkur finnst þetta óþolandi staða, við ætlum ekki að búa við kynbundinn launamun“ og að það væri hægt að loka honum. Þá sagðir þú að þið væru alltaf að vinna í þessu í pólitíkinni og að þú hafir í störfum þínum verið á kafi undanfarin ár í að vinna að þessum málum, að þessi sögulegi fundur yki þjóðinni kraft í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Þetta er fallega sagt, það var eldur í þessum orðum og auðvitað er þetta alveg rétt hjá þér. Í sjónvarpsfréttum RÚV lagðir þú áherslu á að það þyrfti að endurmeta virði kvennastétta sem standi eftir í samfélaginu á lágum launum og bættir því við „að stór hluti af því sem út af stendur snýr að því hvernig við metum hefðbundin kvennastörf síður en hefðbundin karlastörf“. Allt er þetta í samræmi við ávarp þitt um síðustu áramót á RÚV. Þar sagðir þú að það ætti að leggja áherslu á að hækka lægstu laun. Það er afar mikilvægt að fá þessa skýru sýn og þessi skýru skilaboð frá þér, því þau virkilega auka manni bjartsýni. Það er nefnilega hægt að hefjast handa strax í dag við að leiðrétta stóra hópa kvennastétta sem búa við vanmat á störfum sínum. Sem búa af hálfu launagreiðenda við virðingarleysi og hrakmat á vinnuframlagi sínu. Það þarf nefnilega ekki að bíða eftir að kjarasamningar renni út og þá sé tímabært að slagurinn verði tekinn. Það þarf ekki að benda á væntanlegar kjaradeilur í vetur og vísa vandamálinu þangað. Aldeilis ekki. Það eina sem þarf að gera er að hefjast handa með góðu fordæmi þess launagreiðanda sem greiðir heilbrigðis- og umönnunarstéttum laun. Setja þannig nýtt viðmið og nýjan mælikvarða sem myndi varða leiðina inn í næstu kjarasamninga! Gefa gott fordæmi sem allur vinnumarkaðurinn getur síðan tekið mið af. Það ætti að vera hægur vandi að fara í stórtækar aðgerðir af þessu tagi, því launagreiðandinn sem hér um ræðir ert þú Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hér ert þú forstjóri og formaður stjórnar. Þú er forsætisráðherrann og sú sem tekur ákvarðanir. Þú ert launagreiðandinn og þú hefur valdið. Þú ert sú sem getur látið hlutina gerast. Kæra Katrín. Ég vil taka undir með þér að kynbundinn launamunur er fullkomin tímaskekkja. Reyndar tel ég að við nálgumst þá stund að við förum að kalla kynbundinn launamun launaþjófnað. Það er hægt að hefjast handa við að „loka“ kynbundnum launamun á vinnumarkaði ríkisins strax í dag. Ákvarðanir hjá ríkinu um launasetningu vanmetinna kvennastétta fer nefnilega fram í gegn um stofnanasamninga við ríkisstofnanir. Þeir samningar eru í sjálfu sér alltaf opnir og lausir. Sem er afar heppilegt vegna þess að þú ætlar að laga þennan ójöfnuð. Það er hægt að gera áhlaup til leiðréttingar núna og það áhlaup er meira að segja hægt að taka í afmörkuðum skrefum. Það er til dæmis hægt að byrja á láglauna kvennastéttunum sem vinna hjá Landspítalanum. Það eina sem þú þarft að gera er að senda orðsendingu til fulltrúa samstarfsnefnda ríkisins innan Landspítalans. Gefa stjórnendum spítalans skýr fyrirmæli um að standa ekki í vegi fyrir réttmætum breytingum og leiðréttingum á launasetningu kvennahópanna sem búa við lökust kjörin. Það eigi að lagfæra með bráðaaðgerðum stóru kvennastéttirnar þannig að laun þeirra verði almennt samanburðarhæf við laun annarra sem vinna hjá ríkinu. Það er nefnilega þannig að rannsóknir Vörðu – rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sýna svart á hvítu að lægstu og verstu launin sem ríkið greiðir eru laun kvennahópa í heilbrigðisgeiranum. Þú getur byrjað að leggja drög að þessu strax á morgun Katrín. Ég þori að fullyrða að stéttarfélögin myndu styðja þig heils hugar í slíkri aðgerð. Og þú getur líka tekið enn stærri upphafsskref. Til að mynda með því að gefa fulltrúum ríkisins skýra sýn og skýr fyrirmæli um að efna samkomulagið um jöfnun launa milli markaða án tafar. Slík aðgerð myndi ná utan um stórar kvennastéttir sem eru búnað að bíða eftir leiðréttingu árum saman. Það væri nú eitthvað Katrín! Þá myndu allir sjá að orð og athafnir, tal og mynd, færu saman. Það yrði geggjuð stemmning er ég viss um. Annað til viðbótar sem myndi virkilega mælast vel fyrir. Þú gætir hæglega innvistað ræstingu á spítalanum á ný. Komið allra lægst launaða kvennahópnum aftur undir samningsumboð þitt og tekið hraustlega á málum. Láta alla sjá að þá eigi að lagfæra laun allra þeirra vanlaunuðu kvennastétta sem hafa búið við láglaunaofbeldi árum saman. Ég er alveg viss um að það yrði mikil og góð stemmning fyrir þessum aðgerðum. Þú hefur allar forsendur Katrín til að láta virkilega til þín taka. Afmarkaðir aðgerðir eins og þessar yrðu risastórt skref inn í framtíðina og myndu hafa ruðningsáhrif inn í allar aðgerðir til að leiðrétta kynbundinn launamun á vinnumarkaðnum öllum. Þú getur tekið risastórt skref í að jafna launamuninn, „loka kynbundnum launamun“. Valdið er í þínum höndum Katrín. Þú ert forsætisráðherra Íslands og rétta stemmningin er hér og nú. Þú átt leik Katrín. Með baráttukveðju, Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun