Franska undrið stimplaði sig inn í NBA deildina Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 08:16 Wembanyama fékk höfðinglegar móttökur fyrir sinn fyrsta NBA leik Vísir/Getty Það ríkti mikil eftirvænting meðal körfuboltaáhugafólks fyrir leik San Antonio Spurs og Dallas Mavericks í 1. umferð NBA deildarinnar í nótt. Um var að ræða fyrsta NBA leik Victor Wembanyama, leikmanns Spurs, sem mikils er ætlast til af í deildinni. Wembanyama er af flestum talinn mest spennandi leikmaðurinn til að koma í gegnum nýliðaval NBA deildarinnar síðan LeBron James var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2003. San Antonio Spurs valdi Wembanyama í fyrsta valrétti nýliðavalsins þetta árið og í nótt lék hann sinn fyrsta NBA leik. Eftirvæntingin í Frost Bank Center, heimavelli Spurs var gríðarlega mikil en Wembanyama lenti snemma í villuvandræðum í leiknum. Það gerði honum erfitt fyrir framanaf leiknum. Franska undrið átti þó eftir að eiga flotta spretti í leiknum sem gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Sterkur fjórði leikhluti sá til þess að Wembanyama endaði á því að skora fimmtán stig í leiknum, taka fimm fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela boltanum tvisvar og verja eitt skot. Hann hitti úr sex af sínum níu skotum, þar á meðal þremur þristum. Leiknum lauk með sigri Dallas Mavericks, 126-119 og var það sem fyrr Luka Doncic sem fór mikinn í leik Dallas. Slóveninn skilaði af sér þrefaldri tvennu í leiknum. Victor Wembanyama in his NBA debut:- 15 PTS (9 in Q4)- 5 REB- 67% FGWelcome to the Association #KiaTipOff23 pic.twitter.com/eFWYCoBmy6— NBA (@NBA) October 26, 2023 Súrealísk upplifun „Það eru auðvitað miklar tilfinningar sem bærast um innra með mér í tengslum við þetta kvöld,“ sagði Wembanyama í viðtali eftir leik. „Þetta hefði auðvitað verið fullkomin upplifun ef við hefðum sigrað leikinn.“ Hann segir það hafa verið súrealískt að sjá alla stuðningsmenn San Antonio Spurs sem voru samankomnir í Frost Bank Center fyrir leik. Wembanyama er nú formlega mættur í NBA-deildinaVísir/Getty Hvað villuvandræðin sem hann lenti í varðar, hafði Wembanyama þetta að segja um þau: „Það er auðvitað pirrandi að hafa komið sér í þessa stöðu en ég reyni alltaf að halda í jákvæðnina því ég veit að það er í hag liðsins. Ég get ekki látið minn pirring smita út frá sér í leik liðsins. Gerði vel í krefjandi aðstæðum Hjá San Antonio Spurs spilar Wembanyama undir stjórn hins reynslumikla þjálfara Greg Popovich. Sá var ánægður með það sem hann sé frá Wembanyama í frumraun leikmannsins í deild þeirra bestu. „Eitt af því erfiðasta sem leikmaður í þessari deild gengur í gegnum er að lenda í villuvandræðum,“ sagði Popovich í viðtali eftir leik. „Þegar að þú lendir í því áttu erfitt með að komast í takt við leikinn. Mér fannst hann þó sína mikinn þroska í þessum aðstæðum, þrátt fyrir að vera ungur að árum komst hann í gegnum þetta og átti sterka frammistöðu á síðustu sjö mínútum leiksins þar sem að hann lét ljós sitt skína.“ Greg Popovich, þjálfari San Antonio SpursVísir/Getty Hans hæfileikar hafi skinið í gegn á ákveðnum tímapunktum leiksins. „Við settum upp nokkur kerfi fyrir hann og hann gerði hluti sem margir aðrir hefðu ekki geta gert. Miðað við allt finnst mér hann hafa skilað af sér frábærri frammistöðu.“ Önnur úrslit næturinnar í NBA deildinni: Houston Rockets 86 - 116 Orlando MagicBoston Celtics 108 - 104 New York KnicksWashington Wizards 120 - 143 Indiana PacersAtlanta Hawks 110 - 116 Charlotte HornetsMinnesota Timberwolves 94 - 97 Toronto Raptors Detroit Pistons 102 - 103 Miami Heat Cleveland Cavaliers 114 - 113 Brooklyn Nets New Orleans Pelicans 111 - 104 Memphis Grizzlies Oklahoma City Thunder 124 - 104 Chicago Bulls Portland Trailblazers 111 - 123 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Wembanyama er af flestum talinn mest spennandi leikmaðurinn til að koma í gegnum nýliðaval NBA deildarinnar síðan LeBron James var valinn fyrstur af Cleveland Cavaliers árið 2003. San Antonio Spurs valdi Wembanyama í fyrsta valrétti nýliðavalsins þetta árið og í nótt lék hann sinn fyrsta NBA leik. Eftirvæntingin í Frost Bank Center, heimavelli Spurs var gríðarlega mikil en Wembanyama lenti snemma í villuvandræðum í leiknum. Það gerði honum erfitt fyrir framanaf leiknum. Franska undrið átti þó eftir að eiga flotta spretti í leiknum sem gefa tóninn fyrir það sem koma skal. Sterkur fjórði leikhluti sá til þess að Wembanyama endaði á því að skora fimmtán stig í leiknum, taka fimm fráköst, gefa tvær stoðsendingar, stela boltanum tvisvar og verja eitt skot. Hann hitti úr sex af sínum níu skotum, þar á meðal þremur þristum. Leiknum lauk með sigri Dallas Mavericks, 126-119 og var það sem fyrr Luka Doncic sem fór mikinn í leik Dallas. Slóveninn skilaði af sér þrefaldri tvennu í leiknum. Victor Wembanyama in his NBA debut:- 15 PTS (9 in Q4)- 5 REB- 67% FGWelcome to the Association #KiaTipOff23 pic.twitter.com/eFWYCoBmy6— NBA (@NBA) October 26, 2023 Súrealísk upplifun „Það eru auðvitað miklar tilfinningar sem bærast um innra með mér í tengslum við þetta kvöld,“ sagði Wembanyama í viðtali eftir leik. „Þetta hefði auðvitað verið fullkomin upplifun ef við hefðum sigrað leikinn.“ Hann segir það hafa verið súrealískt að sjá alla stuðningsmenn San Antonio Spurs sem voru samankomnir í Frost Bank Center fyrir leik. Wembanyama er nú formlega mættur í NBA-deildinaVísir/Getty Hvað villuvandræðin sem hann lenti í varðar, hafði Wembanyama þetta að segja um þau: „Það er auðvitað pirrandi að hafa komið sér í þessa stöðu en ég reyni alltaf að halda í jákvæðnina því ég veit að það er í hag liðsins. Ég get ekki látið minn pirring smita út frá sér í leik liðsins. Gerði vel í krefjandi aðstæðum Hjá San Antonio Spurs spilar Wembanyama undir stjórn hins reynslumikla þjálfara Greg Popovich. Sá var ánægður með það sem hann sé frá Wembanyama í frumraun leikmannsins í deild þeirra bestu. „Eitt af því erfiðasta sem leikmaður í þessari deild gengur í gegnum er að lenda í villuvandræðum,“ sagði Popovich í viðtali eftir leik. „Þegar að þú lendir í því áttu erfitt með að komast í takt við leikinn. Mér fannst hann þó sína mikinn þroska í þessum aðstæðum, þrátt fyrir að vera ungur að árum komst hann í gegnum þetta og átti sterka frammistöðu á síðustu sjö mínútum leiksins þar sem að hann lét ljós sitt skína.“ Greg Popovich, þjálfari San Antonio SpursVísir/Getty Hans hæfileikar hafi skinið í gegn á ákveðnum tímapunktum leiksins. „Við settum upp nokkur kerfi fyrir hann og hann gerði hluti sem margir aðrir hefðu ekki geta gert. Miðað við allt finnst mér hann hafa skilað af sér frábærri frammistöðu.“ Önnur úrslit næturinnar í NBA deildinni: Houston Rockets 86 - 116 Orlando MagicBoston Celtics 108 - 104 New York KnicksWashington Wizards 120 - 143 Indiana PacersAtlanta Hawks 110 - 116 Charlotte HornetsMinnesota Timberwolves 94 - 97 Toronto Raptors Detroit Pistons 102 - 103 Miami Heat Cleveland Cavaliers 114 - 113 Brooklyn Nets New Orleans Pelicans 111 - 104 Memphis Grizzlies Oklahoma City Thunder 124 - 104 Chicago Bulls Portland Trailblazers 111 - 123 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira