Stórmeistarar verði ekki lengur opinberir starfsmenn Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 14:55 Helgi Áss Grétarsson, í forgrunni, og Hannes Hlífar Stefánsson eru báðir stórmeistarar í skák. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um ný heildarlög um skák. Helsta breytingin sem er áformuð er að stórmeistarar í skák verði ekki lengur opinberir starfsmenn og að þeir fái ekki greitt fyrir það eitt að vera stórmeistarar. Í Samráðsgátt stjórnvalda segir um fyrirhugaða lagabreytingu að í nýjum lagabálki verði fjallað um skák, laun og styrki til afreksfólks í skák og Skákskóla Íslands, en horft verði til þess að reglur verði einfaldaðar frá því sem nú er. Samhliða sé áformað að fella brott lög um launasjóð stórmeistara í skák og lög um Skákskóla Íslands, sem bæði tóku gildi árið 1991. Íslenskt samfélag hafi breyst mikið frá því að lögin voru sett og það fyrirkomulag sem þau mæla fyrir um samræmist illa nútímastjórnsýsluumhverfi. Helstu breytingar sem lagðar eru til séu nýtt fyrirkomulag um laun eða styrki til stórmeistara í skák, sem verði þá ekki lengur opinberir starfsmenn, þar sem horft verði í meira mæli til einstakra verkefna og framgangs þeirra. Þá verði horft til þess möguleika að styrkja unga og upprennandi skákmenn, sem stefna að alþjóðlegum árangri, en hingað til hafi eingöngu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari fengið greiðslur úr ríkissjóði. Markmið frumvarpsins sé að taka á álitamálum sem lengi hafi verið til umræðu. Frumvarpið eigi að hvetja afreksfólk í skák enn meira en nú er til að tefla sem mest til þess að ná hámarksárangri. Stefnt sé að því að ný löggjöf gefi aukna möguleika á því að styðja ungt og efnilegt fólk til afreka í skák. Þá sé stefnt að því markmiði að einfalda og nútímavæða lagaumhverfi um skák. Skáksambandinu líst vel á áformin „Okkur líst ekkert illa á þetta við fyrstu sýn. Eins og þetta er lagt upp þá á þetta ekki að minnka framlög til skákmanna eða skákhreyfingarinnar. Þetta þýði það að menn fá ekki sjálfkrafa laun fyrir að vera stórmeistarar heldur verði þetta meira matskennt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi. Í samráðsgáttinni segir að samráð hafi þegar verið haft við Skáksambandið og óskað hafi verið eftir tillögu að nýju fyrirkomulagi styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. Gunnar segir að stórmeisturum sé frjálst að gera athugasemdir við frumvarpið og að þeir muni vafalítið gera það. „Við lítum alls ekki svo á að það sé nein aðför að skákmönnum í þessu, heldur frekar að það eigi að umbuna þeim sem leggja sig fram og skara fram úr.“ Skák Skáksambandsmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Í Samráðsgátt stjórnvalda segir um fyrirhugaða lagabreytingu að í nýjum lagabálki verði fjallað um skák, laun og styrki til afreksfólks í skák og Skákskóla Íslands, en horft verði til þess að reglur verði einfaldaðar frá því sem nú er. Samhliða sé áformað að fella brott lög um launasjóð stórmeistara í skák og lög um Skákskóla Íslands, sem bæði tóku gildi árið 1991. Íslenskt samfélag hafi breyst mikið frá því að lögin voru sett og það fyrirkomulag sem þau mæla fyrir um samræmist illa nútímastjórnsýsluumhverfi. Helstu breytingar sem lagðar eru til séu nýtt fyrirkomulag um laun eða styrki til stórmeistara í skák, sem verði þá ekki lengur opinberir starfsmenn, þar sem horft verði í meira mæli til einstakra verkefna og framgangs þeirra. Þá verði horft til þess möguleika að styrkja unga og upprennandi skákmenn, sem stefna að alþjóðlegum árangri, en hingað til hafi eingöngu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari fengið greiðslur úr ríkissjóði. Markmið frumvarpsins sé að taka á álitamálum sem lengi hafi verið til umræðu. Frumvarpið eigi að hvetja afreksfólk í skák enn meira en nú er til að tefla sem mest til þess að ná hámarksárangri. Stefnt sé að því að ný löggjöf gefi aukna möguleika á því að styðja ungt og efnilegt fólk til afreka í skák. Þá sé stefnt að því markmiði að einfalda og nútímavæða lagaumhverfi um skák. Skáksambandinu líst vel á áformin „Okkur líst ekkert illa á þetta við fyrstu sýn. Eins og þetta er lagt upp þá á þetta ekki að minnka framlög til skákmanna eða skákhreyfingarinnar. Þetta þýði það að menn fá ekki sjálfkrafa laun fyrir að vera stórmeistarar heldur verði þetta meira matskennt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi. Í samráðsgáttinni segir að samráð hafi þegar verið haft við Skáksambandið og óskað hafi verið eftir tillögu að nýju fyrirkomulagi styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. Gunnar segir að stórmeisturum sé frjálst að gera athugasemdir við frumvarpið og að þeir muni vafalítið gera það. „Við lítum alls ekki svo á að það sé nein aðför að skákmönnum í þessu, heldur frekar að það eigi að umbuna þeim sem leggja sig fram og skara fram úr.“
Skák Skáksambandsmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira