Jokic og meistararnir byrja nýtt tímabil eins og ekkert hafi breyst Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 07:31 Nikola Jokic var frábær í fyrsta leik sem ríkjandi NBA meistari þar sem Denver liðið vann Los Sngeles Lakers. APDavid Zalubowski Það virðist lítið hafa breyst frá því að síðasta NBA tímabili lauk. Nikola Jokic bauð upp á þrennu og Denver Nuggets vann Los Angeles Lakers í fyrsta leik í nótt Denver varð NBA meistari í fyrsta sinn í sumar og hélt upp á titilinn með því að vinna sannfærandi tólf stiga sigur á Los Angeles Lakers, 119-107, í opnunarleik tímabilsins. Jokic var með 29 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum og Jamal Murray bætti við 21 stigi. „Mér finnst við stjórna leiknum allan tímann,“ sagði Nikola Jokic eftir leikinn. Nikola Jokic dropped a trademark triple-double to open the Nuggets title defense 29 PTS \ 13 REB \ 11 AST \ W#KiaTipOff23 pic.twitter.com/WPjvXFRqtE— NBA (@NBA) October 25, 2023 Denver náði snemma átján stiga forystu í leiknum en liðið var 34-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Lakers náði muninum niður í níu stig fyrir hálfleik og náði síðan 13-0 spretti í kringum leikhlutaskipti þriðja og fjórða. Með því fór munurinn niður í þrjú stig, 87-84, áður en Denver gaf aftur í og landaði sigrinum. LeBron James var atkvæðamestur hjá Lakers með 21 stig en menn sáu það að hann var hvíldur meira en í fyrra og spilaði bara 29 mínútur í leiknum. „Ég vil alltaf vera inn á gólfinu og ekki síst í leik sem þú átt möguleika á því að vinna. En það er ákveðið skipulag í gangi og ég fylgi því,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Hann er elsti leikmaður deildarinnar enda orðinn 38 ára gamall. Taurean Prince skoraði 18 stig í fyrsta leiknum með Lakers og Anthony Davis var með 17 stig. CP3 put up 14 PTS, 6 REB, and 9 AST in his Warriors debut tonight #KiaTipOff23 pic.twitter.com/H5pBQTZhCT— NBA (@NBA) October 25, 2023 Devin Booker og Kevin Durant fóru yfir 108-104 sigri Phoenix Suns á Golden State Warriors í hinum leik næturinnar. Booker var með 32 stig og 8 stoðsendingar en Durant var með 18 stig og 11 fráköst. Josh Okogie bætti við 17 stigum og nýi miðherjinn Jusuf Nurkic var með 14 stig og 14 fráköst. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State, Klay Thompson var með 15 stig og Chris Paul bauð upp á 14 stig og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum með liðinu. Devin Booker was red hot in the Suns season-opening road win 32 PTS \ 6 REB \ 8 AST#KiaTipOff23 pic.twitter.com/6s9p2nm7bI— NBA (@NBA) October 25, 2023 NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Denver varð NBA meistari í fyrsta sinn í sumar og hélt upp á titilinn með því að vinna sannfærandi tólf stiga sigur á Los Angeles Lakers, 119-107, í opnunarleik tímabilsins. Jokic var með 29 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar í leiknum og Jamal Murray bætti við 21 stigi. „Mér finnst við stjórna leiknum allan tímann,“ sagði Nikola Jokic eftir leikinn. Nikola Jokic dropped a trademark triple-double to open the Nuggets title defense 29 PTS \ 13 REB \ 11 AST \ W#KiaTipOff23 pic.twitter.com/WPjvXFRqtE— NBA (@NBA) October 25, 2023 Denver náði snemma átján stiga forystu í leiknum en liðið var 34-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Lakers náði muninum niður í níu stig fyrir hálfleik og náði síðan 13-0 spretti í kringum leikhlutaskipti þriðja og fjórða. Með því fór munurinn niður í þrjú stig, 87-84, áður en Denver gaf aftur í og landaði sigrinum. LeBron James var atkvæðamestur hjá Lakers með 21 stig en menn sáu það að hann var hvíldur meira en í fyrra og spilaði bara 29 mínútur í leiknum. „Ég vil alltaf vera inn á gólfinu og ekki síst í leik sem þú átt möguleika á því að vinna. En það er ákveðið skipulag í gangi og ég fylgi því,“ sagði LeBron James eftir leikinn. Hann er elsti leikmaður deildarinnar enda orðinn 38 ára gamall. Taurean Prince skoraði 18 stig í fyrsta leiknum með Lakers og Anthony Davis var með 17 stig. CP3 put up 14 PTS, 6 REB, and 9 AST in his Warriors debut tonight #KiaTipOff23 pic.twitter.com/H5pBQTZhCT— NBA (@NBA) October 25, 2023 Devin Booker og Kevin Durant fóru yfir 108-104 sigri Phoenix Suns á Golden State Warriors í hinum leik næturinnar. Booker var með 32 stig og 8 stoðsendingar en Durant var með 18 stig og 11 fráköst. Josh Okogie bætti við 17 stigum og nýi miðherjinn Jusuf Nurkic var með 14 stig og 14 fráköst. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Golden State, Klay Thompson var með 15 stig og Chris Paul bauð upp á 14 stig og 9 stoðsendingar í fyrsta leiknum með liðinu. Devin Booker was red hot in the Suns season-opening road win 32 PTS \ 6 REB \ 8 AST#KiaTipOff23 pic.twitter.com/6s9p2nm7bI— NBA (@NBA) October 25, 2023
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira