Handbolti

Stjarnan áfram eftir sigur á Aftureldingu

Dagur Lárusson skrifar
Helena Rut Örvarsdóttir skýtur að marki.
Helena Rut Örvarsdóttir skýtur að marki. Vísir/Hulda Margrét

Stjarnan hafði betur gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í kvöld.

Þrír leikir fóru fram í kvöld en stærsti leikurinn fór fram í Garðabænum þar sem Stjarnan tók á móti Aftureldingu.

Leikurinn byrjaði heldur rólega en aðeins tvö mörk létu sjá sig fyrstu fimm mínútur leiksins en það var Stjarnan sem skoraði þau bæði. En eftir rólega byrjun fór leikurinn vel af stað og náði Stjarnan sjö marka forystu áður en fyrri hálfleikurinn var allur. Staðan 18-11.

Stjarnan hélt áfram yfirburðum sínum í seinni hálfleiknum þar sem Helena Rut og Eva Björk fóru fyrir liðinu og vann Stjarnan að lokum sigur 25-19. Eva Björk Davíðsdóttir var markahæst í liði Stjörnunnar með sex mörk en Hildur Lilja Jónsdóttir var markahæst fyrir Aftureldingu með átta mörk.

Stjarnan er því komið í 8-liða úrslit Powerade bikarsins.

Í hinum leikjunum var það HK sem vann dramatískan sigur á FH 25-24 og Grótta burstaði Fjölni 30-15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×