Stöð 2 Sport
Subway-deild kvenna fær sitt pláss á Stöð 2 Sport í kvöld og klukkan 19:00 tekur Njarðvík á móti Stjörnunni áður en Subway Körfuboltakvöld tekur við keflinu og fer yfir allt það helsta úr liðinni umferð.
Stöð 2 Sport 2
Barcelona tekur á móti Shakhtar Donetsk í UEFA Youth League klukkan 11:55 áður en Newcastle og Dortmund mætast í sömu keppni klukkan 13:55.
Meistaradeildarmessan verður svo á sínum stað klukkan 18:30 þar sem fylgst verður með öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evróðu áður en Meistaradeildarmörkin taka við að leikjunum loknum og gera þeim góð skil.
Stöð 2 Sport 3
Barcelona tekur á móti Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu klukkan 16:35 áður en PSG og AC Milan eigast við klukkan 18:50.
Stöð 2 Sport 4
Leipzig og Rauða stjarnan eigast við í Meistaradeild Evrópu klukkan 18:50 og klukkan 02:00 eftir miðnætti hefst bein útsending frá Maybank Championsip á LPGA-mótaröðinni í golfi.
Stöð 2 Sport 5
Viðrueign Antwerp og Porto í Meistaradeild Evrópu verður í beinni útsendingu frá klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 5.
Vodafone Sport
Meistaradeildin og NHL verða í aðalhlutverki á Vodafone Sport þar sem við hefjum leik klukkan 09:00 á NHL On The Fly. Klukkan 16:35 er svo komið að viðureign Feyenoord og Lazio áður en Newcastle og Dortmund mætast klukkan 18:50, en við endum dagskrána á viðureign New Jersey og Wasington í NHL-deildinni í íshokkí klukkan 23:35.
Stöð 2 eSport
Föruneyti Pingsins verður á sínum stað með sinn vikulega þátt á Stöð 2 eSport klukkan 20:00.