Ísland stefnulaust í vímuefnavörnum frá 2020 Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 15:19 Sigmar Guðmundsson Viðreisn vakti athygli á því að Ísland hefur í raun verið stefnulaust í vímuefnamálum síðan 2020. vísir/vilhelm Sigmar Guðmundsson Viðreisn spurði heilbrigðisráðherra hvort þess væri að vænta að stjórnvöld settu fram stefnu varðandi vímuefnavandann en fátt varð um svör. Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi. Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi óskaði Sigmar konum til hamingju með daginn en engar þingkonur voru staddar á Alþingi. Aðeins karlráðherrar voru til svara, þeir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Og það var einmitt við Willum Þór sem Sigmar vildi tala. Er ráðuneytið að gera eitthvað? Sigmar vildi hafa sem baksvið fyrirspurn sinni það að vímuefnavandinn – fíknisjúkdómurinn – legðist sérlega þungt á konur. Félagsleg staða þeirra væri verri og þær útsettari fyrir ofbeldi, hótunum og hvers kyns óhæfuverkum. Og þær þyrftu því oft önnur úrræði sem tækju lengri tíma. Heldur tómlegt var um að litast í þingsal í dag en fyrirspurnartímann bar upp á sama tíma og fjöldi kvenna hélt samstöðufund á Arnarhóli.vísir/vilhelm Hann vildi vekja athygli á grein sem Alma Möller landlæknir skrifaði á dögunum þar sem hún sagði meðal annars að stefna í áfengis- og vímuefnavörnum til ársins 2020, frá desember 2013 væri löngu útrunnin. „Embætti landlæknis hefur margítrekað nauðsyn þess, bæði við heilbrigðisráðuneyti og Velferðarnefnd Alþingis að setja þurfi nýja og heildstæða stefnu um þennan flókna málaflokk,“ skrifar Alma. Sigmar nefndi þau meðferðarúrræði sem væru til staðar, Vogur og SÁÁ, Krísuvík og Hlaðgerðarkot en þar væri mikil bið, að komast inn í meðferð. Og Sigmar spurði hvort það væri einhver í ráðuneytinu að vinna að þessum málum, í því sem snýr að því sem landlæknir lagði til við heilbrigðisráðherra í maí síðastliðnum að komið yrði á fót slíkum hópi sem til dæmis mætti kalla Fíknivaktina? Ráðherra vill setja aukinn kraft í stöðumat Willum Þór viðurkenndi hreinskilnislega að það þyrfti að standa betur að þessu. „Ég hef kannski ekki kynnt mér þetta sérstaklega eða ekki fyrr en ég tók að mér þá ábyrgð að verða heilbrigðisráðherra,“ sagði Willum Þór og fór yfir að þarna að baki væru flóknar félagslegar forsendur sem þyrfti að sníða þjónustuna að. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra viðurkenndi hreinskilnislega að hann hefði ekkert sett sig inn í vímuefnamál, ekki bara fyrr en hann tók við sem heilbrigðisráðherra.vísir/vilhelm Willum Þór viðurkenndi einnig að stefnan hafi raunverulega runnið út 2020. „Þá var sett í gang stöðumat sem ekki er lokið og ég hef verið að bíða eftir,“ sagði Willum og vildi meina að hann hefði nú sett aukinn kraft í það og „þá heildrænu stefnu á sama tíma og höfum við sett af stað hóp á fót og viðbrögð stjórnvalda, þetta er komið í gang.“ Willum Þór sagðist hafa átt samtöl við landlækni um þessi efni og það stæði til að setja aukinn kraft í Fíknivaktina. Sigmar sagði það rétt að menn tækju oft meira inn á sig málefni sem stæðu þeim nærri en þannig væri að þessi málaflokkur teygði sig inn í allar fjölskyldur og alla hópa samfélagsins. Og þetta væri flókinn vandi.
Alþingi Fíkn Viðreisn Heilbrigðismál Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira