Leikið verður heima og að heiman í 32-liða úrslitunum en þar mun FH mæta liði Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Fyrri leikur liðanna mun fara fram hér á Íslandi.
Valur mætir úkraínska liðinu HC Motor og mun fyrri leikur liðanna fara fram á útivelli fyrir Val.
ÍBV mætir austurríska liðinu Förthof UHK Krems og mun fyrri leikur liðanna fara fram út í Austurríki.
Þá mun Afturelding mæta liði Tatran Presov frá Slóvakíu og á Afturelding heimavallarréttinn í fyrri leik liðanna.
Leikirnir í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar munu fara fram dagana 25. og 26. nóvember sem og 2. og 3. desember.