Einar þakklátur Guðmundi: „Hefur kennt mér svo mikið“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2023 08:30 Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Einars Þorsteins Ólafssonar hjá danska efstu deildar félaginu Fredericia Samsett mynd: myndir frá Fredericia Einar Þorsteinn Ólafsson er að upplifa draum sinn sem atvinnumaður í handbolta. Hann er leikmaður bronsliðs Fredericia í Danmörku og spilar þar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Þá gæti hann í næsta mánuði spilað sína fyrstu A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Þetta hefur líklegast verið aðeins erfiðara heldur en ég bjóst við að þetta yrði. Bæði það að komast í gang, venjast því að búa einn hérna úti í Danmörku sem og að taka inn allt það sem einkennir leikmennina og liðin í dönsku deildinni," segir Einar Þorsteinn. „Þetta var alvöru sjokk sem maður upplifði til að byrja með en núna er maður kominn í gírinn, rútínuna og farið að líða mjög vel.“ Hjá Fredericia spilar Einar Þorsteinn undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og náði liðið sínum besta árangri í 43 ár í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Stóð uppi með bronsverðlaun í deildinni. Hvernig hefur það verið fyrir þig að vera í félaginu á þessum tíma, upplifa stemninguna í kringum velgengni liðsins? „Við erum náttúrulega með sturluðustu stuðningsmenn í Danmörku að mínu mati. Þeir lifa fyrir þessa íþrótt og félagið sitt. Við töpuðum varla heimaleik á síðasta tímabili. Byrjunin hjá okkur á því tímabili var dálítið brösótt, það þurfti að koma nýjum leikmönnum inn í hlutina og Guðmundur sem svo til nýr þjálfari að koma inn sínum áherslum. Svo á seinni helmingi tímabilsins, þegar að við vorum komnir á skrið og þá sérstaklega í úrslitakeppninni, var þetta orðið að alvöru liði og handboltinn sem við vorum að spila mjög góður.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Líður vel undir handleiðslu Guðmundar Einar Þorsteinn nýtur þess að starfa með Guðmundi og segir hann hafa hjálpað sér mikið. „Hann hefur passað rosalega vel upp á mig og það er gott að hafa annan Íslending í þessu með sér. Guðmundur er sérfræðingur þegar að kemur að varnarleik í handboltanum og eins og staðan er núna er það sú hlið leiksins sem ég er hvað mest í. Guðmundur hefur kennt mér svo rosalega mikið og undir hans stjórn hef ég vaxið sem handboltamaður. Ég hef bætt mig mikið og hann á rosalega mikinn þátt í því.“ Betri með hverjum deginum sem líður Í viðtali sem undirritaður tók við Guðmund Guðmundsson síðasta sumar varpaði hann ljósi að Einar Þorsteinn væri fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin. Það þyrfti að breyta frasanum sem vill oft loða við fréttir hér heima um leiki Fredericia þar sem hefur verið skrifað „Einar komst ekki á blað“ og þar svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hins vegar hefur hlutverk Einars einnig verið hugsað í tengslum við sóknarleik liðsins en meiðsli hafa aftrað þeirri þróun hans í liðinu. „Það býr löng saga að baki þessu öllu. Það var auðvitað upphaflega planið að fá einhverjar mínútur í sóknarleik Fredericia en þegar að ég var að klára minn tíma hjá Val fyrir skiptin til Fredericia meiðist ég á öxl skömmu fyrir úrslitakeppnina heima. Þá tók við langt ferli þar sem reynt var að komast að því hvað væri að hrjá mig. Maður hélt fyrst að þetta myndi jafna sig en svo varð ekki raunin. Meiðslin byrjuðu að ágerast og á endanum þurfti ég að fara í aðgerð sem var ákveðið að myndi eiga sér stað eftir síðasta tímabil.“ Aðgerð á öxl Einars Þorsteins var því framkvæmd degi eftir að Fredericia tryggði sér bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í sumar. „Ég er enn á þeirri vegferð að jafna mig á fullu en staðan á mér er núna orðin miklu betri og vonandi á næstunni verður þetta horfið úr sögunni. Þá vonandi fæ ég almennilegt tækifæri á æfingum og svo í leikjum til að láta til mín taka á báðum endum vallarins. Það er draumurinn. Eitt skref í einu Aðspurður hver markmiðin séu á komandi tímum, stendur ekki á svörum hjá Einari Þorsteini. „Framhaldið er bara að verða bikarmeistari, deildarmeistari og danskur meistari með Fredericia. Ég tek bara eitt ár í einu, reyna að spila vel og standa mig með landsliðinu. Koma öxlinni almennilega í gang. Eitt skref í einu áður en maður horfir eitthvað lengra fram veginn.“ Fleiri hlutar úr viðalinu við Einar Þorstein Ólafsson munu birtast á Vísi á allra næstu dögum. Danski boltinn Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
„Þetta hefur líklegast verið aðeins erfiðara heldur en ég bjóst við að þetta yrði. Bæði það að komast í gang, venjast því að búa einn hérna úti í Danmörku sem og að taka inn allt það sem einkennir leikmennina og liðin í dönsku deildinni," segir Einar Þorsteinn. „Þetta var alvöru sjokk sem maður upplifði til að byrja með en núna er maður kominn í gírinn, rútínuna og farið að líða mjög vel.“ Hjá Fredericia spilar Einar Þorsteinn undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar og náði liðið sínum besta árangri í 43 ár í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Stóð uppi með bronsverðlaun í deildinni. Hvernig hefur það verið fyrir þig að vera í félaginu á þessum tíma, upplifa stemninguna í kringum velgengni liðsins? „Við erum náttúrulega með sturluðustu stuðningsmenn í Danmörku að mínu mati. Þeir lifa fyrir þessa íþrótt og félagið sitt. Við töpuðum varla heimaleik á síðasta tímabili. Byrjunin hjá okkur á því tímabili var dálítið brösótt, það þurfti að koma nýjum leikmönnum inn í hlutina og Guðmundur sem svo til nýr þjálfari að koma inn sínum áherslum. Svo á seinni helmingi tímabilsins, þegar að við vorum komnir á skrið og þá sérstaklega í úrslitakeppninni, var þetta orðið að alvöru liði og handboltinn sem við vorum að spila mjög góður.“ View this post on Instagram A post shared by Fredericia Ha ndboldklub | FHK (@fredericiahk) Líður vel undir handleiðslu Guðmundar Einar Þorsteinn nýtur þess að starfa með Guðmundi og segir hann hafa hjálpað sér mikið. „Hann hefur passað rosalega vel upp á mig og það er gott að hafa annan Íslending í þessu með sér. Guðmundur er sérfræðingur þegar að kemur að varnarleik í handboltanum og eins og staðan er núna er það sú hlið leiksins sem ég er hvað mest í. Guðmundur hefur kennt mér svo rosalega mikið og undir hans stjórn hef ég vaxið sem handboltamaður. Ég hef bætt mig mikið og hann á rosalega mikinn þátt í því.“ Betri með hverjum deginum sem líður Í viðtali sem undirritaður tók við Guðmund Guðmundsson síðasta sumar varpaði hann ljósi að Einar Þorsteinn væri fyrst og fremst varnarmaður í liðinu þó svo að hann keyri einnig upp hraðaupphlaupin. Það þyrfti að breyta frasanum sem vill oft loða við fréttir hér heima um leiki Fredericia þar sem hefur verið skrifað „Einar komst ekki á blað“ og þar svo látið við sitja sökum þess að Einar hefur ekki verið að skora mikið af mörkum. Hins vegar hefur hlutverk Einars einnig verið hugsað í tengslum við sóknarleik liðsins en meiðsli hafa aftrað þeirri þróun hans í liðinu. „Það býr löng saga að baki þessu öllu. Það var auðvitað upphaflega planið að fá einhverjar mínútur í sóknarleik Fredericia en þegar að ég var að klára minn tíma hjá Val fyrir skiptin til Fredericia meiðist ég á öxl skömmu fyrir úrslitakeppnina heima. Þá tók við langt ferli þar sem reynt var að komast að því hvað væri að hrjá mig. Maður hélt fyrst að þetta myndi jafna sig en svo varð ekki raunin. Meiðslin byrjuðu að ágerast og á endanum þurfti ég að fara í aðgerð sem var ákveðið að myndi eiga sér stað eftir síðasta tímabil.“ Aðgerð á öxl Einars Þorsteins var því framkvæmd degi eftir að Fredericia tryggði sér bronsverðlaunin í dönsku úrvalsdeildinni í sumar. „Ég er enn á þeirri vegferð að jafna mig á fullu en staðan á mér er núna orðin miklu betri og vonandi á næstunni verður þetta horfið úr sögunni. Þá vonandi fæ ég almennilegt tækifæri á æfingum og svo í leikjum til að láta til mín taka á báðum endum vallarins. Það er draumurinn. Eitt skref í einu Aðspurður hver markmiðin séu á komandi tímum, stendur ekki á svörum hjá Einari Þorsteini. „Framhaldið er bara að verða bikarmeistari, deildarmeistari og danskur meistari með Fredericia. Ég tek bara eitt ár í einu, reyna að spila vel og standa mig með landsliðinu. Koma öxlinni almennilega í gang. Eitt skref í einu áður en maður horfir eitthvað lengra fram veginn.“ Fleiri hlutar úr viðalinu við Einar Þorstein Ólafsson munu birtast á Vísi á allra næstu dögum.
Danski boltinn Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira