Íhugar að kæra lögmanninn Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2023 14:15 Frá verkefnum lögreglu í miðbæ Reykjavíkur, þó ekki því frá því á fimmtudagskvöldinu 5. október þegar atburðirnir sem frá er greint í þessari frétt áttu sér stað. Vísir Lögregluþjónar í Reykjavík sinntu útkalli í verslun í miðbæ Reykjavíkur fimmtudagskvöldið 5. október þar sem hæstaréttarlögmanni og einum eiganda virtrar lögmannsstofu er gefið að sök að hafa ráðist á verslunareigandann. Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman. Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fréttastofa hefur fengið staðfest hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að erindi var sinnt í versluninni um ellefuleytið umrætt fimmtudagskvöld. Verslunareigandinn hyggst samkvæmt heimildum fréttastofu kæra hæstaréttarlögmanninn fyrir líkamsárás en hefur ekki gert það enn sem komið er. Helgin var sem undirlögð af fréttum af meintri líkamsárás. Tímasetning og aðkoma lögreglu að málinu hefur verið óljós en gengið hefur verið út frá því í fréttum einstakra miðla að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku. Lögregla kannaðist ekki við neitt slíkt verkefni í síðustu viku í samtali við Vísi um helgina. Líta atburðinn hvor sínum augum Samkvæmt heimildum Vísis átti meint árás sé stað fimmtudagskvöldið 5. október þegar versluninni hafði verið lokað. Verslunareigandinn taldi sig eiga ýmislegt órætt við hæstaréttarlögmann vegna samskipta þess síðarnefnda við eiginkonu verslunareigandans. Hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa á sömu lögmannsstofu. Hvað gerðist innan veggja verslunarinnar fer eftir því hvor mannanna er til frásagnar. Ljóst er á öllu að ekki var um rólegt og yfirvegað samtal að ræða. Verslunareigandinn lítur samkvæmt heimildum fréttastofu svo á að samtal þeirra hafi engu skilað og hann ætlað að vísa lögmanninum á dyr. Lögmaðurinn hafi hins vegar neitað að yfirgefa verslunina. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hæstaréttarlögmanninn sem hafi í framhaldinu ráðist á hann. Dyraverðir á nærliggjandi bar hafi orðið vitni að hluta af átökunum. Lögregla hafi í framhaldinu mætt á svæðið. Verslunareigandinn hefur ekki enn lagt fram kæru vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu stefnir hann á að gera það. Samskipti við eiginkonu eiganda búðarinnar undir Hæstaréttarlögmaðurinn sér atburðarásina öðrum augum samkvæmt heimildum fréttastofu. Hann hafi að kröfu verslunareigandans mætt til að eiga samtal við hann. Þegar hann hafi ætlað að yfirgefa verslunina hafi verslunareigandinn ekki tekið það í mál. Um tíma hafi verslunareigandinn handleikið skæri og hæstaréttarlögmanninum ekki staðið á sama. Hæstaréttarlögmaðurinn hafi beðið verslunareigandann afsökunar á samskiptum sínum við eiginkonu verslunareigandans við litlar undirtektir. Verslunareigandinn hafi hrækt framan í hann en lögmaðurinn ekki brugðist við því. Þegar verslunareigandinn hafi stigið ógnandi í átt til hans og gripið í hann hafi hafist ryskingar og lögmaðurinn í framhaldinu snúið hann niður. Hann hafi svo yfirgefið verslunina, hringt á lögreglu sem hafi í framhaldinu mætt á svæðið og rætt við mennina. Fari svo að verslunareigandinn kæri lögmanninn fyrir líkamsárás fer málið á borð lögreglu. Þar stendur málið nú. Málið verður rannsakað og í framhaldinu tekin ákvörðun um það hvort ákæra verði gefin út í málinu. Málið er sérlega viðkvæmt enda snertir það ekki aðeins umrædda einstaklinga og atburði kvöldsins heldur fjölskyldur sem eiga um sárt að binda. Þá er heiður virtrar lögmannsstofu í húfi þar sem hæstaréttarlögmaðurinn og eiginkona verslunareigandans starfa saman.
Lögreglumál Reykjavík Lögmennska Tengdar fréttir Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Meint líkamsárás lögmanns ekki á borði lögreglu Meint líkamsárás sem nafntogaður hæstaréttarlögmaður er sagður hafa framið í verslun í miðbæ Reykjavíkur á dögunum hefur ekki ratað inn á borð lögreglu. 21. október 2023 12:00