Belichick kominn með 300 deildarsigra eftir einkar óvæntan sigur Patriots Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 10:01 71 árs og enn í fullu fjöri. EPA-EFE/CJ GUNTHER New England Patriots vann óvæntan sigur í NFL-deildinni um helgina sem þýðir að Bill Belichick, þjálfari liðsins, hefur nú unnið 300 deildarleiki sem þjálfari. Aðeins tveir menn hafa unnið fleiri leiki í sögu NFL-deildarinnar. Patriots hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið og steinlágu til að mynda gegn bæði Dallas Cowboys og New Orleans Saints. Það var því ekki mikil bjartsýni að 300. sigurinn myndi koma gegn Buffalo Bills. Það var þó raunin en Patriots unnu 29-25 þökk sé snertimarki Mike Gesicki þegar aðeins 12 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var aðeins annar sigur Patriots á tímabilinu í alls sjö leikjum. Þetta var hins vegar 300. deildarsigur Belichick og er hann þar af leiðandi einn af þremur þjálfurum í sögu NFL sem hefur unnið 300 deildarleiki, hinir tveir eru Don Shula (328) og George Halas (318). Hinn 71 árs gamli Belichick á að baki átta sigra í Ofurskálinni sem þjálfari og því ljóst að sigrarnir eru mun fleiri ef úrslitakeppni NFL-deildarinnar er talin með. Hvað sem það varðar þá vildi hann ekki ræða afrek sín að leik loknum. „Þetta er frábær en ég vil frekar einblína á liðið okkar og leiktíðina sem nú er í gangi. Við munum pæla í þessu síðar. Takk fyrir.“ 300 regular season wins for Bill Belichick! pic.twitter.com/1K2dgplCFM— NFL (@NFL) October 22, 2023 Hvað önnur úrslit helgarinnar í NFL-deildinni varðar þá unnu Ernirnir frá Philadelphia góðan sigur á Höfrungunum frá Miami, 31-17. Um var að ræða stórleik helgarinnar en þarna voru tvö bestu sóknarlið deildarinnar að mætast. Þá ríkti mikil spenna fyrir einvígi leikstjórnenda liðanna en Jalen Hurts og Tua Tagovailoa voru saman í Alabama-háskóla og börðust um leikstjórnendastöðuna þar. Báðir áttu sín augnablik en gerðu að sama skapi stór mistök. Að endingu var það Hurts sem hafði betur. Patrick Mahomes fór fyrir sínum mönnum í Kansas City Chiefs þegar Höfðingjarnir unnu Los Angeles Chargers á heimavelli sínum, Arrowhead. Lokatölur 31-17 í leik þar sem Mahomes kastaði fyrir fjórum snertimörkum. Chiefs hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni og eru til alls líklegir. Önnur úrslit Tampa Bay Buccaneers 13-16 Atlanta Falcons Chicago Bears 30-12 Las Vegas Raiders Indianapolis Colts 38-39 Cleveland Browns New York Giants 14-7 Washington Commanders Baltimore Ravens 38-6 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-10 Arizona Cardinals Los Angeles Rams 17-24 Pittsburgh Steelers Denver Broncos 19-17 Green Bay Packers NFL Tímamót Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Patriots hafa átt erfitt uppdráttar undanfarið og steinlágu til að mynda gegn bæði Dallas Cowboys og New Orleans Saints. Það var því ekki mikil bjartsýni að 300. sigurinn myndi koma gegn Buffalo Bills. Það var þó raunin en Patriots unnu 29-25 þökk sé snertimarki Mike Gesicki þegar aðeins 12 sekúndur voru til leiksloka. Þetta var aðeins annar sigur Patriots á tímabilinu í alls sjö leikjum. Þetta var hins vegar 300. deildarsigur Belichick og er hann þar af leiðandi einn af þremur þjálfurum í sögu NFL sem hefur unnið 300 deildarleiki, hinir tveir eru Don Shula (328) og George Halas (318). Hinn 71 árs gamli Belichick á að baki átta sigra í Ofurskálinni sem þjálfari og því ljóst að sigrarnir eru mun fleiri ef úrslitakeppni NFL-deildarinnar er talin með. Hvað sem það varðar þá vildi hann ekki ræða afrek sín að leik loknum. „Þetta er frábær en ég vil frekar einblína á liðið okkar og leiktíðina sem nú er í gangi. Við munum pæla í þessu síðar. Takk fyrir.“ 300 regular season wins for Bill Belichick! pic.twitter.com/1K2dgplCFM— NFL (@NFL) October 22, 2023 Hvað önnur úrslit helgarinnar í NFL-deildinni varðar þá unnu Ernirnir frá Philadelphia góðan sigur á Höfrungunum frá Miami, 31-17. Um var að ræða stórleik helgarinnar en þarna voru tvö bestu sóknarlið deildarinnar að mætast. Þá ríkti mikil spenna fyrir einvígi leikstjórnenda liðanna en Jalen Hurts og Tua Tagovailoa voru saman í Alabama-háskóla og börðust um leikstjórnendastöðuna þar. Báðir áttu sín augnablik en gerðu að sama skapi stór mistök. Að endingu var það Hurts sem hafði betur. Patrick Mahomes fór fyrir sínum mönnum í Kansas City Chiefs þegar Höfðingjarnir unnu Los Angeles Chargers á heimavelli sínum, Arrowhead. Lokatölur 31-17 í leik þar sem Mahomes kastaði fyrir fjórum snertimörkum. Chiefs hafa nú unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa á leiktíðinni og eru til alls líklegir. Önnur úrslit Tampa Bay Buccaneers 13-16 Atlanta Falcons Chicago Bears 30-12 Las Vegas Raiders Indianapolis Colts 38-39 Cleveland Browns New York Giants 14-7 Washington Commanders Baltimore Ravens 38-6 Detroit Lions Seattle Seahawks 20-10 Arizona Cardinals Los Angeles Rams 17-24 Pittsburgh Steelers Denver Broncos 19-17 Green Bay Packers
NFL Tímamót Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira