Sýknaður af káfi í bústaðarferð þar sem var orð gegn orði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 08:34 Maðurinn var sýknaður af héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði. Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira