Sýknaður af káfi í bústaðarferð þar sem var orð gegn orði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. október 2023 08:34 Maðurinn var sýknaður af héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa þuklað á og kysst stúlku gegn vilja hennar í sumarbústaðarferð árið 2020. Fram kemur í dómi héraðsdóms Reykjavíkur að frásagnir beggja hafi verið trúverðugar en að ekki hafi tekist að færa nógu góðar sönnur fyrir brotinu og um væri að ræða orð gegn orði. Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“ Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fram kemur í dómnum að brotaþolinn hafi verið í sumarbústað með nokkrum vinkonum sínum þetta kvöld og verið þar að drekka og spila. Ákærði hafi bæst í hópinn ásamt tveimur vinum hans og seinna um kvöldið hafi tveir strákar til viðbótar bæst við. Haft er eftir manninum að upp úr miðnætti hafi fólk farið að tínast inn í herbergin til að hvílast en hvorki hann né tveir vinir hans fengið rúm. Þeir hafi því hreiðrað um sig á sófa í stofunni. Að hans sögn hafi þar verið mjög kalt og hann því ákveðið að „athuga inn í herbergi“ þar sem var mun hlýrra. Hann hafi séð að það var pláss milli tveggja sem lágu í hjónarúmi herbergisins og skotið sér á milli og sofnað. Hann hafi verið fullklæddur og ekki farið undir sængina en lagst á hlið og lagt hönd sína yfir annan þann sem lá við hlið hans í rúminu, þar sem var þröngt. Sagðist hann ekki hafa séð hverjir lágu við hlið hans. Var í miklu uppnámi um morguninn Maðurinn hafnaði því að hafa strokið rass brotaþola, kysst hana eða reynt að taka upp bol hennar. Stuttu seinna hafi strákur, sem var í öðru rúmi í herberginu, pikkað í hann og sagt að hann yrði að sofa frammi. Sagði strákurinn það ekki hafa verið neitt mál og farið fram og sofið á sófanum. „Um morguninn hefði hann verið kallaður inn í herbergi til stelpnanna og kom fram hjá þeim að brotaþoli hefði farið um morguninn. Hefði henni liðið eins og eitthvað óþægilegt hefði gerst, eins og ákærði hefði brotið eitthvað á henni, sem ákærði kvaðst ekki hafa gert,“ segir í dómnum. Frásögn stúlkunnar var á þann veg að hún hafi vaknað um morguninn við að strákurinn væri að kyssa háls hennar. Hann hafi strokið magann á henni og komið við rass hennar. Hún hafi verið með bol sinn gyrtan ofan í buxurnar en ákærði dregið hann upp. Sagðist hún hafa reynt að setjast upp en hann dregið hana aftur niður. Hún hafi látið í ljós að hún vildi þetta ekki og vinur þeirra vaknað stuttu síðar og sagt ákærða að fara fram. Nokkur vitnanna sögðu fyrir dómi að þeim hafi þótt ákærði ágengur við sumar stelpurnar þetta kvöld og fundist hegðun hans óþægileg. Þá hafi brotaþoli verið í uppnámi um morguninn. Segir í dómnum að framburður brotaþola og ákærða hafi verið stöðugur en að fyrir liggi orð brotaþola gegn orðum ákærða um atvik málsins. Ákærði verði „að njóta þess vafa sem uppi er um sekt hans.“
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira