Lewis Hamilton dæmdur úr keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 07:40 Lewis Hamilton fékk ekki átján stig eins og hann hélt að hann væri með í húsi því hann stigalaus heim eftir að hafa verið dæmdur úr keppni. AP/Darron Cummings Max Verstappen og Lewis Hamilton börðust um sigurinn í bandaríska kappakstrinum í formúlu eitt í gær en Hamilton fékk þó engin stig þegar upp var staðið þar sem bíll hans stóðst ekki skoðun eftir keppni. Max Verstappen, sem er búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, byrjaði í sjötta sæti á ráspól en náði hægt og rólega að vinna sig upp og vann á endanum sinn fimmtánda kappakstur á tímabilinu. Verstappen er nú kominn með 466 stig eða 226 stigum meira en Sergio Pérez sem er í öðru sæti. BREAKING: Lewis Hamilton and Charles Leclerc have been disqualified from the 2023 United States Grand Prix for a technical infringement#F1 #USGP pic.twitter.com/HHNlf5urLW— Formula 1 (@F1) October 23, 2023 Bretarnir Lewis Hamilton og Lando Norris náðu ekki að halda aftur af Hollendingnum en héldu að þeir hefðu báðir komist á verðlaunapall. Hamilton endaði aðeins tveimur sekúndum á eftir Verstappen en fljótlega kom í ljós að hann myndi ekki halda öðru sætinu. Bíll Hamilton var dæmdur ólöglegur við skoðun þar sem hann var með aukabúnað undir bílnum sem er ekki leyfður. Charles Leclerc var í sömu sporum en hann hafði endaði í sjötta sætinu. Aukabúnaður þessi hjálpar bílunum að sitja neðar á brautinni og býr mögulega til forskot þegar kemur að loftstreymi í kringum bílinn. Lando Norris fór því upp í annað sætið en Carlos Sainz Jr. varð þriðji. Frammistaða Hamilton og bílsins höfðu gefið góð fyrirheit að Mercedes væri loksins að takast að setja saman samkeppnishæfan bíl en eftir að bíllinn var dæmdur brjóta reglur keppninnar þá er eftir að meta nákvæmlega stöðuna á honum. REVISED DRIVER STANDINGS (following Hamilton and Leclerc disqualifications) #F1 #USGP pic.twitter.com/zGIcCaHRYz— Formula 1 (@F1) October 23, 2023 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Max Verstappen, sem er búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, byrjaði í sjötta sæti á ráspól en náði hægt og rólega að vinna sig upp og vann á endanum sinn fimmtánda kappakstur á tímabilinu. Verstappen er nú kominn með 466 stig eða 226 stigum meira en Sergio Pérez sem er í öðru sæti. BREAKING: Lewis Hamilton and Charles Leclerc have been disqualified from the 2023 United States Grand Prix for a technical infringement#F1 #USGP pic.twitter.com/HHNlf5urLW— Formula 1 (@F1) October 23, 2023 Bretarnir Lewis Hamilton og Lando Norris náðu ekki að halda aftur af Hollendingnum en héldu að þeir hefðu báðir komist á verðlaunapall. Hamilton endaði aðeins tveimur sekúndum á eftir Verstappen en fljótlega kom í ljós að hann myndi ekki halda öðru sætinu. Bíll Hamilton var dæmdur ólöglegur við skoðun þar sem hann var með aukabúnað undir bílnum sem er ekki leyfður. Charles Leclerc var í sömu sporum en hann hafði endaði í sjötta sætinu. Aukabúnaður þessi hjálpar bílunum að sitja neðar á brautinni og býr mögulega til forskot þegar kemur að loftstreymi í kringum bílinn. Lando Norris fór því upp í annað sætið en Carlos Sainz Jr. varð þriðji. Frammistaða Hamilton og bílsins höfðu gefið góð fyrirheit að Mercedes væri loksins að takast að setja saman samkeppnishæfan bíl en eftir að bíllinn var dæmdur brjóta reglur keppninnar þá er eftir að meta nákvæmlega stöðuna á honum. REVISED DRIVER STANDINGS (following Hamilton and Leclerc disqualifications) #F1 #USGP pic.twitter.com/zGIcCaHRYz— Formula 1 (@F1) October 23, 2023
Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira