Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að tilkynnt hafi verið um árásina rétt eftir miðnætti.
„Einn fluttur á slysadeild til aðhlynningar – ekki vitað hverjir árásaraðilar eru þegar þetta er ritað,“ segir í tilkynningunni sem send var á fjölmiðla skömmu fyrir fimm í morgun.
Þar segir að annars hafi nóttin verið tíðindalítil hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.