Ofbeldishringekjan Kristín I. Pálsdóttir og Sara Stef. Hildardóttir skrifa 22. október 2023 21:22 Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? Vísað er til þess að konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og að kynbundnu ofbeldi verður að útrýma. Ef konum og kvárum er gert að lifa án fjárhagslegs sjálfstæðis og í ótta um kynbundið ofbeldi, kynslóð fram af kynslóð, eru konur fórnarkostnaður samfélags gerenda- og ofbeldismenningar. Rótin, sem er rekstraraðili Konukots, eina neyðarskýlisins sem rekið er fyrir heimilislausar konur á Íslandi, er aðili að Kvennaverkfalli 2023 og hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október og mæta á útifund á Arnarhól sama dag kl. 14. Svokallaðar kvennastéttir búa enn við þann veruleika að störf þeirra eru vanmetin þótt atvinnulífið gæti aldrei án þeirra verið og munur á atvinnutekjum kvenna og karla er ennþá 21% konum í óhag. Kynbundið ofbeldi er einnig það mein sem margar kynslóðir kvenna eiga enn sameiginlegt þrátt fyrir áratuga baráttu. Öryggi kvenna í samfélaginu er langt því frá tryggt og að minnsta kosti 40% þeirra hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Niðurstöður rannsókna sýna líka að konur með fötlun (og ekki bara sýnilega fötlun), konur af erlendum uppruna og trans konur eru ennþá líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Rótin hefur sl. 10 ár barist fyrir úrbótum á laga- og regluverki, þar með talið gæðastöðlum og -eftirliti, ásamt því að menntun þeirra sem starfa með fólki með vímuefnavanda sé í samræmi við nútímakröfur. Slíkar úrbætur eru mikilvægar til að tryggja öryggi og lífslíkur þeirra sem glíma við hvað alvarlegastar afleiðingar kynbundins ofbeldis, þ.e. konur og kvár sem hafa reynslu af alvarlegum vímuefnavanda, heimilisleysi og tengdum vanda. Því miður er einnig verulegur skortur á gagnasöfnun um heimilislaust fólk og fólk með vímuefnavanda á Íslandi og erfitt að nálgast samanburðarhæf og hlutlaus gögn sem eru nauðsynlegur grundvöllur framþróunar. Flókin ofbeldis- og áfallasaga einkennir lífsbaráttu heimilislausra kvenna sem oft endar með glímu við fjölþættan heilsufarsvanda, bæði líkamlegan og andlegar áskoranir, vonleysi og útilokun frá fjölskyldu. Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta ástæðan fyrir heimilisleysi kvenna sem flestar eiga það sameiginlegt að uppvöxtur þeirra einkenndist af alvarlegri vanrækslu. Í ofanálag hafa þær þurft að þola sinnuleysi og fordóma samfélagsins gagnvart aðstæðum þeirra og lífskjörum. Margar kvennanna eru fastar í hringekju ofbeldis og úrræða sem ekki eru nægilega sniðin að þörfum þeirra. Í rannsókn Kolbrúnar Kolbeinsdóttur „Eini staðurinn í samfélaginu þar sem ekki er horft niður á þig“: Reynsla kvenna af Konukoti, kom fram að heimilislausar konur sem sótt hafa skjól í Konukot hafa allar orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það gerir þær enn berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi í daglegri lífsbaráttu en auk heimilisleysis glíma þær jafnan við vímuefnavanda. Á undanförnum árum hefur orðið viðhorfsbreyting í samfélaginu gagnvart fólki með vímuefnavanda. Fráhvarf frá eðlishyggjuhugmyndum einkennir umræðu í dag og vitund um að fíknivandi kvenna er beintengdur félagslegum þáttum, þá sérstaklega kynbundnu ofbeldi og erfiðri reynslu í æsku, hefur aukist. Því miður hafa stjórnvöld verið svifasein að tileinka sér nýja þekkingu og móta stefnu í málaflokknum og á nýliðinni ráðstefnu Rótarinnar og RIKK um fíknivanda og mannréttindi út frá kynjasjónarmiðum kom skýrt fram hversu brýnt er að spýta í lófana. Lengi þótti gott að þjónusta við þær konur sem hafa orðið fyrir mestu ofbeldi og vanrækslu samfélagsins væri í samræmi við fordóma þess, framkvæmd af vanefnum og í sjálfboðaliðavinnu kvenna. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu sem tekið hefur upp skaðaminnkandi stefnu, sem er grundvöllur nútímalegrar og mannréttinda- og jafnréttismiðaðrar þjónustu. Á Alþingi hefur ekki gengið né rekið í málaflokknum þó að vonarglætu sé að finna í nýskipuðum starfshópi heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun. Rótin, sem á fulltrúa í honum, mun leggja sitt af mörkum til þess að þar verði fylgt hvatningu alþjóðlegra stofnana, félagasamtaka og sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna um að kynjajafnrétti sé samþætt í stefnuna. Eitt af baráttumálum Rótarinnar er að bæta þjónustu við heimilislausar konur og vekja til vitundar um þá rótgrónu fordóma og þá, oft ómeðvitaða en innbyrtu, refsihyggju sem hefur mótað viðhorf og viðbrögð samfélagsins gagnvart þeim. Rótin hefur frá því að félagið tók við rekstri Konukots þrýst á Reykjavíkurborg að bæta úr húsnæðismálum heimilislausra kvenna og unnið er að endurskipulagningu þjónustunnar. Hins vegar þola húsnæðismál Konukots ekki lengri bið og er ójöfnu saman að jafna aðstöðu þar og í neyðarskýlum fyrir karla. Rótin vill því senda brýningu til Reykjavíkurborgar í tilefni af Kvennaverkfalli um að nýtt eða endurnýjað húsnæði fyrir starfsemina fari af hugmyndastiginu inn í fjárhagsáætlun borgarinnar í haust. Höfundar skrifa fyrir hönd Rótarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Yfirskrift Kvennaverkfalls 2023 er Kallarðu þetta jafnrétti? Vísað er til þess að konur verða enn fyrir kerfisbundnu launamisrétti og að kynbundnu ofbeldi verður að útrýma. Ef konum og kvárum er gert að lifa án fjárhagslegs sjálfstæðis og í ótta um kynbundið ofbeldi, kynslóð fram af kynslóð, eru konur fórnarkostnaður samfélags gerenda- og ofbeldismenningar. Rótin, sem er rekstraraðili Konukots, eina neyðarskýlisins sem rekið er fyrir heimilislausar konur á Íslandi, er aðili að Kvennaverkfalli 2023 og hvetur konur og kvár til að leggja niður störf þriðjudaginn 24. október og mæta á útifund á Arnarhól sama dag kl. 14. Svokallaðar kvennastéttir búa enn við þann veruleika að störf þeirra eru vanmetin þótt atvinnulífið gæti aldrei án þeirra verið og munur á atvinnutekjum kvenna og karla er ennþá 21% konum í óhag. Kynbundið ofbeldi er einnig það mein sem margar kynslóðir kvenna eiga enn sameiginlegt þrátt fyrir áratuga baráttu. Öryggi kvenna í samfélaginu er langt því frá tryggt og að minnsta kosti 40% þeirra hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Niðurstöður rannsókna sýna líka að konur með fötlun (og ekki bara sýnilega fötlun), konur af erlendum uppruna og trans konur eru ennþá líklegri til að verða fyrir ofbeldi en aðrir hópar. Rótin hefur sl. 10 ár barist fyrir úrbótum á laga- og regluverki, þar með talið gæðastöðlum og -eftirliti, ásamt því að menntun þeirra sem starfa með fólki með vímuefnavanda sé í samræmi við nútímakröfur. Slíkar úrbætur eru mikilvægar til að tryggja öryggi og lífslíkur þeirra sem glíma við hvað alvarlegastar afleiðingar kynbundins ofbeldis, þ.e. konur og kvár sem hafa reynslu af alvarlegum vímuefnavanda, heimilisleysi og tengdum vanda. Því miður er einnig verulegur skortur á gagnasöfnun um heimilislaust fólk og fólk með vímuefnavanda á Íslandi og erfitt að nálgast samanburðarhæf og hlutlaus gögn sem eru nauðsynlegur grundvöllur framþróunar. Flókin ofbeldis- og áfallasaga einkennir lífsbaráttu heimilislausra kvenna sem oft endar með glímu við fjölþættan heilsufarsvanda, bæði líkamlegan og andlegar áskoranir, vonleysi og útilokun frá fjölskyldu. Ofbeldi í nánum samböndum er algengasta ástæðan fyrir heimilisleysi kvenna sem flestar eiga það sameiginlegt að uppvöxtur þeirra einkenndist af alvarlegri vanrækslu. Í ofanálag hafa þær þurft að þola sinnuleysi og fordóma samfélagsins gagnvart aðstæðum þeirra og lífskjörum. Margar kvennanna eru fastar í hringekju ofbeldis og úrræða sem ekki eru nægilega sniðin að þörfum þeirra. Í rannsókn Kolbrúnar Kolbeinsdóttur „Eini staðurinn í samfélaginu þar sem ekki er horft niður á þig“: Reynsla kvenna af Konukoti, kom fram að heimilislausar konur sem sótt hafa skjól í Konukot hafa allar orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það gerir þær enn berskjaldaðri fyrir annars konar ofbeldi í daglegri lífsbaráttu en auk heimilisleysis glíma þær jafnan við vímuefnavanda. Á undanförnum árum hefur orðið viðhorfsbreyting í samfélaginu gagnvart fólki með vímuefnavanda. Fráhvarf frá eðlishyggjuhugmyndum einkennir umræðu í dag og vitund um að fíknivandi kvenna er beintengdur félagslegum þáttum, þá sérstaklega kynbundnu ofbeldi og erfiðri reynslu í æsku, hefur aukist. Því miður hafa stjórnvöld verið svifasein að tileinka sér nýja þekkingu og móta stefnu í málaflokknum og á nýliðinni ráðstefnu Rótarinnar og RIKK um fíknivanda og mannréttindi út frá kynjasjónarmiðum kom skýrt fram hversu brýnt er að spýta í lófana. Lengi þótti gott að þjónusta við þær konur sem hafa orðið fyrir mestu ofbeldi og vanrækslu samfélagsins væri í samræmi við fordóma þess, framkvæmd af vanefnum og í sjálfboðaliðavinnu kvenna. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu sem tekið hefur upp skaðaminnkandi stefnu, sem er grundvöllur nútímalegrar og mannréttinda- og jafnréttismiðaðrar þjónustu. Á Alþingi hefur ekki gengið né rekið í málaflokknum þó að vonarglætu sé að finna í nýskipuðum starfshópi heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun. Rótin, sem á fulltrúa í honum, mun leggja sitt af mörkum til þess að þar verði fylgt hvatningu alþjóðlegra stofnana, félagasamtaka og sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna um að kynjajafnrétti sé samþætt í stefnuna. Eitt af baráttumálum Rótarinnar er að bæta þjónustu við heimilislausar konur og vekja til vitundar um þá rótgrónu fordóma og þá, oft ómeðvitaða en innbyrtu, refsihyggju sem hefur mótað viðhorf og viðbrögð samfélagsins gagnvart þeim. Rótin hefur frá því að félagið tók við rekstri Konukots þrýst á Reykjavíkurborg að bæta úr húsnæðismálum heimilislausra kvenna og unnið er að endurskipulagningu þjónustunnar. Hins vegar þola húsnæðismál Konukots ekki lengri bið og er ójöfnu saman að jafna aðstöðu þar og í neyðarskýlum fyrir karla. Rótin vill því senda brýningu til Reykjavíkurborgar í tilefni af Kvennaverkfalli um að nýtt eða endurnýjað húsnæði fyrir starfsemina fari af hugmyndastiginu inn í fjárhagsáætlun borgarinnar í haust. Höfundar skrifa fyrir hönd Rótarinnar.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun