Fer Eiður Smári í Vesturbæinn? Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 07:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila. KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína. Besta deild karla KR Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína.
Besta deild karla KR Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira