Pútín staddur í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2023 10:47 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lenti í Kína í morgun, þar sem hann mun sækja ráðstefnu um Belti og braut. AP/Parker Song Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er staddur í Peking í Kína, þar sem hann mun funda með Xi Jinping, forseta Kína. Þetta er í annað sinn sem Pútín fer frá Rússlandi síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst í fyrra en Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur gefið út handtökuskipun gagnvart honum. Pútín fór til Kirgistan fyrr í þessum mánuði. Forsetarnir hittust síðast í Moskvu í mars en þá bauð Xi Pútín til Kína á ráðstefnu um Belti og braut, innviðaverkefni Kína sem er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Þá ráðstefnu er Pútín að sækja en tíu ár eru liðin síðan Xi hóf verkefnið. Ráðstefnuna sækja einnig leiðtogar Víetnam, Taílands, Mongólíu og Laos. Sjá einnig: Funduðu í fjóra og hálfan tíma Við komuna í Peking í morgun tók Wang Wentao, viðskiptamálaráðherra, móti forsetanum. Í viðtali við kínverska ríkismiðilinn CCTV hrósaði Pútín Belti og braut í hástert. „Já, við sjáum einhverja halda því fram að þetta sé tilraun Kína til að senda einhvern undir ok, en við sjáum það öðruvísi,“ sagði Pútín samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við sjáum til raun til samvinnu.“ Pútín sagði einnig að hann og Xi myndu ræða vaxandi viðskiptasamband ríkjanna tveggja, tækniþróun og fjármálageira ríkjanna. Frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur kínverskur markaður orðið þeim mikilvægari. Í frétt Reuters segir til að mynda að meira en þriðjungur af olíusölu Rússa fari til Kína. Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43 Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Pútín fór til Kirgistan fyrr í þessum mánuði. Forsetarnir hittust síðast í Moskvu í mars en þá bauð Xi Pútín til Kína á ráðstefnu um Belti og braut, innviðaverkefni Kína sem er ætlað að tengja Kína við Evrópu, Asíu og Afríku á landi og á sjó. Þá ráðstefnu er Pútín að sækja en tíu ár eru liðin síðan Xi hóf verkefnið. Ráðstefnuna sækja einnig leiðtogar Víetnam, Taílands, Mongólíu og Laos. Sjá einnig: Funduðu í fjóra og hálfan tíma Við komuna í Peking í morgun tók Wang Wentao, viðskiptamálaráðherra, móti forsetanum. Í viðtali við kínverska ríkismiðilinn CCTV hrósaði Pútín Belti og braut í hástert. „Já, við sjáum einhverja halda því fram að þetta sé tilraun Kína til að senda einhvern undir ok, en við sjáum það öðruvísi,“ sagði Pútín samkvæmt AP fréttaveitunni. „Við sjáum til raun til samvinnu.“ Pútín sagði einnig að hann og Xi myndu ræða vaxandi viðskiptasamband ríkjanna tveggja, tækniþróun og fjármálageira ríkjanna. Frá því að Rússar gerðu innrás í Úkraínu hefur kínverskur markaður orðið þeim mikilvægari. Í frétt Reuters segir til að mynda að meira en þriðjungur af olíusölu Rússa fari til Kína.
Rússland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43 Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59 Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00
Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43
Vill taka neitunarvaldið af Rússum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kallaði eftir því í dag að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna yrði breytt á þann veg að hægt yrði að svipta ríki sem eiga fast sæti í ráðinu neitunarvaldi. Öryggisráðið og SÞ gætu ekkert gert vegna stríðsins þar sem árásaraðilinn, Rússland, væri með neitunarvald. 20. september 2023 16:59
Sagði engan öruggan ef Pútín yrði leyft að búta Úkraínu í sundur Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir heiminn verða að standa við bakið á Úkraínumönnum og standa gegn ofstopa Rússa. Engin þjóð yrði örugg ef Rússum yrði leyft að búta Úkraínu í sundur. 19. september 2023 16:52