Teiknari Guardian til 40 ára látinn fjúka vegna meintrar gyðingaandúðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2023 10:35 Bell teiknaði skopmyndir fyrir Guardian í um 40 ár. Getty/Corbis/Colin McPherson Breski miðillinn Guardian hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við skopmyndateiknarann Steve Bell, eftir að hann skilaði inn mynd sem miðlinum þótti ýta undir fordóma gegn gyðingum. Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga. Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Á myndinni sést Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, klæddur boxhönskum, í þann mund að rista útlínur Gasa á beran maga sinn. Bell segist hafa fengið þau svör hjá Guardian að þar á bæ hafi menn túlkað myndina sem tilvísun í hinn fégráðuga Shylock úr Kaupmaðurinn í Feneyjum eftir William Shakespeare. Shylock er ein þekktasta staðalmyndin sem beitt hefur verið gegn gyðingum en auk þess að vera fégráðugur er hann hefnigjarn og almennt ógeðfelld persóna. Í leikritinu krefst hann „punds af holdi“ (e. pound of flesh) ef lán er ekki endurgreitt á réttum tíma en að sögn Bell töldu ritstjórar Guardian að áðurnefnd skopmynd væri tilvísun í þessa framgöngu Shylock. Just to explain. I filed this cartoon around 11am, possibly my earliest ever. Four hours later, on a train to Liverpool I received an ominous phone call from the desk with the strangely cryptic message "pound of flesh"... pic.twitter.com/kSfmfzlmhy— Steve Bell (@BellBelltoons) October 9, 2023 Bell segir þetta hins vegar fjarri sanni; myndin sé byggð á annarri skopmynd sem David Levine teiknaði af Lyndon B. Johnson, þáverandi forseta Bandaríkjanna. Á þeirri mynd sést Johnson benda á ör sem hann ber á maganum en örið er í laginu eins og Víetnam. Myndin var gagnrýni á stefnu Johnson í Víetnamstríðinu og tilvísun í mynd sem náðist af forsetanum þegar hann lyfti upp skyrtunni og sýndi viðstöddum ör eftir gallblöðruaðgerð sem hann gekkst undir árið 1966. Skopmynd Levine og ljósmyndin sem hún byggði á. Bell segir skopmynd sína tilraun til að enduróma boðskap Levine, sem hann vísar bókstaflega til á myndinni með orðunum „á eftir David Levine“. Myndin snúist um hörmulega stefnumörkun Benjamin Netanyahu, sem hafi beinlínis leitt til þess ástands sem nú ríkir á Gasa. Skopmyndateiknarinn deildi myndinni, sem Guardian neitaði að birta, á X/Twitter og sagði einnig á samfélagsmiðlinum að það hefði verið orðið erfitt að teikna myndir um umrætt málefni án þess að vera sakaður um fordóma. Málið hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna þess að Bell hefur teiknað fyrir Guardian í um 40 ár, en gagnrýnendur benda á að hann hafi áður dansað á línunni. Hann var til að mynda gagnrýndur fyrir teikningu árið 2020 sem sýndi Keir Starmer, formann Verkamannaflokksins, bjóða höfuð Jeremy Corbyn, fyrrverandi formanns flokksins, á fati. Þeirri mynd var líkt við málverk Caravaggio af Salóme með höfuð Jóhannesar skírara en í Nýja testamentinu óskaði Salóme, sem var gyðingur, eftir því að fá höfuð Jóhannesar að launum fyrir dans. Corbyn sætti á þessum tíma harðri gagnrýni fyrir að uppræta ekki gyðingaandúð innan Verkamannaflokksins. Bell var meðal þeirra sem töluðu máli teiknara Charlie Hebdo eftir árásina á skrifstofur vikublaðsins árið 2015 og sagði meðal annars í umræðum að fólk skildi eiginlega ekki myndir. Það væri hlutverk skopmyndateiknara að ögra. Hann sagðist þá einnig nýlega, þetta var árið 2015, hafa lent upp á kant við yfirmann hjá Guardian sem þótti hann sækja í staðalmyndir um gyðinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Bretland Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Myndlist Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira