Missti fjögurra ára son sinn af slysförum: „Var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. október 2023 10:31 Daníel missti son sinn árið 2021, þá aðeins fjögurra ára gamall. Í apríl árið 2021 missti Daníel Sæberg Hrólfsson fjögurra ára son sinn af slysförum. Um var að ræða yngra barn hans en hann og barnsmóðir hans voru á þessum tíma hætt saman. Það geta fáir sett sig í spor þess sem upplifir missir sem þennan og enginn vill kynnast sársauka sem þessum. Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Sjá meira
Daníel steig fram í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og sagði sögu sína. Hann vill að fólk viti að það sé hægt að lifa góðu lífi þrátt fyrir þessa lífsreynslu en að höggið sé samt sem áður yfirþyrmandi. Plönin líti svo sannarlega allt öðruvísi út. „Maður var að sjálfsögðu búinn að sjá fyrir sér skólagönguna og allt og vera spenntur fyrir því,“ segir Daníel sem var fastur í umferð þegar hann fékk símtalið örlagaríka. Fastur í umferð „Ég man nákvæmlega hvar ég var, ég var hjá Fjarðarkaup fastur í umferð og ég sé sjúkrabílana koma. Ég reyni eins og ég get að komast eitthvað, vissi ekkert hvað var í gangi og það er í rauninni ekki hægt að lýsa þessum degi,“ segir Daníel sem vissi þarna að um slys væri um að ræða. Að lokum komst hann upp á spítala þar sem yngri drengurinn hans barðist fyrir lifi sínu í viku. „Það kemur rosaleg tómarúmstilfinning og maður skilur í raun ekki hvað sé framundan. Lífið stoppar. Allt sem ég var að gera, ég var til dæmis í skóla, í vinnu og annað. Þetta bara var eitthvað sem skipti mig engu máli á þessum tíma. Ég var tilbúinn að kasta þessu öllu í burtu.“ Hann segir að það hafi verið mjög sérstakt að skipuleggja jarðarför sonar síns. „Við fengum auðvitað mikla hjálp frá okkar nánustu og þurftum í raun ekki að skipuleggja mikið, það var haldið vel í höndina á okkur þar. Svo að jarða, það er ákveðin lokun líka, að geta haldið áfram. Þarna missti ég algjörlega tilganginn og var smá tíma að finna hann,“ segir Daníel. Hér að neðan má sjá brot úr innslaginu frá því í gærkvöldi. Hægt er að sjá innslagið í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+ fyrir áskrifendur Stöðvar 2. Klippa: Missti fjögurra ára son sinn af slysförum
Ísland í dag Ástin og lífið Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Fleiri fréttir Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Sjá meira