Teflon að eilífu Indriði Ingi Stefánsson skrifar 17. október 2023 08:00 Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Áratugum saman nýtti Dupont fyrirtækið, efni í sínum vörum sem flokkast sem eilífðarefni [e. forever chemical]. Þessi efni virkuðu afar vel og gátu bæði tryggt að matur festist ekki við pönnur og að regnkápur væru afar vatnsþéttar. En þar sem að efnin brotna ekki niður í náttúrunni hefur því verið haldið fram að þessi efni séu að finna í hverjum einasta Bandaríkjamanni. Papparör með eilífðarefnum Þegar ég frétti af því að í viðleitni til að gera papparör betri væri nú að finna í þeim þessi svokölluðu eilífðarefni, tók ég þá ákvörðun að kanna hvort við séum ekki að passa þetta hér og sendi því fyrirspurn hvað þau varðaði til Umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, nafn ráðuneytisins er raunar merki um hversu langt núverandi ríkisstjórn er til í að seilast til að þess að tryggja að ákveðið fólk séu ráðherrar, Það þurfti jú að skera upp alls konar ráðuneyti og bæta við einu til að gera 12 ráðherra hóp sáttann. Rándýrar ráðherrahrókeringar Þessar hrókeringar kosta okkur 500 milljónir á ári, 500 milljónir sem væntanlega væru betur nýttar í önnur verkefni og fólkið sem stýrir þessum mikilvægustu stofnunum íslenskrar stjórnsýslu var valið af svo mikilli kostgæfni að fæst þeirra vissu hvaða ráðuneyti það fengi fyrr en daginn fyrir blaðamannafund og jú þetta er fólkið sem sakar útlendinga um að kosta of mikið. Klúður á klúður ofan En teflonið er að finna víða og einn ráðherra hefur í gegnum tíðina getað vikið sér undan hvers konar afleiðingum og jafnvel nánast gagnrýnislaust haldið áfram eftir hvert hneykslið á eftir öðru. Einhverjum þótti mögulega verið fara að sjá á tefloninu í síðustu viku þegar umræddur ráðherra sagði af sér embætti. En fólkið sem var farið að hafa áhyggjur af því hvað yrði nú um Bjarna þurfti ekki að hafa áhyggjur lengi. Þau mál leystust á laugardaginn þegar Bjarni varð utanríkisráðherra. Stólaskiptin voru gagngert gerð til þess að tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn fái að halda áfram að sjá um einmitt þau verkefni sem Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi meðferð á og var ástæða uppsagnar Bjarna. Margur heldur mig sig Samflokksfólk Bjarna hefur síðan ekki meiri sómakennd en svo að það sakar okkur í stjórnarandstöðunni um aumingjaskap og að setja á svið leikrit um málið. Fólkinu sem finnst það vera að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherra sakar önnur um aumingjaskap. Fólkið sem sakar aðra um að setja á svið leikrit færir ráðherra milli stóla og kemur sér þannig undan því að taka nokkra afstöðu til þess sem í áliti Umboðsmanns Alþingis stendur. Já, margur heldur mig sig. Það er því alveg ljóst að ef kjósendur halda áfram að sætta sig við þessi leikrit og aumingjaskap allrar ríkisstjórnarinnar, því Vinstri Græn og Framsókn deila ábyrgðinni á endanum, þá munum við bara fá meira af því sama og eilífðarefnið Sjálfstæðisflokkinn verður að finna hvar sem litið er í íslenskri stjórnsýslu, því öfugt við upprunalega teflonið sem gætti þess að hlutir festust ekki saman tryggir þetta teflon að Sjálfstæðisflokkurinn festist við allt sem hann snertir, flokkur sem hefur löngu sýnt að hann getur ekki starfað af heilindum fyrir okkur kjósendur. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun