Friðrik Þór hættur að drekka Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 11:11 Friðrik Þór segist eiga mikinn bjór í ísskápnum og nú njóti sá sem þrífur hjá honum góðs af því, Einar Kárason. vísir/vilhelm Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann væri hættur að drekka áfengi og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
„Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira