Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt með rentu á Norðurlandi Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. október 2023 22:22 Lögeglan á Norðurlandi eystra hafði í nógu að snúast í kvöld. Vísir/Vilhelm Það var óvenjumikið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld. Hún þurfti að eiga við eldsvoða í Eyjafjarðasveit, fjögur umferðarslys og slagsmál á Glerártorgi. Föstudagurinn þrettándi bar nafn sitt því með rentu á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni. Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá verkefnum kvöldsins í færslu á Facebook. Þar segir að um hálf sex síðdegis hafi verið tilkynnt um eldsvoða í útihúsi á bæ í Eyjafjarðarsveit og ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang og þá hafi komið í ljós að eldur hafði kviknað í heyi fyrir utan útihús. „Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði,“ segir í færslunni. Tveir árekstrar í Hörgárdal Í færslunni segir að á meðan lögreglumenn voru að störfum við brunann í Eyjafirði voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð. Þeir hafi þá ekið fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. „Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. sjö aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru fjórir slasaðir, tveir fullorðnir og tvö börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg,“ segir í færslunni. Vísir fjallaði um áreksturinn fyrr í kvöld. Eftir fréttaflutninginn hafði ökumaðurinn sem keyrt var aftan á samband til að greina frá því að börnin tvö hefðu ekki slasast og að þau sjö sem voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri væru ekki alvarlega slösuð. Í færslu lögreglunnar segir einnig: „Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.“ Klesstur ljósastaur, slagsmál og ósammála ökumenn Skömmu síðar, eða um 18:45, var lögreglunni tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu til móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að tala kóng né prest. Í færslu lögreglu segir að ökumannsins sé nú leitað og er hann hvattur til að gefa sig fram. Einnig þiggur lögreglan upplýsingar sem fólk kynni að hafa um málið. Glerártorg er stærsta verslunarmiðstöð Akureyrar og Norðurlands.Vísir/Vilhelm Klukkan sjö barst lögreglunni tilkynning um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. „Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu,“ segir í færslunni. „Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur þriggja bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram,“ segir að lokum í færslunni.
Akureyri Lögreglumál Hörgársveit Eyjafjarðarsveit Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira