Keppni stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ haldin í þúsundasta sinn Magnús Jochum Pálsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. október 2023 21:38 Davíð Þór Jónsson, skemmtikraftur og prestur, og Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður, voru tveir af upphafsmönnum Drekktu betur. Stöð 2 Spurningakeppnin Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið í kvöld. Keppnin sem var stofnuð til að réttlæta „heiðarlega dagdrykkju“ hefur verið haldin nánast vikulega í tæp tuttugu ár. Þúsundustu sigurvegararnir voru tengdafeðgarnir Árni og Magnús. Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg. Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 var í beinni frá Ölstofu Kormáks og Skjaldar þegar Drekktu betur fór fram í þúsundasta skiptið. Hún ræddi við tvo af upphafsmönnum Drekktu betur, Frey Eyjólfsson og Davíð Þór Jónsson. Er þetta ekki smá súrrealískt að standa hér? „Þetta hófst fyrir einhverjum tuttugu árum síðan og þá var þetta bara lítill klúbbur á alræmdri búllu sem hét Grand Rock sem var að finna sér dægrastyttingu og réttlæta heiðarlega dagdrykkju. Svo héldum við þetta aftur viku seinna. Svo allt í einu, man ég, í þriðja skiptið þá mætti svona fjöldi og þá varð þetta alvarlegt,“ sagði Freyr Eyólfsson. „Upp frá því varð eiginlega ekki aftur snúið, það var bara gerð krafa um það, stammkúnnar gerðu kröfu um það að á hverjum föstudegi væri Drekktu betur-keppni og það var eiginlega ekki hjá því komist að standa við það. Freyr byrjaði, svo tók ég við og svo tók hann Kristján við af mér, blessuð sé minning Kristjáns, og af einhverjum ástæðum þá fékk þetta konsept ekki að deyja þó við báðir gæfumst upp á því,“ bætti Davíð Þór við. „En við drukkum ekkert betur“ Upphafsmennirnir segja galdurinn felast í sjálfum leiknum. Nafnið hafi líka hjálpað til þó að þeir tveir hafi fljótlega hætt að drekka eftir stofnun kepnninnar. Hver er galdurinn? „Spurningaleikir eru náttúrulega alltaf skemmtilegir. Þetta er löng bresk hefð, svona Quiz and Bingo on Tuesday, og við tókum þetta til Íslands og staðfærðum þetta. Þetta er gaman, að koma saman og spyrja spurninga. Svo fengum við þetta nafn, Drekktu betur. „En við drukkum ekkert betur af því við hættum svo að drekka mjög fljótlega í kjölfarið,“ bætti Freyr við áður en hann, Davíð Þór og fréttamaður skáluðu við gesti Ölstofunnar. Sigurvegararnir í þúsundustu útgáfu Drekktu betur voru Magnús Valur Pálsson, listkennari og grafískur hönnuður, og tengdasonur hans, blaðamaðurinn Árni Sæberg.
Grín og gaman Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira