Reyna að umkringja úkraínska hermenn Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2023 22:00 Úkraínskir hermenn að störfum í austurhluta Úkraínu. Getty/Roman Chop Rússneskar hersveitir hafa á undanförnum dögum gert umfangsmiklar árásir við bæinn Avdívka í austurhluta Úkraínu. Markmið þeirra virðist hafa verið að skera á birgðalínur úkraínskra hermanna í borginni en áhlaupið hefur skilað takmörkuðum árangri hingað til. Herforingjaráð Úkraínu segir hermenn hafa varist tugum áhlaupa Rússa og hefur þessum árásum verið lýstum sem þeim umfangsmestu á þessu svæði, frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur samkvæmt frétt BBC verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Samhliða þessari sókn hafa Rússar gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á Avdívka en BBC segir um 1.600 manns enn búa í bænum. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Forsvarsmenn rússneska hersins segja hermenn sína hafa sótt fram og tekið einhverjar skotgrafir Úkraínumanna. Hér að neðan má sjá grófa mynd af stöðunni við Avdívka eins og hún var í gærkvöldi, samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Russian forces launched localized attacks towards Avdiivka after intensive artillery preparation in the early hours of Oct. 10, and geolocated footage from Oct 10 & Oct 11 confirms Russia advanced SW of Avdiivka near Sieverne & NW of Avdiivka near Stepove and Krasnohorivka. pic.twitter.com/yfB6KXYvEU— ISW (@TheStudyofWar) October 12, 2023 Í samtali við blaðamann Washington Post segir Vadym Sukharevskyi, yfirmaður í úkraínska hernum, að Rússar hafi sent allt að þrjú stórfylki (e. Brigade) af ferskum hermönnum til að taka þátt í þessari sókn. Hann segir Rússa hafa sótt fram í fylkingum skrið- og bryndreka með stuðningi fótgönguliðs, stórskotaliðs og loftárása. Þá noti Rússar dróna mikið til árása. Árásir Rússa hafa verið fangaðar á myndbönd með drónum en bæði Rússar og Úkraínumenn nota dróna meðal annars til að vakta víglínur og til að stýra stórskotaliðsárásum. Miðað við myndefnið hafa Rússar misst töluvert af hergögnum við Avdívka. #Ukraine: Footage showing a recent Russian attack on Pervomaiske during the ongoing offensive on Avdiivka, #Donetsk Oblast- at least two Russian BMP infantry fighting vehicles and two tanks, including a T-80BVM obr. 2022, were damaged by anti-tank fire and mines. pic.twitter.com/744BxIDiXV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 12, 2023 More footage from the Avdiivka front, including from 2 days ago. The first from Ukraine s 129th Territorial Defense Brigade shows the aftermath of the same T-80BVM tank loss from earlier in my thread. 13/https://t.co/w6lvx0ZW6rhttps://t.co/zo76ubt00Whttps://t.co/Hy3cbVdwWj pic.twitter.com/ZEvyoKKxRs— Rob Lee (@RALee85) October 12, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Herforingjaráð Úkraínu segir hermenn hafa varist tugum áhlaupa Rússa og hefur þessum árásum verið lýstum sem þeim umfangsmestu á þessu svæði, frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra. Avdívka er í jaðri Dónetsk-borgar og hefur samkvæmt frétt BBC verið lýst sem hliðinu að Dónetsk, sem er höfuðborg samnefnds héraðs og hefur verið í höndum Rússa frá 2014, þegar Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur því verið í fremstu víglínu frá 2014 og er mjög víggirtur. Þess vegna eru Rússar að reyna að umkringja bæinn og þvinga úkraínska hermenn þar til að gefast upp. Samhliða þessari sókn hafa Rússar gert umfangsmiklar loft- og stórskotaliðsárásir á Avdívka en BBC segir um 1.600 manns enn búa í bænum. Rússar hafa beint sjónum sínum að tveimur þorpum vestan og norðvestan við Avdívka. Forsvarsmenn rússneska hersins segja hermenn sína hafa sótt fram og tekið einhverjar skotgrafir Úkraínumanna. Hér að neðan má sjá grófa mynd af stöðunni við Avdívka eins og hún var í gærkvöldi, samkvæmt bandarísku hugveitunni Institute for the study of war. 2/ Russian forces launched localized attacks towards Avdiivka after intensive artillery preparation in the early hours of Oct. 10, and geolocated footage from Oct 10 & Oct 11 confirms Russia advanced SW of Avdiivka near Sieverne & NW of Avdiivka near Stepove and Krasnohorivka. pic.twitter.com/yfB6KXYvEU— ISW (@TheStudyofWar) October 12, 2023 Í samtali við blaðamann Washington Post segir Vadym Sukharevskyi, yfirmaður í úkraínska hernum, að Rússar hafi sent allt að þrjú stórfylki (e. Brigade) af ferskum hermönnum til að taka þátt í þessari sókn. Hann segir Rússa hafa sótt fram í fylkingum skrið- og bryndreka með stuðningi fótgönguliðs, stórskotaliðs og loftárása. Þá noti Rússar dróna mikið til árása. Árásir Rússa hafa verið fangaðar á myndbönd með drónum en bæði Rússar og Úkraínumenn nota dróna meðal annars til að vakta víglínur og til að stýra stórskotaliðsárásum. Miðað við myndefnið hafa Rússar misst töluvert af hergögnum við Avdívka. #Ukraine: Footage showing a recent Russian attack on Pervomaiske during the ongoing offensive on Avdiivka, #Donetsk Oblast- at least two Russian BMP infantry fighting vehicles and two tanks, including a T-80BVM obr. 2022, were damaged by anti-tank fire and mines. pic.twitter.com/744BxIDiXV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) October 12, 2023 More footage from the Avdiivka front, including from 2 days ago. The first from Ukraine s 129th Territorial Defense Brigade shows the aftermath of the same T-80BVM tank loss from earlier in my thread. 13/https://t.co/w6lvx0ZW6rhttps://t.co/zo76ubt00Whttps://t.co/Hy3cbVdwWj pic.twitter.com/ZEvyoKKxRs— Rob Lee (@RALee85) October 12, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02 Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Rússar útilokaðir úr Ólympíuhreyfingunni Alþjóðaólympíunefndin, IOC, hefur leyst upp starfsemi Ólympíunefndar Rússa og útilokað úr hreyfingunni. Tilkynnt var um þessa ákvörðun eftir fund framkvæmdaráðs nefndarinnar í dag. 12. október 2023 15:02
Þvinga fanga til að flytja skotfæri gegnum jarðsprengjusvæði Rannsakendur Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna segjast hafa staðfest að sex úkraínskir stríðsfangar hafi verið teknir af lífi af föngurum sínum. Stofnunin hefur einnig staðfest tvær grimmilegar aftökur úkraínskra manna sem tekin voru upp á myndbönd sem birt voru á netinu. 7. október 2023 09:00