Foreldrar verði að vera góð fyrirmynd þegar kemur að símanotkun Bjarki Sigurðsson skrifar 12. október 2023 19:00 Rithöfundur segir neyðarástand ríkja vegna stöðu ungmenna í ýmsum málum. Taka þurfi á málinu undir eins. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir foreldra verða að taka spjallið og vera góðar fyrirmyndir. Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Í morgun mætti rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson í Bítið á Bylgjunni og ræddi vandamál sem honum þykir íslensk börn og ungmenni glíma við. Hann sagði að neyðarástand ríkti í landinu þar sem líðan ungmenna, námsárangur þeirra og málskilningur væri í lágmarki. „Þetta kallar á neyðarfund. Við erum að tala um að helmingur nemenda í unglingadeildum telur geðheilsu sína ekki góða. Ég spurði krakka í gær. Ég birti glæru, nákvæmlega þessa glæru. „43 prósent ykkar, næstum helmingur, segist ekki líða vel. Hvert er svarið?“ Samfélagsmiðlar,“ sagði Þorgrímur. Notkun foreldra einnig vandamál Og þá er það ekki einungis síma- og samfélagsmiðlanotkun barna sem skiptir þarna sköpum. Einnig eru margir foreldrar of mikið í símanum. Þegar Þorgrímur ræddi um það brast hann í grát. „Ég held að langflestir foreldrar viti að þeir eru ekki að standa sig nógu vel og þeir eru ekki að horfast í augu við þetta. Ég er bara nógu gamall til að tala um þetta. Ég hef engu að tapa ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fæ bara tár í augun í alvöru talað,“ segir Þorgrímur. Þurfa að vera fyrirmyndir Arnar Ævarsson, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir símavandamálið tvímælalaust vera eitthvað sem þurfi að taka á og ræða. Þarna sé það á ábyrgð foreldra að taka samtalið með börnum sínum. „Foreldrar þurfa alltaf að vera fyrirmynd fyrir sín börn, sama hvort það er með síma eða í öðrum háttum. Samskiptum og framkomu. Foreldrar þurfa að huga að því að ef þau eru mikið í símanum eru þau að gefa þau skilaboð til sinna barna að það sé eðlilegt. Þegar fólk er að hafa samskipti og þú tekur upp síma eru það mjög sérstök skilaboð til barnsins,“ segir Arnar. Hann segir að það þurfi að fara eftir þeim reglum sem settar eru um samfélagsmiðla. „Foreldrar eiga að sinna því og vera meðvitaðir um það. Að fræða um þær reglur og viðmið sem eru í gangi. Líka leiðir hvernig þau eiga að innleiða það hjá börnunum. Ræða hvernig og af hverju það er verið að setja reglur og hvers vegna það eru viðmið um aldursnotkun,“ segir Arnar. Hægt að leita hjálpar Hann bendir á að það sé krefjandi að vera foreldri. „Foreldrar eru stundum með sektarkennd því þau geta ekki sinnt barninu með viðunandi hætti eins og þau myndu vilja. Það getur skapað þá vanlíðan með þeim hætti,“ segir Arnar. Hægt er að hafa samband við Heimili og skóla, félagsmiðstöðvar, skólana eða til annarra sérfræðinga ef foreldrar eru ráðþrota. „Ef barnið er of mikið í símanum, það er að hafa neikvæð áhrif á líðan. Þá þurfa þau að beita réttum aðferðum í því, styðja þau í því og benda þeim á hvað það þýðir að vera mikið í símanum,“ segir Arnar.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira