Líknarmeðferð - ekki bara fyrir deyjandi Freyja Dís Karlsdóttir og Ólöf Ásdís Ólafsdóttir skrifa 11. október 2023 09:01 Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar