Sveik fjármuni út úr IKEA með því að skipta út strikamerkinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2023 07:00 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem IKEA verður fyrir barðinu á strikamerkjasvindli. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað og fjársvik gagnvart húsgagnavöruversluninni IKEA. Tjón verslunarinnar hljóðaði upp á rúmlega 62 þúsund krónur. Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna. Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Dómurinn féll fyrr í þessum mánuði, en konan var ákærð í lok ágúst. Ákæran á hendur henni var í átta liðum. Fyrstu sjö liðirnir sneru allir að þjófnaði konunnar á munum úr verslun IKEA. Meðal þess sem konunni var gefið að sök að hafa stolið voru sængurverasett, borðbúnaður og veggljós. Í áttunda ákærulið voru konunni gefin að sök, auk þjófnaðar, fjársvik með því að hafa blekkt starfsmann á afgreiðslukassa. Hún hafi svikið út Underlig svampdýnu að verðmæti 7.600 króna með því að koma fyrir strikamerki af Lindöja sólhlífartjaldi að verðmæti 2.500 króna. Þannig hafi hún svikið 5.100 krónur út úr versluninni. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins. Því hafi málið verið dómtekið án frekari sönnunarfærslu, eftir að sækjandi og ákærða höfðu tjáð sig um lagaatriði málsins og ákvörðun refsingar. Konan krafðist vægustu refsingar. Við ákvörðun refsingar konunnar var litið til þess að hún hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, ungs aldurs hennar, skýlausrar játningar hennar hjá lögreglu og fyrir dómi, auk þess að hún hafi sýnt mikla iðrun á þinfestingardegi. „Á hinn bóginn verður ekki framhjá því horft að ákærða er nú sakfelld fyrir [átta] þjófnaðarbrot og [eitt] fjársvikabrot sem öll voru framin á tímabilinu 5. mars - 3. apríl 2022,“ segir í dómnum. Tjón verslunarinnar vegna brotanna nam 62.045 krónum. Að öllu þessu virtu var refsing konunnar ákveðin 60 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki fyrsta strikamerkismálið í IKEA Athæfi konunnar í áttunda ákæruliðnum, að skipta strikamerki vöru út fyrir strikamerki ódýrari vöru, minnir að einhverju leyti á verknaðaraðferð þeirra sem sakfelld voru í IKEA-málunum svokölluðu, fyrir tæpum áratug. Þar hafði fólkið keypt vörur, skipt strikamerkjum þeirra út fyrir strikamerki af dýrari vörum, og skilað vörunum. Þannig fékk fólkið endurgreitt meira en því bar, og hafði þannig fé af IKEA með sviksamlegum hætti. Fjármunirnir sem voru undir í þeim málum voru þó talsvert meiri, en í frétt Stöðvar 2 um málin árið 2014 sagði Þórarinn Ævarsson, þáverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að tjón verslunarinnar væri nálægt tíu milljónum króna.
Dómsmál Garðabær IKEA Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira