Verstappen á ráspól en titillinn gæti verið í höfn áður en lagt verður af stað Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2023 11:30 Max Verstappen er hársbreidd frá því að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil. Mark Thompson/Getty Images Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í katarska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Það gæti þó verið að Hollendingurinn verði búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn áður en ökumenn leggja af stað. Verstappen tryggði sér ráspól í tímatökunum í gær með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 1:23,778, tæplega hálfri sekúndu hraðari en George Russell á Marcedes sem kom í mark á næst besta tímanum. Verstappen mun því ræsa fremstur í katarska kappakstrinum á morgun, Russell annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Liðsfélagi Verstappens á Red Bull, Sergio Perez, komst hins vegar ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir því þrettándi. Heimsmeistarinn Verstappen er með gríðarlega yfirburði í heimsmeistarakeppni ökumanna og er hann með 177 stiga forskot á liðsfélaga sinn fyrir kappakstur helgarinnar. Perez er sá eini sem á enn tölfræðilegan möguleika á að ná Verstappen, en Hollendingurinn þarf aðeins þrjú stig í viðbót til að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. Title #3 now loading...⏳@Max33Verstappen just needs to out-score his team mate by three points across the Qatar weekend to be crowned champion for the third time 👑👑👑#QatarGP #F1Sprint pic.twitter.com/SfzsLsRZgc— Formula 1 (@F1) October 2, 2023 Það þýðir að Verstappen getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn strax í dag, þrátt fyrir að keppnin sjálf sé ekki fyrr en á morgun. Það er vegna þess að í dag fer fram sprettkeppni þar sem hægt er að næla sér í allt að átta stig. Takist Verstappen að næla sér í þremur stigum meira en Perez í sprettkeppninni í dag er Hollendingurinn því heimsmeistari þriðja árið í röð og verður um leið sá fyrsti í sögunni til að tryggja sér heimsmeistaratitil í sprettkeppni. Akstursíþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Verstappen tryggði sér ráspól í tímatökunum í gær með nokkrum yfirburðum. Hann kom í mark á 1:23,778, tæplega hálfri sekúndu hraðari en George Russell á Marcedes sem kom í mark á næst besta tímanum. Verstappen mun því ræsa fremstur í katarska kappakstrinum á morgun, Russell annar og Lewis Hamilton á Mercedes þriðji. Liðsfélagi Verstappens á Red Bull, Sergio Perez, komst hins vegar ekki í gegnum annan hluta tímatökunnar og ræsir því þrettándi. Heimsmeistarinn Verstappen er með gríðarlega yfirburði í heimsmeistarakeppni ökumanna og er hann með 177 stiga forskot á liðsfélaga sinn fyrir kappakstur helgarinnar. Perez er sá eini sem á enn tölfræðilegan möguleika á að ná Verstappen, en Hollendingurinn þarf aðeins þrjú stig í viðbót til að tryggja sér sinn þriðja heimsmeistaratitil í röð. Title #3 now loading...⏳@Max33Verstappen just needs to out-score his team mate by three points across the Qatar weekend to be crowned champion for the third time 👑👑👑#QatarGP #F1Sprint pic.twitter.com/SfzsLsRZgc— Formula 1 (@F1) October 2, 2023 Það þýðir að Verstappen getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn strax í dag, þrátt fyrir að keppnin sjálf sé ekki fyrr en á morgun. Það er vegna þess að í dag fer fram sprettkeppni þar sem hægt er að næla sér í allt að átta stig. Takist Verstappen að næla sér í þremur stigum meira en Perez í sprettkeppninni í dag er Hollendingurinn því heimsmeistari þriðja árið í röð og verður um leið sá fyrsti í sögunni til að tryggja sér heimsmeistaratitil í sprettkeppni.
Akstursíþróttir Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira