Fresta gjaldskyldu við Landspítala skömmu eftir að hún var kynnt Jón Þór Stefánsson skrifar 6. október 2023 14:09 Gjaldskyldan hefði náð yfir um 1280 stæði, sem eru ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. Rúmlega tvöhundruð starfsmenn höfðu mótmælt ákvörðuninni. Vísir/Vilhelm Fyrirhugaðri gjaldtöku við húsnæði Landspítalans á Hringbraut og við Landakot hefur verið frestað. Gjaldtakan átti að hefjast 1. nóvember næstkomandi. Starfsmönnum spítalans var tilkynnt þetta í dag, en hafði skömmu áður verið greint frá gjaldtökunni. Rúmlega tvöhundruð manns hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku í undirskriftasöfnun á netinu. Þar hafa ýmsir starfsmenn spítalans skrifað athugasemdir þar sem þeir útskýra hvernig gjaldtaka myndi henta sér illa. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir ljóst að umræddar breytingar hafi þarfnast frekari kynningar og meiri umræðu innan Landspítalans. „Forstjóri hefur því ákveðið að fresta gildistöku að sinni og fara betur yfir málið, meðal annars á starfsmannafundi þar sem farið verður yfir þau sjónarmið sem mestu máli skipta.“ Bílastæðin sem um ræðir eru 1280 talsins, en þau eiga einungis að vera ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. „Við starfsfólk Landspítala Hringbrautar mótmælum harðlega að þurfa að borga fyrir bílastæði við vinnustað okkar. Ekki er sanngjarnt að mismuna ríkisstarfsmönnum og hvað þá að leggja álögurnar eingöngu á ákveðin hóp Landspítalastarsmanna.“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar. „Samgöngur í Reykjavík bjóða ekki uppá að mæta á réttum tíma í vinnuna (kl.07). Starfsmenn búa í mismunandi sveitafélögum sem ekki bjóða uppá almenningssamgöngur.“ Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem stjórnendur spítalans fengu sendan fyrr í þessari viku þar sem áformin voru kynnt. Þar sagði að gjaldskylda hefði verið tekin upp fyrir bílastæði umhverfis bílastæði Landspítalans. Þar af leiðandi segir að spítalinn þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin sín. „Breytingin er í takti við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur að markmiði að draga úr bílaumferð, minnka kolefnisspor og hvetja til grænni samgöngumáta.“ segir í tölvupóstinum. Þá er greint frá samkomulagi sem hafi verið gert við fyrirtækið Green Parking, sem muni sjá til þess að starfsmenn geti fengið aðgang að bílastæðunum sem um ræðir fyrir þúsund krónur á mánuði, með því að skrá bílana sína. Landspítalinn Samgöngur Bílastæði Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Rúmlega tvöhundruð manns hafa mótmælt fyrirhugaðri gjaldtöku í undirskriftasöfnun á netinu. Þar hafa ýmsir starfsmenn spítalans skrifað athugasemdir þar sem þeir útskýra hvernig gjaldtaka myndi henta sér illa. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, segir ljóst að umræddar breytingar hafi þarfnast frekari kynningar og meiri umræðu innan Landspítalans. „Forstjóri hefur því ákveðið að fresta gildistöku að sinni og fara betur yfir málið, meðal annars á starfsmannafundi þar sem farið verður yfir þau sjónarmið sem mestu máli skipta.“ Bílastæðin sem um ræðir eru 1280 talsins, en þau eiga einungis að vera ætluð starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum. „Við starfsfólk Landspítala Hringbrautar mótmælum harðlega að þurfa að borga fyrir bílastæði við vinnustað okkar. Ekki er sanngjarnt að mismuna ríkisstarfsmönnum og hvað þá að leggja álögurnar eingöngu á ákveðin hóp Landspítalastarsmanna.“ segir á síðu undirskriftasöfnunarinnar. „Samgöngur í Reykjavík bjóða ekki uppá að mæta á réttum tíma í vinnuna (kl.07). Starfsmenn búa í mismunandi sveitafélögum sem ekki bjóða uppá almenningssamgöngur.“ Fréttastofa hefur undir höndum tölvupóst sem stjórnendur spítalans fengu sendan fyrr í þessari viku þar sem áformin voru kynnt. Þar sagði að gjaldskylda hefði verið tekin upp fyrir bílastæði umhverfis bílastæði Landspítalans. Þar af leiðandi segir að spítalinn þurfi að grípa til aðgerða til að sporna við mikilli ásókn í bílastæðin sín. „Breytingin er í takti við umhverfis- og loftslagsstefnu Landspítala sem hefur að markmiði að draga úr bílaumferð, minnka kolefnisspor og hvetja til grænni samgöngumáta.“ segir í tölvupóstinum. Þá er greint frá samkomulagi sem hafi verið gert við fyrirtækið Green Parking, sem muni sjá til þess að starfsmenn geti fengið aðgang að bílastæðunum sem um ræðir fyrir þúsund krónur á mánuði, með því að skrá bílana sína.
Landspítalinn Samgöngur Bílastæði Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira