Ný tegund netsvika beinist að heimabanka Íslendinga Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2023 09:42 Lögreglan biðlar til fólks um að temja sér tortryggni gagnvart hverskyns skilaboðum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við nýju formi netsvika, svokölluðum smishing árásum. Þar er markmiðið að yfirtaka heimabanka með alvarlegum afleiðingum, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar. Fólk fái skilaboð sem líti út fyrir að vera frá þeirra viðskiptabanka. Í tilkynningunni kemur fram að smishing sé form vefveiða þar sem glæpamenn senda út svikul skilaboð í formi SMS skilaboða. Segir að þetta hafi verið algengt form netárása hér á Íslandi. Oftast sé um að ræða lygar um að pakki sé kominn til móttakanda og tengill á síðu látinn fylgja með þar sem þarf að skrá kortaupplýsingar til að greiða „smá“ gjald. Um sé að ræða algengasta form netsvindls á Íslandi. Skilaboðin séu oftast í nafni þekktra fyrirtækja sem svindlararnir misnota. Geta opnað kreditkort og jafnvel stofnað til skulda Lögregla segir að nú fái fólk skilaboð sem fullyrt er að séu frá bankanum þeirra. Þolendur séu beðnir um að opna tengil og síðan staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum. „Þetta er gert til að komast inn á heimabanka viðkomandi og í raun yfirtaka hann. Það er greinilegt að þessir glæpamenn hafa góða þekkingu á virkni heimabanka og hvernig hægt er að millifæra fé og jafnvel stofna ný greiðslukort og virkja þau stafrænt á símum glæpamannanna.“ Skýringarmynd lögreglunnar af svindlinu. Fólk temji sér tortryggni Lögregla segir að þegar glæpamenn hafi náð stjórn á heimabankanum þá geti þeir gert ansi mikinn usla. Þeir geti stolið umtalsverðum upphæðum og jafnvel stofnað til skulda. Lögregla segir að fólk sem ekki tali íslensku að móðurmáli virðist vera viðkvæmara fyrir þessari tegund svindls. Nú sé verið að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli. „En vandinn er að hluta til sá að brotaþolar eru sviknir til að staðfesta aðgerðir með rafrænni auðkenningu og hleypa þannig glæpamönnunum inn á heimabankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf.“ Lögregla beinir því til fólks að skoða gaumgæfilega öll skilaboð sem miða að bankaviðskiptum og greiðslum og temja sér tortryggni gagnvart þeim. Fólk skuli ekki treysta vörumerkjum fyrirtækja því þau sé mjög auðvelt að falsa í svikaskilaboðum. Lögreglumál Netglæpir Íslenskir bankar Fjarskipti Netöryggi Tækni Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Í tilkynningunni kemur fram að smishing sé form vefveiða þar sem glæpamenn senda út svikul skilaboð í formi SMS skilaboða. Segir að þetta hafi verið algengt form netárása hér á Íslandi. Oftast sé um að ræða lygar um að pakki sé kominn til móttakanda og tengill á síðu látinn fylgja með þar sem þarf að skrá kortaupplýsingar til að greiða „smá“ gjald. Um sé að ræða algengasta form netsvindls á Íslandi. Skilaboðin séu oftast í nafni þekktra fyrirtækja sem svindlararnir misnota. Geta opnað kreditkort og jafnvel stofnað til skulda Lögregla segir að nú fái fólk skilaboð sem fullyrt er að séu frá bankanum þeirra. Þolendur séu beðnir um að opna tengil og síðan staðfesta skráningu með rafrænum skilríkjum. „Þetta er gert til að komast inn á heimabanka viðkomandi og í raun yfirtaka hann. Það er greinilegt að þessir glæpamenn hafa góða þekkingu á virkni heimabanka og hvernig hægt er að millifæra fé og jafnvel stofna ný greiðslukort og virkja þau stafrænt á símum glæpamannanna.“ Skýringarmynd lögreglunnar af svindlinu. Fólk temji sér tortryggni Lögregla segir að þegar glæpamenn hafi náð stjórn á heimabankanum þá geti þeir gert ansi mikinn usla. Þeir geti stolið umtalsverðum upphæðum og jafnvel stofnað til skulda. Lögregla segir að fólk sem ekki tali íslensku að móðurmáli virðist vera viðkvæmara fyrir þessari tegund svindls. Nú sé verið að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli. „En vandinn er að hluta til sá að brotaþolar eru sviknir til að staðfesta aðgerðir með rafrænni auðkenningu og hleypa þannig glæpamönnunum inn á heimabankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf.“ Lögregla beinir því til fólks að skoða gaumgæfilega öll skilaboð sem miða að bankaviðskiptum og greiðslum og temja sér tortryggni gagnvart þeim. Fólk skuli ekki treysta vörumerkjum fyrirtækja því þau sé mjög auðvelt að falsa í svikaskilaboðum.
Lögreglumál Netglæpir Íslenskir bankar Fjarskipti Netöryggi Tækni Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira