Hlýtur friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu gegn kúgun kvenna í Íran Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2023 09:07 Hin íranska Narges Mohammadi afplánar nú dóm í fangelsi vegna baráttu sinnar gegn kúgun kvenna í Íran. Getty Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hún hlýtur verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra. Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að barátta hennar hafi kostað hana mikið persónulega. Írönsk yfirvöld hafa handtekið hana þrettán sinnum, hún hafi verið dæmd fimm sínnum og hafi hún alls verið dæmd í 31 árs fangelsi og að þola 154 svipuhögg. Hún situr nú í fangelsi. Narges Mohammadi hefur barist gegn klerkastjórninni í Íran um margra áratuga skeið. Hún hefur barist gegn dauðarefsingum í landinu og þeirri skyldu fyrir konur í landinu að bera hijab. Hún hefur neitað að láta af baráttu sinni þó að hún sitji nú á bak við lás og slá. Mohammadi hefur ekki hitt börn sín í heil átta ár, enda hefur hún þurft að dúsa í fangelsi síðustu ár og viðurkennir að fátt bendi til að henni verði sleppt á næstunni. Hin 51 árs Mohammadi var fyrst handtekinn vegna baráttu sinnar þegar hún var 22 ára gömul. Hún fæddist í Zanjan í norðvesturhluta landsins árið 1972 og stundaði nám í eðlisfræði áður en hún hlaut gráðu sem verkfræðingu. Síðar gerðist hún blaðamaður og vann þá á dagblöðum þar sem talað var fyrir umbótum í landinu. Að neðan má sjá blaðamannafund norsku Nóbelsnefndarinnar í morgun. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Osló í Noregi þann 10. desember næstkomandi. Er um að ræða einu verðlaunin sem afhent eru þar á meðan hin eru afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hlutu í sameiningu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar Nóbelsverðlaun Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08 Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Frá þessu greindi Berit Reiss-Andersen, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, á fréttamannafundi sem hófst klukkan níu. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að barátta hennar hafi kostað hana mikið persónulega. Írönsk yfirvöld hafa handtekið hana þrettán sinnum, hún hafi verið dæmd fimm sínnum og hafi hún alls verið dæmd í 31 árs fangelsi og að þola 154 svipuhögg. Hún situr nú í fangelsi. Narges Mohammadi hefur barist gegn klerkastjórninni í Íran um margra áratuga skeið. Hún hefur barist gegn dauðarefsingum í landinu og þeirri skyldu fyrir konur í landinu að bera hijab. Hún hefur neitað að láta af baráttu sinni þó að hún sitji nú á bak við lás og slá. Mohammadi hefur ekki hitt börn sín í heil átta ár, enda hefur hún þurft að dúsa í fangelsi síðustu ár og viðurkennir að fátt bendi til að henni verði sleppt á næstunni. Hin 51 árs Mohammadi var fyrst handtekinn vegna baráttu sinnar þegar hún var 22 ára gömul. Hún fæddist í Zanjan í norðvesturhluta landsins árið 1972 og stundaði nám í eðlisfræði áður en hún hlaut gráðu sem verkfræðingu. Síðar gerðist hún blaðamaður og vann þá á dagblöðum þar sem talað var fyrir umbótum í landinu. Að neðan má sjá blaðamannafund norsku Nóbelsnefndarinnar í morgun. Friðarverðlaun Nóbels verða formlega afhent í Osló í Noregi þann 10. desember næstkomandi. Er um að ræða einu verðlaunin sem afhent eru þar á meðan hin eru afhent í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hvítrússneski baráttumaðurinn Ales Bialiatski, rússnesku mannréttindasamtökin Memorial og úkraínsku mannréttindasamtökin Miðstöð um borgararéttindi hlutu í sameiningu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2023 Mánudagur 2. október: Lífefna- og læknisfræði Þriðjudagur 3. október: Eðlisfræði Miðvikudagur 4. október: Efnafræði Fimmtudagur 5. október: Bókmenntir Föstudagur 6. október: Friðarverðlaun Nóbels Mánudagur 9. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar
Nóbelsverðlaun Íran Mannréttindi Mótmælaalda í Íran Noregur Tengdar fréttir Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08 Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09 Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43 Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Norðmaðurinn Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Norska leikskáldið Jon Fosse hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. 5. október 2023 11:08
Deila Nóbelsverðlaunum fyrir rannsóknir á skammtapunktum Bandarísku efnafræðingarnir Moungi G Bawendi og Louis E Brus og rússneski eðlisfræðingurinn Alexei I Ekimov deila Nóbelsverðlaununum í efnafræði í ár. 4. október 2023 10:09
Fá Nóbelinn fyrir tilraunir sínar með ljós Fransk-bandaríski eðlisfræðingurinn Pierre Agostini, ungversk-bandarísku eðlisfræðingurinn Ferenc Krausz og sænsk-bandaríski eðlisfræðingurinn Anne L'Huillier hlutu í morgun Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir rannsóknir sínar með ljós sem fanga „hin skemmstu augnablik“. 3. október 2023 10:43
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir vísindin á bak við mRNA-bóluefni gegn Covid Ungversk-bandaríski lífefnafræðingurinn Katalin Karikó og bandaríski læknirinn Drew Weissman deila Nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði í ár. 2. október 2023 10:06
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent