Brestir að myndast í samstöðunni með Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 07:38 Viktor Orban og Charles Michel. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa safnast saman í Granada á Spáni þar sem til stendur að ræða meðal annars stækkun sambandins, flóttamannastrauminn og áframhaldandi stuðning við Úkraínu. Ljóst er að brestir eru að myndast í samstöðu svokallaðra bandamanna Úkraínu en vestanhafs talar hópur Repúblikana um að nóg sé komið af fjáraustri og þá hóf Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, daginn á því að birta myndskeið á Facebook þar sem hann gagnrýnir aukinn stuðning við Úkraínu. Orban beindi spjótum sínum að „möppudýrum“ Brussel og sagðist hvorki styðja áform Evrópusambandsins hvað varðaði Úkraínu né varðandi flóttafólk. Hann sagði að Ungverjaland myndi ekki styðja fyrirliggjandi tillögur um endurskoðun fjárhagsáætlunar sambandsins. Möguleg innganga Úkraínumanna í Evrópusambandið hefur verið mikið í umræðunni og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði fundinn í Granada meðal annars mikilvægan vegna þess að hann markaði upphaf viðræðna um langtímaáætlun sambandsins. Evrópusambandið þyrfti að vera undirbúið undir það að stækka en í drögum að yfirlýsingu leiðtoganna segir að á sama tíma verði þau ríki sem vonast til að ganga í sambandið að leggja aukinn kraft í þær úrbætur sem aðild krefst. Þar sé ekki síst horft til umbóta á dómskerfum ríkjanna. Hvað varðar málefni flóttafólks eru leiðtogarnir sagðir munu lýsa því yfir að það eigi ekki að vera undir smyglurum komið hverjir fá að koma inn á svæðið og hverjir ekki. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ungverjaland Flóttamenn Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira
Ljóst er að brestir eru að myndast í samstöðu svokallaðra bandamanna Úkraínu en vestanhafs talar hópur Repúblikana um að nóg sé komið af fjáraustri og þá hóf Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, daginn á því að birta myndskeið á Facebook þar sem hann gagnrýnir aukinn stuðning við Úkraínu. Orban beindi spjótum sínum að „möppudýrum“ Brussel og sagðist hvorki styðja áform Evrópusambandsins hvað varðaði Úkraínu né varðandi flóttafólk. Hann sagði að Ungverjaland myndi ekki styðja fyrirliggjandi tillögur um endurskoðun fjárhagsáætlunar sambandsins. Möguleg innganga Úkraínumanna í Evrópusambandið hefur verið mikið í umræðunni og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði fundinn í Granada meðal annars mikilvægan vegna þess að hann markaði upphaf viðræðna um langtímaáætlun sambandsins. Evrópusambandið þyrfti að vera undirbúið undir það að stækka en í drögum að yfirlýsingu leiðtoganna segir að á sama tíma verði þau ríki sem vonast til að ganga í sambandið að leggja aukinn kraft í þær úrbætur sem aðild krefst. Þar sé ekki síst horft til umbóta á dómskerfum ríkjanna. Hvað varðar málefni flóttafólks eru leiðtogarnir sagðir munu lýsa því yfir að það eigi ekki að vera undir smyglurum komið hverjir fá að koma inn á svæðið og hverjir ekki. Hér má finna ítarlega frétt Guardian um málið.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ungverjaland Flóttamenn Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Sjá meira