Segja 49 hafa fallið í árás á matvöruverslun Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2023 13:59 AP/Forseti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir 49 manns hafa fallið í árás Rússa á matvöruverslun og kaffihús í þorpinu Hroza í Karkívhéraði. Sex ára drengur er meðal hinna látnu en minnst sex aðrir særðust í árásinni. Um er að ræða einhverja mannskæðustu árás í Úkraínu á undanförnum mánuðum. AFP fréttaveitan segir að fólk hafi verið komið saman í húsinu fyrir minningarathöfn. Selenskí kallaði árásina vísvitandi hryðjuverkaárás og hvatti bakhjarla Úkraínumanna að hjálpa þeim að styrkja loftvarnir sínar, því stöðva þyrfti „rússnesk hryðjuverk“. Forsetinn er nú staddur á Spáni á fundi um fimmtíu leiðtoga Evrópu og segist hann ætla að ræða betri loftvarnir við bakhjarla sína. Selenskí heitir því að brugðist verði við þessum árásum. #Ukraine : footage from the site of the Russian strike in the village of Hroza in #Kharkiv region.Rescue workers look through the rubble of the destroyed grocery store for people. pic.twitter.com/1JPp9NoiKF— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 5, 2023 Frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á byggð ból í Úkraínu og fellt fjölmarga óbreytta borgara. Þessar árásir hafa verið gerðar með sprengikúlum, loftárásum, spjálfsprengidrónum og eld- og stýriflaugum, svo eitthvað sé nefnt. Flugher Úkraínu sagði í dag að Rússar hefðu gert árás með 29 sjálfsprengidrónum frá Íran á suðurhluta Úkraínu í morgun en að 24 þeirra hafi verið skotnir niður. Þá eru Rússar sagðir hafa gert loftárás á sjúkrahús í Beryslav í Kherson. Tveir heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir hafa særst í henni. The regional hospital in Beryslav was bombed earlier today. A video filmed from Nova Kakhovka showed the moment the bomb hit. The fact that the video was aimed at the hospital suggests that it was deliberate. pic.twitter.com/sNoQqw6lZQ— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 5, 2023 Árásum Úkraínumanna á Rússa hefur farið fjölgandi, þó fjöldi þeirra sé ekki sambærilegur árásum Rússa á Úkraínu. Í yfirlýsingu í dag sagði Selenskí að gífurlega mikilvægt væri að styrkja loftvarnir Úkraínumanna fyrir veturinn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, með því yfirlýst markmiði að frysta óbreytta borgara, þvinga þá á flótta og reyna að þvinga þá til uppgjafar. Úkraínumenn óttast að árásir þessar muni hefjast á nýjan leik með kaldari tíð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43 Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12 Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. 26. september 2023 11:17 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Um er að ræða einhverja mannskæðustu árás í Úkraínu á undanförnum mánuðum. AFP fréttaveitan segir að fólk hafi verið komið saman í húsinu fyrir minningarathöfn. Selenskí kallaði árásina vísvitandi hryðjuverkaárás og hvatti bakhjarla Úkraínumanna að hjálpa þeim að styrkja loftvarnir sínar, því stöðva þyrfti „rússnesk hryðjuverk“. Forsetinn er nú staddur á Spáni á fundi um fimmtíu leiðtoga Evrópu og segist hann ætla að ræða betri loftvarnir við bakhjarla sína. Selenskí heitir því að brugðist verði við þessum árásum. #Ukraine : footage from the site of the Russian strike in the village of Hroza in #Kharkiv region.Rescue workers look through the rubble of the destroyed grocery store for people. pic.twitter.com/1JPp9NoiKF— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) October 5, 2023 Frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar í fyrra hafa Rússar gert ítrekaðar árásir á byggð ból í Úkraínu og fellt fjölmarga óbreytta borgara. Þessar árásir hafa verið gerðar með sprengikúlum, loftárásum, spjálfsprengidrónum og eld- og stýriflaugum, svo eitthvað sé nefnt. Flugher Úkraínu sagði í dag að Rússar hefðu gert árás með 29 sjálfsprengidrónum frá Íran á suðurhluta Úkraínu í morgun en að 24 þeirra hafi verið skotnir niður. Þá eru Rússar sagðir hafa gert loftárás á sjúkrahús í Beryslav í Kherson. Tveir heilbrigðisstarfsmenn eru sagðir hafa særst í henni. The regional hospital in Beryslav was bombed earlier today. A video filmed from Nova Kakhovka showed the moment the bomb hit. The fact that the video was aimed at the hospital suggests that it was deliberate. pic.twitter.com/sNoQqw6lZQ— Kyle Glen (@KyleJGlen) October 5, 2023 Árásum Úkraínumanna á Rússa hefur farið fjölgandi, þó fjöldi þeirra sé ekki sambærilegur árásum Rússa á Úkraínu. Í yfirlýsingu í dag sagði Selenskí að gífurlega mikilvægt væri að styrkja loftvarnir Úkraínumanna fyrir veturinn. Síðasta vetur gerðu Rússar ítrekaðar árásir á orkuinnviði Úkraínu, með því yfirlýst markmiði að frysta óbreytta borgara, þvinga þá á flótta og reyna að þvinga þá til uppgjafar. Úkraínumenn óttast að árásir þessar muni hefjast á nýjan leik með kaldari tíð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43 Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12 Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. 26. september 2023 11:17 Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15
Pútín biður Wagner-foringja að taka yfir sjálfboðasveitir Rússa Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur fundað með Andrei Troshev, háttsettum foringja innan Wagner-málaliðahópsins. Stjórnvöld í Moskvu segja Troshev nú starfa fyrir varnarmálaráðuneytið. 29. september 2023 08:43
Þvinga fjölskyldur til að hlusta á nauðganir Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) segir sterkar vísbendingar fyrir því að rússneskir hermenn fremji stríðsglæpi í Úkraínu. Rússar hafa pyntað Úkraínumenn til dauða og þvingað fjölskyldur til að hlusta á þegar hermenn nauðguðu konum í næsta herbergi. 26. september 2023 13:12
Aðmírállinn virðist enn á lífi Viktor Sokolov, aðmíráll sem leiðir Svartahafslofta Rússlands, virðist ekki hafa fallið í árás Úkraínumanna á höfuðstöðvar flotans í Sevastopol á Krímskaga á föstudaginn, eins og úkraínski herinn hélt fram í gær. 26. september 2023 11:17
Umfangsmiklar árásir á báða bóga Úkraínumenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás á flugstöð Rússa á Krímskaga. Á sama tíma skutu Rússar fjölmörgum eld- og stýriflaugum sem ætlað var að valda skemmdum á orkuinnviðum Úkraínu. 21. september 2023 12:16