Stöð 2 Sport
Subway-deild karla hefst í dag og klukkan 19:00 fer Skiptiborðið í loftið en það er nýr dagskrárliður sem verður á dagskrá á fimmtudögum þegar leikið verður í Subway-deild karla. Þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama stað en Hörður Unnsteinsson ásamt sérfræðingum verður við stjórnvölinn.
Tilþrifin verða síðan í beinni klukkan 21:20 en þar verður farið yfir úrslitin og helstu atvikin í öllum leikjum kvöldsins.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 16:35 verður leikur Gent og Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu sýndur beint en liðin eru með Breiðablik í riðli í keppninni. Klukkan 18:50 færum við okkur svo yfir til Liverpool þar sem heimamenn taka á móti Union SG í Evrópudeildinni.
Stöð 2 Sport 3
Leikur Molde og Leverkusen í Evrópudeildinni verður sýndur beint klukkan 18:50.
Stöð 2 Sport 4
Útsending frá Aramco Team Series mótinu á LET-mótaröðinni hófst klukkan 5:00 og verður sýnt frá mótinu nú fram eftir morgni.
The Ascendant mótið á LPGA-mótaröðinni í golfi verður í beinni útsendingu frá klukkan 15:00. Klukkan 18:50 verður síðan bein útsending frá leik Roma og Servette í Evrópudeildinni.
Stöð 2 Sport 5
Upphitun fyrir leik Breiðabliks og Zorya Luhansk í Sambandsdeildinni hefst klukkan 16:15 en útsending frá leiknum sjálfum hefst tuttugu mínútum síðar. Leikurinn verður gerður upp strax að honum loknum.
Klukkan 19:10 færum við okkur síðan yfir til Njarðvíkur þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni í fyrstu umferð Subway-deildar karla.
Stöð 2 Esport
Upphitu fyrir dag tvö á BLAST Premier hefst á slaginu 12:40 og viðureign Cloud9 og Movistar Riders hefst klukkan 13:00. Seinni viðureign dagsins er viðureign G2 og OG en útsending hefst 16:00. Þriðja viðureignin er leikur Liquid og Forsaken og hefst útsending 18:00.
Rafíþróttirnar halda síðan áfram klukkan 19:15 þegar Ljósleiðaradeildin í GS:GO verður í beinni.
Vodafone Sport
Tveir leikir verða í beinni útsendingu á Vodafone Sport í dag. Fyrst er á dagkrá færeyska liðsins KÍ og liði Hákons Arnars Haraldssonar í Lille en leikurinn hefst 16:35. Klukkan 18:50 verður sýnt beint frá leik Aston Villa og Zrijski í Sambandsdeildinni.