Hermaður svipti sig lífi eftir stanslaust áreiti af hálfu yfirmanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2023 11:11 Beck var aðeins 16 ára gömul þegar hún gekk í herinn en fann sig þar og dafnaði þar til áreitnin hófst. Jaysley Beck, 19 ára breskur hermaður, er talin hafa svipt sig lífi eftir stöðug kynferðislegt áreiti yfirmanns innan hersins. Hún fannst látin á Larkhill-herstöðinni í Wiltshire í desember árið 2021. Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112. Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira
Samkvæmt skýrslu um málið hafði Beck sætt linnulausu áreiti af hálfu mannsins um langt skeið og segir að framganga hans hafi tvímælalaust átt þátt í því að Beck ákvað að enda líf sitt. Jafnvel þótt hann hefði látið af ofsóknunum um það bil viku áður en Beck fannst látin virðist sem áreitnin hafi haldið áfram að hafa áhrif á hana og haft viðvarandi áhrif á andlega heilsu hennar og velferð. Að sögn móður Beck, sem ræddi við BBC um dauða dóttur sinnar, stóð áreitnin yfir í marga mánuði. Yfirmaðurinn vildi eiga í ástarsambandi við Beck en hún átti kærasta og endurgalt ekki tilfinningar mannsins. Samkvæmt skýrslunni sendi yfirmaðurinn Beck yfir þúsund texta- og hljóðskilaboð á WhatsApp í október 2021. Í nóvember töldu skilaboðin yfir 3.500. Yfirmaðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í skýrslunni, er sagður hafa leitast við að stjórna Beck en hann reyndi ítrekað að fá hana til að fullvissa sig um að hún væri einsömul og sagðist ekki þola þá tilhugsun að hún væri með öðrum manni. BBC has reported the appalling case of teenager, Gnr Jaysley Beck, who died after a relentless campaign of sexual harassment from her boss. We are supporting the family. https://t.co/jsfvvVuwaE— Centre for Military Justice (@cmjhq) October 4, 2023 Beck leit í fyrstu á manninn sem vin og reyndi að sýna honum skilning en nokkrum vikum áður en hún lést sendi hún honum skilaboð þar sem hún sagðist ekki þola meira af áreitinu og að það væri að draga hana niður. Hún er sögð hafa veigrað sér við því að leita til annarra yfirmanna í hernum vegna þess hvernig tekið hefur verið á öðrum málum er hafa varðað kynferðislega áreitni eða ofbeldi. Þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að ferlinu sem væri til staðar fyrir konur innan breska hersins sem beittar væru áreitni og ofbeldi væri stórkostlega ábótavant. Yfirmaður Beck sá um að úthluta verkefnum og gat þannig tryggt að þau væru mikið saman. Vikuna áður en Beck lést yfirgaf hún hótel þar sem þau dvöldu í vinnuferð vegna hegðunar mannsins. Hún hringdi í föður sinn og var sótt af vini sem sagði hana hafa verið skjálfandi og titrandi. Í skilaboðum til yfirmannsins sagðist Beck upplifa að hún væri „föst“ og að hún ætti verulega erfitt með áreitnina. Móðir hennar segir að auðveldasta lausnin hefði verið að loka á samskiptin en Beck hefði ekki getað það þar sem um yfirmann hennar var að ræða. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá BBC. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum þá eru hjálparsíminn 1717 og netspjallið 1717.is opin allan sólarhringinn. Bæði eru á vegum Rauða kross Íslands. Píetasíminn 552-2218 er einnig opinn allan sólarhringinn. Ef um neyðartilvik er að ræða þá skaltu hringja strax í 112.
Bretland Kynferðisofbeldi Hernaður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Sjá meira