Veiga stígur fram vegna orðróms um „karlmanninn í kvennaklefanum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. október 2023 21:34 Veiga hefur áður tjáð sig um kynleiðréttingarferlið sitt, sem hún hóf árið 2014. Reykjavíkurborg/Stöð 2 Trans konan Veiga Grétarsdóttir Sulebust hefur nú stigið fram og greint frá því að sögusagnir um karlmann sem á að hafa nýtt sér kvennaklefa Grafarvogslaugar séu uppspuni byggður á hatri. Veiga kom fram í viðtali við Heimildina í dag þar sem hún skaut á orðróminn um að karlmaður hefði baðað sig í kvennaklefanum meðan grunnskólastelpur voru í skólasundi, undir því yfirskini að hann skilgreindi sig sem konu. „Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður,“ segir Veiga í viðtalinu. Þá segist hún hafa látið skólann vita vegna þess að grunnskólastelpurnar höfðu gantast við hana í klefanum, og haldið að málinu yrði þá lokið. Í kjölfarið hefði vefmiðillinn frettin.is birt grein með fyrirsögninni Stúlkubörn í Rimaskóla mættu karlmanni í sturtuklefa Grafarvogslaugar og Eva Hauksdóttir lögmaður birt skoðanagrein á Vísi um málið. Þannig hafi sögusagnirnar dreifst enn fremur. Hún segist hafa komið fram undir nafni til þess að afsanna þá sögu sem nú gengur milli manna, um að karlmaður hafi farið í kvennaklefann undir því yfirskini að hann skilgreindi sig sem konu. „Þetta er uppspuni, lygi. Þetta er byggt á hatri, engu öðru,“ segir Veiga í viðtalinu. Veiga varð ekki við ósk Vísis um viðtal en rætt verður við hana í Bítinu í fyrramálið. Málefni trans fólks Sundlaugar Reykjavík Hinsegin Tengdar fréttir Oflék stundum strákahlutverkið Ísfirðingurinn Veiga Grétarsdóttir hefur breyst úr gæja í gellu eftir kynleiðréttingaraðgerð og er sátt við lífið og tilveruna í dag. En hún þekkir svartnætti og angist og hyggst róa kajak umhverfis landið næsta sumar. 27. október 2018 08:00 Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Veiga kom fram í viðtali við Heimildina í dag þar sem hún skaut á orðróminn um að karlmaður hefði baðað sig í kvennaklefanum meðan grunnskólastelpur voru í skólasundi, undir því yfirskini að hann skilgreindi sig sem konu. „Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður,“ segir Veiga í viðtalinu. Þá segist hún hafa látið skólann vita vegna þess að grunnskólastelpurnar höfðu gantast við hana í klefanum, og haldið að málinu yrði þá lokið. Í kjölfarið hefði vefmiðillinn frettin.is birt grein með fyrirsögninni Stúlkubörn í Rimaskóla mættu karlmanni í sturtuklefa Grafarvogslaugar og Eva Hauksdóttir lögmaður birt skoðanagrein á Vísi um málið. Þannig hafi sögusagnirnar dreifst enn fremur. Hún segist hafa komið fram undir nafni til þess að afsanna þá sögu sem nú gengur milli manna, um að karlmaður hafi farið í kvennaklefann undir því yfirskini að hann skilgreindi sig sem konu. „Þetta er uppspuni, lygi. Þetta er byggt á hatri, engu öðru,“ segir Veiga í viðtalinu. Veiga varð ekki við ósk Vísis um viðtal en rætt verður við hana í Bítinu í fyrramálið.
Málefni trans fólks Sundlaugar Reykjavík Hinsegin Tengdar fréttir Oflék stundum strákahlutverkið Ísfirðingurinn Veiga Grétarsdóttir hefur breyst úr gæja í gellu eftir kynleiðréttingaraðgerð og er sátt við lífið og tilveruna í dag. En hún þekkir svartnætti og angist og hyggst róa kajak umhverfis landið næsta sumar. 27. október 2018 08:00 Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Oflék stundum strákahlutverkið Ísfirðingurinn Veiga Grétarsdóttir hefur breyst úr gæja í gellu eftir kynleiðréttingaraðgerð og er sátt við lífið og tilveruna í dag. En hún þekkir svartnætti og angist og hyggst róa kajak umhverfis landið næsta sumar. 27. október 2018 08:00
Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00