„Á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 08:31 Þengill Orrason hefur skorað tvö mikilvæg mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Bestu deildinni. Stöð 2 Sport Þengill Orrason hafði ekki spilað eina mínútu í efstu deild þegar úrslitakeppnin hófst á dögunum. Nú nokkrum vikum síðar er þessi átján ára strákur í lykilhlutverki í að bjarga Framliðinu frá falli. Þengill tryggði Fram afar dýrmætan 1-0 sigur á KA í neðri hluta Bestu deildarinnar um helgina og hann hafði áður skorað mikilvægt jöfnunarmark á móti ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Þessi fjögur stig sjá til þess að Fram situr ekki í fallsæti. Þengill er þó ekki að spila sem framherji heldur í vörninni og hélt því líka, ásamt félögum sínum, hreinu í KA-leiknum. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Þengil í gær og ræddi við hann um óvæntan endi á fótboltasumrinu hans. Hver er Þengill Orrason og hvernig komst hann í þessa stöðu? „Ég á pínu erfitt með að útskýra það sjálfur. Ég átti ekki von á því að ég myndi koma inn í þessum kringumstæðum. Þetta var gerðist og ég á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur,“ sagði Þengill Orrason. Þengill spilaði ekkert í deildarkeppninni í sumar en fékk svo kallið frá Ragnari Sigurðssyni þjálfara. Þengill Orrason í fyrsta leiknum sínum á móti HK í Kórnum.Vísir/Hulda Margrét Nýbúinn að kaupa miða á Verslóball „Það voru meiðsli í liðinu þarna á undan. Ég mæti á æfingu á miðvikudegi í vikunni fyrir HK-leikinn. Ég var nýbúinn að kaupa miða á nýnemaball í Versló. Ég mætti þarna á æfingu og Raggi tekur mig aðeins til hliðar og segir: Það er ansi líklegt að þú sért að fara að starta á móti HK. Þannig að vertu tilbúinn að þú æfir með okkur restina af vikunni,“ sagði Þengill. „Maður brosti en kíkti svo niður á hendina og sá armbandið sem ég fékk fyrir ballið. Jújú, ég er að fara að spila í Bestu deildinni,“ sagði Þengill en þurfti hann að sleppa ballinu. „Nei ég fór á ballið en maður passaði sig alveg. Ég var ekkert mikið í því að hoppa og skoppa. Ég var bara til hliðar og að syngja kannski með,“ sagði Þengill þannig að Ragnar þjálfari eyðilagði nýnemaballið fyrir hann. „Jú en ég fékk að spila í bestu deildinni og fannst ég standa mig nokkuð vel. Ég myndi ekki skipta þessu út því þetta er búið að vera mjög gaman,“ sagði Þengill. Fékk tíma til að undirbúa sig „Ég fékk að vita þetta tímanlega eða daginn fyrir. Ég fékk því smá tíma til að undirbúa mig. Ég var ógeðslega stressaður fyrir þennan leik en náði að tengja nokkrar góðar sendingar í byrjun. Síðan var þetta eins og hver annar leikur. Sem betur fer þá gerði ég engin mistök og það hjálpa mjög mikið. Þá stendur maður sig vel sem varnarmaður ef maður gerir engin mistök,“ sagði Þengill. Svava spurði hann út í fyrsta markið hans í efstu deild sem kom út í Eyjum. „Við vorum 2-1 undir á móti ÍBV og það hefði verið mjög súrt að tapa þessum leik. Ég er ógeðslega ánægður að hafa skorað þetta mark og get varla sagt eitthvað annað,“ sagði Þengill en hann hlýtur að vera kominn til að vera í meistaraflokknum. „Það er bara markmiðið núna númer eitt, tvö og þrjú. Festa mig bara í byrjunarliðinu. Vonandi heldur þetta bara áfram, gott gengi hjá mér og hjá liðinu í heild sinni. Vonandi klárum við þetta á laugardaginn með góðum sigri og höldum okkur í Bestu deildinni,“ sagði Þengill. Ragnar hefur hjálpað honum mikið Ragnar Sigurðsson gaf honum tækifærið og treysti honum til að koma svo ungur inn í vörn Framliðsins. „Persónulega finnst mér hann búinn að hjálpa mér mjög mikið. Á æfingunum fyrir HK-leikinn þá stóð hann mikið yfir mér og var alltaf að leiðbeina mér. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég er orðinn miklu betri varnarmaður og ég vona að hann haldi áfram. Mér finnst hann vera búinn að breyta liðinu mikið,“ sagði Þengill. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Passaði sig á ballinu og sló svo í gegn í Bestu deildinni Besta deild karla Fram Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Þengill tryggði Fram afar dýrmætan 1-0 sigur á KA í neðri hluta Bestu deildarinnar um helgina og hann hafði áður skorað mikilvægt jöfnunarmark á móti ÍBV úti í Vestmannaeyjum. Þessi fjögur stig sjá til þess að Fram situr ekki í fallsæti. Þengill er þó ekki að spila sem framherji heldur í vörninni og hélt því líka, ásamt félögum sínum, hreinu í KA-leiknum. Svava Kristín Gretarsdóttir hitti Þengil í gær og ræddi við hann um óvæntan endi á fótboltasumrinu hans. Hver er Þengill Orrason og hvernig komst hann í þessa stöðu? „Ég á pínu erfitt með að útskýra það sjálfur. Ég átti ekki von á því að ég myndi koma inn í þessum kringumstæðum. Þetta var gerðist og ég á erfitt með að trúa því sjálfur hvað hefur gerst undanfarnar vikur,“ sagði Þengill Orrason. Þengill spilaði ekkert í deildarkeppninni í sumar en fékk svo kallið frá Ragnari Sigurðssyni þjálfara. Þengill Orrason í fyrsta leiknum sínum á móti HK í Kórnum.Vísir/Hulda Margrét Nýbúinn að kaupa miða á Verslóball „Það voru meiðsli í liðinu þarna á undan. Ég mæti á æfingu á miðvikudegi í vikunni fyrir HK-leikinn. Ég var nýbúinn að kaupa miða á nýnemaball í Versló. Ég mætti þarna á æfingu og Raggi tekur mig aðeins til hliðar og segir: Það er ansi líklegt að þú sért að fara að starta á móti HK. Þannig að vertu tilbúinn að þú æfir með okkur restina af vikunni,“ sagði Þengill. „Maður brosti en kíkti svo niður á hendina og sá armbandið sem ég fékk fyrir ballið. Jújú, ég er að fara að spila í Bestu deildinni,“ sagði Þengill en þurfti hann að sleppa ballinu. „Nei ég fór á ballið en maður passaði sig alveg. Ég var ekkert mikið í því að hoppa og skoppa. Ég var bara til hliðar og að syngja kannski með,“ sagði Þengill þannig að Ragnar þjálfari eyðilagði nýnemaballið fyrir hann. „Jú en ég fékk að spila í bestu deildinni og fannst ég standa mig nokkuð vel. Ég myndi ekki skipta þessu út því þetta er búið að vera mjög gaman,“ sagði Þengill. Fékk tíma til að undirbúa sig „Ég fékk að vita þetta tímanlega eða daginn fyrir. Ég fékk því smá tíma til að undirbúa mig. Ég var ógeðslega stressaður fyrir þennan leik en náði að tengja nokkrar góðar sendingar í byrjun. Síðan var þetta eins og hver annar leikur. Sem betur fer þá gerði ég engin mistök og það hjálpa mjög mikið. Þá stendur maður sig vel sem varnarmaður ef maður gerir engin mistök,“ sagði Þengill. Svava spurði hann út í fyrsta markið hans í efstu deild sem kom út í Eyjum. „Við vorum 2-1 undir á móti ÍBV og það hefði verið mjög súrt að tapa þessum leik. Ég er ógeðslega ánægður að hafa skorað þetta mark og get varla sagt eitthvað annað,“ sagði Þengill en hann hlýtur að vera kominn til að vera í meistaraflokknum. „Það er bara markmiðið núna númer eitt, tvö og þrjú. Festa mig bara í byrjunarliðinu. Vonandi heldur þetta bara áfram, gott gengi hjá mér og hjá liðinu í heild sinni. Vonandi klárum við þetta á laugardaginn með góðum sigri og höldum okkur í Bestu deildinni,“ sagði Þengill. Ragnar hefur hjálpað honum mikið Ragnar Sigurðsson gaf honum tækifærið og treysti honum til að koma svo ungur inn í vörn Framliðsins. „Persónulega finnst mér hann búinn að hjálpa mér mjög mikið. Á æfingunum fyrir HK-leikinn þá stóð hann mikið yfir mér og var alltaf að leiðbeina mér. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Ég er orðinn miklu betri varnarmaður og ég vona að hann haldi áfram. Mér finnst hann vera búinn að breyta liðinu mikið,“ sagði Þengill. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Passaði sig á ballinu og sló svo í gegn í Bestu deildinni
Besta deild karla Fram Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira