Aftur vekur Butler athygli fyrir útlit sitt á fjölmiðladegi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2023 23:00 Jimmy Butler heldur áfram að koma á óvart. Sam Navarro/Getty Images Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, fer óhefðbundnar leiðir þegar kemur að hárgreiðslum og útliti á fjölmiðladegi NBA-deildarinnar. Upphaf hvers NBA-tímabils hefst með hinum svokallaða „fjölmiðladegi.“ Þar mæta leikmenn og þjálfarar, svara stöðluðum spurningum með stöðluðum svörum og fara svo heim. Hinn 34 ára gamli Jimmy Butler vill hins vegar meira krydd í líf sitt og hefur því tekið upp á því að mæta til leiks nærri óþekkjanlegur. Í fyrra mætti hann til baka með þungar fléttur betur þekktar sem dreadlocks. Hann sagðist einfaldlega vera að þessu til að gera fólk á veraldarvefnum brjálað. Þá lofaði hann einnig að hárið yrði eðlilegra þegar deildin færi af stað. Hárið var öllu styttra í þetta skiptið, hvort hann hafi ekki nennt að safna eða fara í hárlengingar er ekki vitað, en hann lagði þó mikla vinnu í útlitið á fjölmiðladeginum. Jimmy Butler's new look for Heat Media Day (via @MiamiHEAT)pic.twitter.com/GIKry8asXM— Bleacher Report (@BleacherReport) October 2, 2023 Það var ekki aðeins boðið upp á slétt hár heldur var Butler með þrjá hringi í neðri vörinni, hring í nefinu og pinna við augabrúnina. Hvort hringirnir eru alvöru er heldur ekki vitað. Jimmy Butler takes the podium in style #NBAMediaDay pic.twitter.com/XxfZyF9Tse— NBA (@NBA) October 2, 2023 „Ég er mjög tilfinningaríkur þessa stundina. Þetta er emo-hliðarsjálfið mitt og mér líkar vel við það, þetta er ég. Þetta lýsir tilfinningum mínum undanfarið,“ sagði Butler aðspurður út í útlit sitt. Hvort hann sé að vísa í að stórskyttan Damian Lillard hafi ákveðið að ganga í raðir Milwaukee Bucks þegar hann virtist aðeins vilja ganga í raðir Miami Heat er einnig óvitað en ætla má að Butler sé að senda einhverskonar skilaboð. I m emo - Jimmy Butler (Via @ByTimReynolds ) pic.twitter.com/IrL9Nqqvyv— NBACentral (@TheDunkCentral) October 2, 2023 Miami Heat endaði í 7. sæti Austurdeildar á síðustu leiktíð og fór því í umspil. Liðið komst inn í gegnum umspilið og fór á endanum alla leið í úrslit þar sem það tapaði 1-4 gegn Denver Nuggets. Körfubolti NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Upphaf hvers NBA-tímabils hefst með hinum svokallaða „fjölmiðladegi.“ Þar mæta leikmenn og þjálfarar, svara stöðluðum spurningum með stöðluðum svörum og fara svo heim. Hinn 34 ára gamli Jimmy Butler vill hins vegar meira krydd í líf sitt og hefur því tekið upp á því að mæta til leiks nærri óþekkjanlegur. Í fyrra mætti hann til baka með þungar fléttur betur þekktar sem dreadlocks. Hann sagðist einfaldlega vera að þessu til að gera fólk á veraldarvefnum brjálað. Þá lofaði hann einnig að hárið yrði eðlilegra þegar deildin færi af stað. Hárið var öllu styttra í þetta skiptið, hvort hann hafi ekki nennt að safna eða fara í hárlengingar er ekki vitað, en hann lagði þó mikla vinnu í útlitið á fjölmiðladeginum. Jimmy Butler's new look for Heat Media Day (via @MiamiHEAT)pic.twitter.com/GIKry8asXM— Bleacher Report (@BleacherReport) October 2, 2023 Það var ekki aðeins boðið upp á slétt hár heldur var Butler með þrjá hringi í neðri vörinni, hring í nefinu og pinna við augabrúnina. Hvort hringirnir eru alvöru er heldur ekki vitað. Jimmy Butler takes the podium in style #NBAMediaDay pic.twitter.com/XxfZyF9Tse— NBA (@NBA) October 2, 2023 „Ég er mjög tilfinningaríkur þessa stundina. Þetta er emo-hliðarsjálfið mitt og mér líkar vel við það, þetta er ég. Þetta lýsir tilfinningum mínum undanfarið,“ sagði Butler aðspurður út í útlit sitt. Hvort hann sé að vísa í að stórskyttan Damian Lillard hafi ákveðið að ganga í raðir Milwaukee Bucks þegar hann virtist aðeins vilja ganga í raðir Miami Heat er einnig óvitað en ætla má að Butler sé að senda einhverskonar skilaboð. I m emo - Jimmy Butler (Via @ByTimReynolds ) pic.twitter.com/IrL9Nqqvyv— NBACentral (@TheDunkCentral) October 2, 2023 Miami Heat endaði í 7. sæti Austurdeildar á síðustu leiktíð og fór því í umspil. Liðið komst inn í gegnum umspilið og fór á endanum alla leið í úrslit þar sem það tapaði 1-4 gegn Denver Nuggets.
Körfubolti NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira