Grét lengi eftir að hún komst að því að hugmyndin yrði að veruleika Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2023 17:23 Birgitta Jeanne Sigurðardóttir og Finnbogi Darri Guðmundsson segist finna fyrir miklum stuðningi þar sem að Alexöndruróló hefur verið samþykktur. Vísir/Vilhelm Birgitta Jeanne Sigursteinsdóttir segist enn vera að jafna sig á fréttum þess efnis að Alexöndruróló, leikvöllur gerður í minningu dóttur hennar, verði að veruleika. Verkefnið var eitt af þeim sem var kosið um í Hverfið mitt, en 98 prósent þeirra sem kusu um það voru samþykkir verkefninu. „Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“ Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
„Við erum eiginlega bara búin að vera í spennufalli. Þegar ég fékk póst frá verkefnastjóra Hverfið mitt um að Alexöndruróló yrði framkvæmdur 2024 þá bara grét ég í nokkra klukkutíma. Okkur þykir svo ótrúlega vænt um þetta verkefni og það hefur verið ómetanlegt að finna stuðninginn frá fólki. Hjörtun okkar eru stútfull af þakklæti.“ segir Birgitta við Vísi. Dóttir hennar, Alexandra Eldey, lést úr bráðri heilahimnubólgu, í júní á síðasta ári, einungis tuttugu mánaða gömul. Faðir Alexöndru, Finnbogi Darri, alltaf kallaður Darri, segist upplifa mikinn stuðning. „Við fundum fyrir svo miklum stuðningi við hugmyndina úr öllum áttum. Fólk var að deila þessu út um allt á öllum samfélagsmiðlum, bæði vinir og vandamenn okkar, og fólk sem við þekkjum ekki,“ segir hann og Birgitta tekur í sama streng. „Við fengum miklu meiri stuðning við Alexöndruróló en við þorðum að vona og það er búið að vera mjög dýrmætt fyrir okkur.“ Líkt og áður segir hefur hugmyndin um Alexöndruróló nú verið samþykkt. En á meðan hún var í hugmyndasamkeppninni var erfitt að sjá hvernig henni gekk í samanburði við aðrar hugmyndir. „Okkur fannst erfitt að sjá ekki í rauntíma hvernig atkvæðin skiptust og reyndum þess vegna að vera bara temmilega vongóð. Við erum búin að upplifa ansi mikið mótlæti í lífinu svo að fá jákvæðar fréttir og þessa ósk uppfyllta var svo fjarlægur draumur sem við erum eiginlega ennþá að átta okkur á að sé að raungerast.“ segir Birgitta. Foreldrar Alexöndru segjast hlakka mikið til að sjá hugmyndina verða að veruleika. Þau munu fá að koma sínu á framfæri varðandi það hvernig leikvöllurinn verði útfærður. Svo hann geti verið í anda Alexöndru. „Mér finnst svo fallegt að þetta verði staður þar sem minning hennar lifir í gleði og gæðastundum.“ segir Birgitta. „Ég vona að hann muni standa um ókomna tíð og veita fullt af fjölskyldum margar gleðistundir.“ bætir Darri við. „Þónokkrir hafa nú þegar sagt okkur að þau hlakki mikið til að fara þangað með börnin sín og eiga þar góðar stundir. Það er það eina sem Alex vildi, að hafa gleði og gaman í lífinu.“
Reykjavík Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira