Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2023 07:15 Matt Gaetz segir Bandaríkjamenn þegar hafa veitt of miklum fjármunum til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. Ríkisstjórn Biden samþykkti fyrir nokkru að veita sex milljörðum bandaríkjadala til viðbótar í hernaðaraðstoð til Úkraínu en fjárútlátin voru tekin út úr fjárlagapakka sem var samþykktur vestanhafs um helgina til að forða lokun opinberra stofnana og þjónustu. Fjárlagafrumvarpinu hafði fram að því verið haldið í heljargreipum af hóp þingmanna á hægri væng Repúblikanaflokksins og komst aðeins í gegn með stuðningi Demókrata. Biden ítrekaði í gær að þetta breytti því ekki að Bandaríkin myndu áfram standa þétt við bak Úkraínu og sagði hann raunar að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum gerast að hnökrar yrðu á stuðningnum. „Ég fullvissa Úkraínu um að við náum þangað, að við komum þessu í gegn,“ sagði hann um fjárstuðninginn. „Ég vill fullvissa bandmenn Bandaríkjanna um að þeir geta reitt sig á okkar stuðning; við munum ekki hverfa á braut.“ While the majority of Congress has been steadfast in their support for Ukraine, the bipartisan bill has no funding to continue it.We can't allow this to be interrupted.I expect the Speaker to keep his word and secure the passage of support for Ukraine at this critical moment.— President Biden (@POTUS) October 1, 2023 Háttsettir öldungadeildarþingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gáfu einnig út yfirlýsingar þess efnis að þeir myndu tryggja að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Þingmenn innan fyrrnefnds „uppreisnarhóps“ innan Repúblikanaflokksins voru hins vegar á öðru máli. „Úkraína er ekki 51. ríkið,“ sagði Marjorie Taylor-Green, þingkona Georgíu. Þá sagði Matt Gaetz, þingmaður Flórída, að þau fjárútlát sem hefðu þegar verið samþykkt væru einhvers staðar á bilinu „meira en nóg og alltof mikið“. Gaetz hefur heitið því að koma Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingsins, frá eftir að McCarthy komst að málamiðlun við Demókrata til að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn um helgina. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ríkisstjórn Biden samþykkti fyrir nokkru að veita sex milljörðum bandaríkjadala til viðbótar í hernaðaraðstoð til Úkraínu en fjárútlátin voru tekin út úr fjárlagapakka sem var samþykktur vestanhafs um helgina til að forða lokun opinberra stofnana og þjónustu. Fjárlagafrumvarpinu hafði fram að því verið haldið í heljargreipum af hóp þingmanna á hægri væng Repúblikanaflokksins og komst aðeins í gegn með stuðningi Demókrata. Biden ítrekaði í gær að þetta breytti því ekki að Bandaríkin myndu áfram standa þétt við bak Úkraínu og sagði hann raunar að það mætti ekki undir neinum kringumstæðum gerast að hnökrar yrðu á stuðningnum. „Ég fullvissa Úkraínu um að við náum þangað, að við komum þessu í gegn,“ sagði hann um fjárstuðninginn. „Ég vill fullvissa bandmenn Bandaríkjanna um að þeir geta reitt sig á okkar stuðning; við munum ekki hverfa á braut.“ While the majority of Congress has been steadfast in their support for Ukraine, the bipartisan bill has no funding to continue it.We can't allow this to be interrupted.I expect the Speaker to keep his word and secure the passage of support for Ukraine at this critical moment.— President Biden (@POTUS) October 1, 2023 Háttsettir öldungadeildarþingmenn bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins gáfu einnig út yfirlýsingar þess efnis að þeir myndu tryggja að fjárstuðningur Bandaríkjanna við Úkraínu myndi halda áfram. Þingmenn innan fyrrnefnds „uppreisnarhóps“ innan Repúblikanaflokksins voru hins vegar á öðru máli. „Úkraína er ekki 51. ríkið,“ sagði Marjorie Taylor-Green, þingkona Georgíu. Þá sagði Matt Gaetz, þingmaður Flórída, að þau fjárútlát sem hefðu þegar verið samþykkt væru einhvers staðar á bilinu „meira en nóg og alltof mikið“. Gaetz hefur heitið því að koma Kevin McCarthy, forseta fulltrúadeildar þingsins, frá eftir að McCarthy komst að málamiðlun við Demókrata til að koma fjárlagafrumvarpinu í gegn um helgina.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira