Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2023 10:44 Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu, er í kjörstöðu eftir kosningarnar. AP/Darko Bandic Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það. Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Samkvæmt Reuters er búið að telja 98 prósent atkvæða, þegar þetta er skrifað og fékk Smer-flokkurinn 23,37 prósent. Hinn frjálslyndi flokkur PS, sem hefur leitt núverandi ríkisstjórn landsins, fékk 16,86 prósent og HLAS fékk 15,03 prósent. Eina kjördæmið þar sem tölur liggja ekki fyrir er úr þéttbýli og þykir líklegt að PS-flokkurinn muni fá flest atkvæði en ekki nóg til að brú bilið milli flokka. HLAS-flokkurinn er í lykilstöðu fyrir stjórnarmyndunarviðræður í Slóvakíu en flokkurinn er leiddur af Peter Pellegrini, sem starfaði á árum áður með Fico og myndaði Hlas-flokkinn eftir að hann gekk úr Smer-flokknum. Hlas-flokkurinn er þó jákvæður í garð Evrópusambandsins, sem Fico og Smer-flokkurinn eru ekki. Michal Simecka, sem leiðir SP-flokkinn, segist ekki búinn að gefa það að mynda ríkisstjórn upp á bátinn.AP/Petr David Josek BBC hefur eftir Pellegrini að ómögulegt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Hlas en segir að hann haldi öllum dyrum opnum varðandi það með hverjum hann geti unnið með. Atkvæði dreifðust mjög milli stjórnmálaflokka og er útlit fyrir að allt að tíu þeirra nái mönnum inn á þing. Það gæti gert stjórnarmyndunarviðræður flóknar. Útgönguspár frá því í gærkvöldi höfðu gefið til kynna að PS-flokkurinn myndi fá flest atkvæði en staðan breyttist verulega í nótt. Michal Simecka, leiðtogi PS-flokksins hefur ekki gefið upp á bátinn að koma að næstu ríkisstjórn Slóvakíu. Slík ríkisstjórn myndi þó þurfa að innihalda hægri sinnaða flokka, sem myndi fela í sér málamiðlanir hjá Simecka. Þykir vinveittur Rússlandi Fico sagði af sér sem forsætisráðherra árið 2017, eftir að rannsóknarblaðamaður og unnusta hans voru myrt. Hann hefur lýst yfir aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem þykir hafa grafið undan lýðræðinu þar. Hann þykir einnig hliðhollur Rússlandi og hefur gagnrýnt refsiaðgerðir gegn Rússum. Fico hefur einnig barist gegn réttindum hinsegin fólks. Slóvakía hefur hingað til staðið þétt við bakið á Úkraínumönnum og útvegað þeim ýmis vopnakerfi. Slóvakar gáfu Úkraínumönnum til að mynda allar MiG-29 orrustuþotur ríkisins. Fico segist ætla að binda enda á það.
Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira