Duane „Keffe D“ Davis var í dag handtekinn en ekki er vitað hvernig lögreglan telur hann tengjast málinu.
Davis hefur áður viðurkennt í viðtölum og sjálfsævisögu sinni að hann hafi verið í Cadillac-ökutækinu sem skotið var úr í átt að Tupac er hann lést.
Tveir mánuðir eru síðan lögreglan í Las Vegas gerði húsleit heima hjá eiginkonu Davis vegna málsins. Voru þá nokkrar tölvur, farisími, byssukúlur og fleira gerð upptæk.
Tupac var einn vinsælasti rappari heims er hann var myrtur en hann var einungis 25 ára gamall.