Fékk bestu gjöf ævi sinnar eftir óhugnanlegt atvik í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 16:54 María Sól ásamt þjálfurum Víkings og Birni Snæ Ingasyni sem gaf henni sérstaklega kærkomna gjöf í gær. Samsett Knattspyrnukonan unga María Sól Jósepsdóttir, sem fékk flogakast á leik Víkings og KR á dögunum, er á batavegi. Hún átti þá draumakvöld með leikmönnum liðsins í kjölfarið. María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“ Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“
Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira