Fékk bestu gjöf ævi sinnar eftir óhugnanlegt atvik í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 16:54 María Sól ásamt þjálfurum Víkings og Birni Snæ Ingasyni sem gaf henni sérstaklega kærkomna gjöf í gær. Samsett Knattspyrnukonan unga María Sól Jósepsdóttir, sem fékk flogakast á leik Víkings og KR á dögunum, er á batavegi. Hún átti þá draumakvöld með leikmönnum liðsins í kjölfarið. María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“ Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
María Sól er 15 ára knattspyrnukona úr Stjörnunni en hefur lítið getað leikið knattspyrnu síðustu misseri eftir að hún fékk heilahristing í tvígang með um tveggja vikna millibili í ágúst í fyrra. Höfuðhöggin hafa dregið dilk á eftir sér og hefur hún glímt við mikil veikindi síðasta rúma árið. Undir lok leiks Víkings og KR í Bestu deild karla á miðvikudaginn var fékk María einhverskonar flogakast í stúkunni. Vallarþulurinn í Víkinni kallaði eftir læknisaðstoð og var vel hlúað að henni. Faðir Maríu, Jósep Grímsson, þakkar fyrir aðstoð fólks í stúkunni í stöðuuppfærslu á Facebook. Sömuleiðis þakkar hann vallarþulinum og starfsfólki fyrir snör viðbrögð og læknishjálpina á vellinum. Dýrmæt minning Þrátt fyrir að leika í Garðabænum er María mikill stuðningsmaður Víkings. Félagið setti sig í samband við fjölskylduna eftir leikinn við KR og buðu henni í heimsókn þegar leikur liðsins við FH fór fram í gærkvöld. Þar fékk María að hitta þjálfarana Arnar Gunnlaugsson, John Andrews og Sölva Geir Ottesen, sem og leikmennina Halldór Smára Sigurðarson og Birnir Snæ Ingason í Víkinni. Birnir Snær gaf henni áritaða takkaskó sem Jósep segir án efa vera bestu gjöf sem María hefur fengið á ævinni. Jósep er Víkingum afar þakklátur fyrir kvöldstundina sem dóttir hans muni aldrei gleyma. María sé á batavegi eftir atvikið. Færslu Jóseps á Facebook má sjá neðst í fréttinni. „Hún er svona öll að koma til en hún mun ekkert æfa næstu vikurnar. Hún missti mátt í öðrum fætinum og allskonar almenn leiðindi en er öll að koma til,“ segir Jósep í samtali við íþróttadeild. „Hún vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót, segir hann enn fremur. Fer á hundraðasta leikinn um helgina Eftir að ljóst var í vor að þátttakan innan vallar í sumar yrði af skornum skammti hafi María tekið þá ákvörðun að sjá í staðinn eins mikinn fótbolta og mögulegt væri. „Hún tók þann pól í hæðina að reyna að komast horfa á eins mikinn fótbolta og hún mögulega hefur getað. Ég er búin að vera að fara með hana á völlinn í sumar og hún setti sér það markmið, þegar þessi upphitunarmótin eins og Lengjubikarinn fóru af stað í vor, að fara á 100 meistaraflokksleiki í sumar,“ segir Jósep. „Leikurinn í gær var númer 99 hjá henni,“ segir Jósep. Hundraðasti leikurinn verður um helgina á Laugardalsvelli. Óákveðið sé þó hvort það verði úrslitaleikur Fótbolti.net mótsins milli Víðis Garði og KFG í kvöld eða úrslitaleikur Lengjudeildarinnar milli Aftureldingar og Vestra. „Þetta eru mest þrír leikir á dag svo þetta hefur verið full vinna,“ segir Jósep. „Sölvi Geir Ottesen sagði við hana í gær að hún væri pottþétt búinn að horfa á helmingi fleiri leiki en hann í sumar.“
Besta deild kvenna Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira