LeBron undirbýr sig fyrir tímabilið „eins og nýliði“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2023 16:40 LeBron James er á leiðinni inn í sitt 21. tímabil í NBA deildinni AP/Marcio Jose Sanchez LeBron James mun spila fyrir Los Angeles Lakers á sínu 21. tímabili í NBA deildinni í vetur. Þrátt fyrir að hafa misst mikið úr síðasta tímabili er hann staðráðinn í að komast í sitt allra besta leikform. LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
LeBron verður 39 ára í desember og hefur spilað í NBA deildinni síðan hann var valinn af Cleveland Cavaliers árið 2003. Leikmaðurinn hefur lítið látið af snilli sinni og var með frábæra tölfræði á síðasta tímabili, en missti af 27 leikjum vegna meiðsla. Hann hefur frá dögum sínum með Miami Heat verið frumkvöðull og mikill talsmaður þess að leikmenn deildarinnar taki sér hvíld frá leikjum öðru hverju. Nú hefur NBA deildin þó hert reglur sínar varðandi hvíldartíma leikmanna. LeBron er sem áður segir kominn á nokkuð háan aldur og frá því að hann gekk til liðs við Lakers fyrir fimm árum hefur hann misst af fleiri leikjum (111) heldur en öll fimmtán árin þar áður (71). Framkvæmdastjóri LA Lakers, Rob Pelinka, hefur ekki áhyggjur af þessari þróun. „Það er ótrúlegt að sjá leikmann með 20 ár undir beltinu undirbúa sig fyrir 21. árið eins og hann sé nýliði.“ Pelinka sagði svo liðið vera búið að styrkja sig fyrir tímabilið og búa yfir betri breidd en áður, sem muni setja minna álag á stjörnurnar. „Við þurfum að vinna saman til að hjálpa LeBron að komast heill í gegnum tímabilið og inn í úrslitakeppnina. Ég held að breiddin sem við höfum bætt við okkur, fjölbreytnin fram á við, skotmennirnir, allt er þetta að fara að hjálpa við það“ bætti Pelinka við. Lakers hafa haldið kjarnanum af liði síðasta árs saman, samningar voru framlengdir við Anthony Davis, Austin Reaves, D'Angelo Russell, Rui Hachimure og Jared Vanderbilt. Þeir bættu svo við sig nýjum mönnum í Christian Wood, Gabe Vincent, Taurean Prince, Jaxson Hayes og Cam Reddish. Þeir duttu út í úrslitum vesturhlutans í fyrra en gera aðra atlögu að titlinum á þessum tímabili. Fyrsti leikur þeirra verður þann 24. október gegn ríkjandi meisturum í Denver Nuggets.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira