Nagorno-Karabakh heyrir sögunni til Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2023 08:46 Armenar á flótta frá Nagorno-Karabakh. AP/Stepan Poghosyan Samvel Shahramanyan, forseti sjálfstjórnarsvæðisins Nagorno-Karabakh, hefur skrifað undir tilskipun að sjálfstjórnin verði felld niður. Þar með hefur hann staðfest uppgjöf héraðsins fyrir Aserbaídsjan eftir 32 ára baráttu fyrir sjálfstæði, stríð og átök. Yfirvöld í Armeníu segja helming íbúa héraðsins hafa flúið til Armeníu á undanförnum dögum. Í gær hafði fjórðungur íbúa flúið. Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hersveitir Aserbaísdsjan réðust inn í héraðið þann 19. september og sögðu að aðskilnaðarsinnar Armena fellt tvo vegagerðarmenn og fjóra lögreglumenn með jarðsprengjum. Degi síðar gáfust sveitir aðskilnaðarsinna upp. Aserar höfðu þá þrýst mjög á íbúa héraðsins um mánaða skeið og myndað herkví um svæðið. Ekki hafði verið hægt að senda matvæli og aðrar nauðsynjar á svæðið í einhverju magni í langan tíma. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjalið sem Shahramanyan skrifaði undir vísi til samkomulags frá því í síðustu viku um að yfirvöld í Aserbaídsjan muni leyfa íbúum héraðsins að fara sinnar leiðar án afskipta og í staðinn leggi íbúar og sveitir aðskilnaðarsinna niður vopn. Skjalið segir einnig til um að íbúar Nagorno-Karabakh ættu að kynna sér skilyrði fyrir enduraðlögun í Aserbaídsjan og taka í kjölfarið ákvörðun um það að vera áfram í héraðinu, eða snúa aftur þangað. Ruben Vardanyan, fyrrverandi leiðtogi ríkisstjórnar sjálfstjórnarhéraðsins, var í gær ákærður fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi, myndun ólöglegra vígahópa og fyrir að fara ólöglega yfir landamæri Aserbaídsjan. Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Tengdar fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í Nagorno Karabakh Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi. 26. september 2023 07:52 Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. 20. september 2023 20:53 Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Yfirvöld í Armeníu segja helming íbúa héraðsins hafa flúið til Armeníu á undanförnum dögum. Í gær hafði fjórðungur íbúa flúið. Aserar og Armenar hafa deilt um Nagorno-Karabakh um árabil og kom þar til mikilla átaka árið 2020. Aserar unnu þau átök á skömmum tíma. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en hefur verið stýrt af Armenum sem eru í miklum meirihluta íbúa þar, frá 1994 þegar sex ára stríði ríkjanna lauk. Hersveitir Aserbaísdsjan réðust inn í héraðið þann 19. september og sögðu að aðskilnaðarsinnar Armena fellt tvo vegagerðarmenn og fjóra lögreglumenn með jarðsprengjum. Degi síðar gáfust sveitir aðskilnaðarsinna upp. Aserar höfðu þá þrýst mjög á íbúa héraðsins um mánaða skeið og myndað herkví um svæðið. Ekki hafði verið hægt að senda matvæli og aðrar nauðsynjar á svæðið í einhverju magni í langan tíma. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að skjalið sem Shahramanyan skrifaði undir vísi til samkomulags frá því í síðustu viku um að yfirvöld í Aserbaídsjan muni leyfa íbúum héraðsins að fara sinnar leiðar án afskipta og í staðinn leggi íbúar og sveitir aðskilnaðarsinna niður vopn. Skjalið segir einnig til um að íbúar Nagorno-Karabakh ættu að kynna sér skilyrði fyrir enduraðlögun í Aserbaídsjan og taka í kjölfarið ákvörðun um það að vera áfram í héraðinu, eða snúa aftur þangað. Ruben Vardanyan, fyrrverandi leiðtogi ríkisstjórnar sjálfstjórnarhéraðsins, var í gær ákærður fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi, myndun ólöglegra vígahópa og fyrir að fara ólöglega yfir landamæri Aserbaídsjan.
Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Armenía Tengdar fréttir Tugir látnir eftir sprengingu í Nagorno Karabakh Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi. 26. september 2023 07:52 Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. 20. september 2023 20:53 Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52 Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Tugir látnir eftir sprengingu í Nagorno Karabakh Að minnsta kosti tuttugu létu lífið og tæplega þrjúhundruð særðust í sprengingu sem varð á eldsneytisstöð í Nagorno Karabakh í gærkvöldi. 26. september 2023 07:52
Óttast þjóðernishreinsun og reyna að flýja Nagorno-Karabakh Hersveitir armenskra aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Þúsundir Armena hafa safnast saman við flugvöll héraðsins og bíða eftir að geta flúið. 20. september 2023 20:53
Aðskilnaðarsinnar í Nagorno-Karabakh gefast upp Sveitir Armena í Nagorno-Karabakh hafa gefist upp fyrir Aserum, sem gerðu atlögu að héraðinu í gær. Vopnahlé var sett á klukkan níu í morgun, að íslenskum tíma, og eiga viðræður milli Armena í héraðinu og yfirvalda í Aserbaídsjan að eiga sér stað á morgun. 20. september 2023 09:52
Átök hefjast á ný í Nagorno-Karabakh Ráðamenn í Aserbaídsjan tilkynntu nú fyrir skömmu að her ríkisins væri að reyna að uppræta hryðjuverkamenn í héraðinu Nagorno-Karabakh. Myndbönd eru þegar byrjuð að berast af árásum hersins í héraðinu. 19. september 2023 10:22