Verkfalli handritshöfunda aflýst Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2023 08:53 Þó handritshöfundar hafi samið við framleiðendur eru leikarar enn í verkfalli. Hér má sjá þá Bob Odenkirk og Jack Black í kröfugöngu í Hollywood í gær. AP/Damian Dovarganes Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar. Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda. Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Fyrstu þættirnir sem snúa aftur verða líklega spjallþættirnir vestanhafs en það mun taka lengri tíma fyrir leikna þætti að snúa aftur, þar sem leikarar eru enn í verkfalli. Verkfall handritshöfunda stóð yfir í næstum því fimm mánuði en það hófst þann 2. maí. Meðal þess sem samningurinn felur í sér eru takmarkanir á því hvernig framleiðendur sjónvarpsefnis mega nota gervigreind til að skrifa handrit, lágmarksfjöldi handritshöfunda hjá sjónvarpsþáttum og bónusar sem tengjast áhorfi á streymisveitum, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Á að gilda til þriggja ára Samningurinn, sem gilda á til þriggja ára, felur einnig í sér hærra launaþrep milli samninga handritshöfunda hjá vinsælum þáttum og hærri greiðslur vegna áhorfs þátta erlendis. Þá fá handritshöfundar fimm prósenta launahækkun á fyrsta árinu, fjögurra prósenta hækkun á öðru ári og 3,5 prósent á því þriðja. Handritshöfundar hafa verið hvattir tl að taka áfram þátt í kröfugöngum leikara.AP/Richard Vogel Þegar kemur að gervigreind og notkun hennar segir samningurinn til um að framleiðendur mega ekki nota gervigreind til að skrifa efni sem byggir á upprunalegum skrifum handritshöfunda. Framleiðendum er einnig bannað að nota skrif handritshöfunda til að þjálfa gervigreind. Ekki má skikka handritshöfunda til að nota gervigreind en þeir mega gera það, sé það yfir höfuð leyft hjá fyrirtækinu sem þeir vinna fyrir. Fái þeir efni frá yfirmönnum sínum, sem skrifað er af gervigreind, verður að gera grein fyrir því. Leikarar áfram í verkfalli Eins og áður segir eru leikarar enn í verkfalli en AP fréttaveitan segir góðan hug í þeim eftir að handritshöfundar og framleiðendur komust að samkomulagi. Handritshöfundar hafa verið hvattir til að halda áfram að taka þátt í kröfugöngum leikara og standa með þeim. Í samtali við AP fréttaveituna í gærkvöldi sagði Matthew Weiner, sem skrifaði þættina Mad Men á sínum tíma, að verkfall handritshöfunda hefði aldrei gengið upp án stuðnings frá leikurum. Leikarar hefðu sýnt mikið hugrekki. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var hann í kröfugöngu leikara með vini sínum Noah Wyle, sem er hvað þekktastur fyrir að leika í ER en þeir hafa gengið saman frá upphafi verkfallsins. Leikarar hafa gefið leiðtogum sínum heimild til að víkka verkfallið svo það nái einnig yfir tölvuleiki, haldi verkfallið áfram mikið lengur. Viðræður milli framleiðenda og leikara hafa ekki farið fram að undanförnu en búist er við því að það muni breytast eftir að samningar náðust við handritshöfunda.
Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Drög að samningi hjá handritshöfundum í Hollywood Handritshöfundar í Bandaríkjunum segja að nú liggi fyrir drög að samningum sem gætu bundið enda á verkfall þeirra sem staðið hefur yfir frá byrjun maímánaðar. 25. september 2023 07:45