Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2023 20:06 Arnar á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í gærkvöld þegar KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli. Meistararnir gátu þó ekki fagnað um og of þar sem þeir áttu leik við Breiðablik, Íslandsmeistara síðasta árs, innan við sólahring síðar. Fyrir leik var Arnar svo spurður út í ríg liðanna sem hafa barist á toppi deildarinnar undanfarin þrjú ár. „Ég fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson og hélt áfram. „Verð að viðurkenna það að mér finnst rosalega erfitt að átta mig á Blikum í dag, eiga góðar frammistöður inn á milli en hafa tapað óheyrilega mikið af leikjum. Hafa alls tapað tólf leikjum í deild, bikar og Evrópu sem er held ég meira en Víkingur hefur tapað á síðustu þremur árum.“ „Vanalega þegar þú tapar svona mörgum leikjum á einu tímabili þá ertu ekki með rosalega mikið sjálfstraust en einhverra hluta vegna er verið að spinna söguna þannig að liðið lítur út fyrir að vera með bullandi sjálfstraust. Það er hættulegt fyrir mig ef þeir trúa því. Blikar eru með hörkulið og við þurfum að brjóta þá á bak aftur eins og við höfum gert áður í sumar.“ Leiknum lauk með 3-1 sigri Breiðabliks. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms. 25. september 2023 18:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Víkingar urðu Íslandsmeistarar í gærkvöld þegar KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli. Meistararnir gátu þó ekki fagnað um og of þar sem þeir áttu leik við Breiðablik, Íslandsmeistara síðasta árs, innan við sólahring síðar. Fyrir leik var Arnar svo spurður út í ríg liðanna sem hafa barist á toppi deildarinnar undanfarin þrjú ár. „Ég fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik,“ sagði Arnar í viðtali við Gunnlaug Jónsson og hélt áfram. „Verð að viðurkenna það að mér finnst rosalega erfitt að átta mig á Blikum í dag, eiga góðar frammistöður inn á milli en hafa tapað óheyrilega mikið af leikjum. Hafa alls tapað tólf leikjum í deild, bikar og Evrópu sem er held ég meira en Víkingur hefur tapað á síðustu þremur árum.“ „Vanalega þegar þú tapar svona mörgum leikjum á einu tímabili þá ertu ekki með rosalega mikið sjálfstraust en einhverra hluta vegna er verið að spinna söguna þannig að liðið lítur út fyrir að vera með bullandi sjálfstraust. Það er hættulegt fyrir mig ef þeir trúa því. Blikar eru með hörkulið og við þurfum að brjóta þá á bak aftur eins og við höfum gert áður í sumar.“ Leiknum lauk með 3-1 sigri Breiðabliks.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms. 25. september 2023 18:30 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms. 25. september 2023 18:30