„Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá“ Árni Sæberg skrifar 28. september 2023 16:06 Alexander Máni við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann var leiddur inn að aftan áður en þinghald hófst í Gullhömrum og því náðist ekki mynd af honum þá. Vísir/Vilhelm Alexander Máni Björnsson, tæplega tvítugur karlmaður sem sætir ákæru fyrir þrjár tilraunir til manndráps á Bankastræti Club í febrúar í fyrra, segir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri að játa þrjár hnífstungur við þingfestingu málsins. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki að hafa ætlað að ráða þeim bana. Þetta kom fram þegar Alexander Máni gaf skýrslu fyrir dómi á mánudag en fjölmiðlabanni, sem hefur hvílt á skýrslutökum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins svokallaða, var aflétt í dag að þeim loknum. Með því vildi héraðsdómur koma í veg fyrir að sakborningar og vitni hlýddu á framburð hvers annars. Alexander Máni er einn 25 sem sæta ákæru í málinu. Hann er einn ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Honum er gefið að sök að hafa veist að þremur mönnum vopnaður hnífi í kjallara skemmtistaðarins Bankastræti Club í samnefndri götu í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember í fyrra. Tveir mannanna, þeir Lúkas Geir Ingvarsson og Jhon Sebastian, lýstu árásinni í samtali við útvarpsmanninn Gústa B tveimur dögum eftir að hún var framin. Í ákæru málsins segir að einn mannanna hafi hlotið tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hafi fengið sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 millimetra langa rifu neðst í milta og lítilsháttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hafi fengið fjögurra til fimm sentímetra skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Fyrri verjandi hafi sagt honum að játa Upphaflega játaði Alexander Máni í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa stungið alla mennina þrjá en við þingfestingu málsins breytti hann afstöðu sinni. Þá gekkst hann við því að hafa stungið Jhon Sebastian og þriðja brotaþola, sem hefur ekki stigið fram opinberlega og er því ekki nafngreindur hér, en ekki Lúkas Geir. Hann neitar hins vegar staðfastlega að hafa haft ásetning til þess að ráða mönnunum tveimur bana. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, spurði Alexander Mána hvers vegna hann hefði breytt afstöðu sinni til sakargifta. „Fyrrverandi verjandi fékk mig til þess að játa. Það var aldrei mín hugmynd að játa neitt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá,“ svaraði hann. Ómar R. Valdimarsson er verjandi Alexanders Mána eftir verjendaskipti.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ Upptökur úr hinum ýmsu öryggismyndavélum í miðbænum voru sýndar við skýrslutökur yfir sakborningum. Ein þeirra birtist almenningi skömmu eftir árásina þegar starfsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dreifði þeim. Honum var tímabundið vikið úr starfi vegna þess. Myndskeiðið má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við myndbandinu. Ætluðu að ógna hópi manna Þegar Alexander Máni var beðinn um að lýsa því sem átti sér stað inni á Bankastræti Club kvaðst hann ekki muna nógu vel eftir því til þess að lýsa því í smáatriðum. Árásin var framin á hinum sáluga Bankastræti Club.Vísir/Vilhelm „Ég man bara að við hlupum inn á staðinn og fórum niður.“ Þá sagði hann að ákvörðun um að fara inn á staðinn hafi ekki verið tekin með löngum fyrirvara heldur sama kvöld. Hann kaus að tjá sig ekki um það hvernig hann fékk veður af því að til stæði að fara á staðinn. Hann sagði þó að tilgangurinn með því hafi verið að „hræða og ógna þeim með slagsmálum“. Þar vísaði Alexander Máni til hóps sem brotaþolarnir þrír í málinu tilheyra og hefur verið kallaður „Latino-hópurinn“ undir rekstri málsins. „Áttu að vera slagsmál?“ spurði sækjandi. „Já, en aldrei svona,“ svaraði Alexander Máni. Hafi þurft að sæta hótunum og ofbeldi um árabil Alexander Máni sagði að hann, ásamt fleirum í hópnum sem réðst inn á Bankastræti Club, hafi viljað ógna meðlimum „Latino-hópsins“ til þess að fá þá til þess að láta af hótunum og ofbeldi í þeirra garð. Hann og besti vinur hans, sem einnig sætir ákæru í málinu, hafi þurft að sæta hótunum í að verða fjögur ár, eða frá því að hann var að verða sautján ára gamall. „Til að byrja með beindist þetta bara að mér og [vininum] út af því að [vinurinn] hafði átt að hafa sofið með fyrrverandi ónafngreinds aðila. Enginn veit af hverju Spánverjarnir blönduðust inn í þetta, Jhon og Gabbi og fleiri,“ sagði Alexander Már. Fjöldi sakborninga bar um það að skömmu fyrir árásina hefðu meðlimir hins hópsins lagt eld að bifhjólum í eigu vinarins og það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Þá var minnst á það að hótanir hafi verið hafðar uppi um að kærustum og börnum þeirra yrði nauðgað. Vissu ekki hverjir voru á staðnum Alexander Máni og fleiri sakborningar báru um að þeir hafi ekki vitað að þeir þrír menn sem ráðist var á væru á Bankastræti Club. Þar hafi verið svokallað latino-kvöld og að þeir hefðu talið sig vita að einhverjir úr hópnum yrðu þar, enda stunduðu þeir slík kvöld. Hann kveðst þó hafa vitað hverjir væru þar á ferð þegar inn var komið. „Þetta er lítið land, það þekkjast allir, lítill hópur sem tilheyrir miðbænum,“ sagði hann spurður að því hvernig hann þekkti þá. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá Fyrirtöku í Bankastræti club-málinu svokallaða lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaður, sem ákærður er fyrir alvarlegasta hluta líkamsárásarinnar, breytti afstöðu sinni til sakargifta. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá eins og áður. 14. júlí 2023 17:33 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Þetta kom fram þegar Alexander Máni gaf skýrslu fyrir dómi á mánudag en fjölmiðlabanni, sem hefur hvílt á skýrslutökum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins svokallaða, var aflétt í dag að þeim loknum. Með því vildi héraðsdómur koma í veg fyrir að sakborningar og vitni hlýddu á framburð hvers annars. Alexander Máni er einn 25 sem sæta ákæru í málinu. Hann er einn ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps, tíu sæta ákæru fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Honum er gefið að sök að hafa veist að þremur mönnum vopnaður hnífi í kjallara skemmtistaðarins Bankastræti Club í samnefndri götu í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember í fyrra. Tveir mannanna, þeir Lúkas Geir Ingvarsson og Jhon Sebastian, lýstu árásinni í samtali við útvarpsmanninn Gústa B tveimur dögum eftir að hún var framin. Í ákæru málsins segir að einn mannanna hafi hlotið tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hafi fengið sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 millimetra langa rifu neðst í milta og lítilsháttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hafi fengið fjögurra til fimm sentímetra skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Fyrri verjandi hafi sagt honum að játa Upphaflega játaði Alexander Máni í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa stungið alla mennina þrjá en við þingfestingu málsins breytti hann afstöðu sinni. Þá gekkst hann við því að hafa stungið Jhon Sebastian og þriðja brotaþola, sem hefur ekki stigið fram opinberlega og er því ekki nafngreindur hér, en ekki Lúkas Geir. Hann neitar hins vegar staðfastlega að hafa haft ásetning til þess að ráða mönnunum tveimur bana. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sem sækir málið fyrir ákæruvaldið, spurði Alexander Mána hvers vegna hann hefði breytt afstöðu sinni til sakargifta. „Fyrrverandi verjandi fékk mig til þess að játa. Það var aldrei mín hugmynd að játa neitt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég hefði játað að hafa stungið alla þrjá,“ svaraði hann. Ómar R. Valdimarsson er verjandi Alexanders Mána eftir verjendaskipti.Vísir/Vilhelm Þá sagði hann að það sæist á upptökum úr öryggismyndavélum staðarins að hann hefði ekki stungið Lúkas Geir. „Ég get ekki verið á tveimur stöðum í einu.“ Upptökur úr hinum ýmsu öryggismyndavélum í miðbænum voru sýndar við skýrslutökur yfir sakborningum. Ein þeirra birtist almenningi skömmu eftir árásina þegar starfsmaður Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dreifði þeim. Honum var tímabundið vikið úr starfi vegna þess. Myndskeiðið má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við myndbandinu. Ætluðu að ógna hópi manna Þegar Alexander Máni var beðinn um að lýsa því sem átti sér stað inni á Bankastræti Club kvaðst hann ekki muna nógu vel eftir því til þess að lýsa því í smáatriðum. Árásin var framin á hinum sáluga Bankastræti Club.Vísir/Vilhelm „Ég man bara að við hlupum inn á staðinn og fórum niður.“ Þá sagði hann að ákvörðun um að fara inn á staðinn hafi ekki verið tekin með löngum fyrirvara heldur sama kvöld. Hann kaus að tjá sig ekki um það hvernig hann fékk veður af því að til stæði að fara á staðinn. Hann sagði þó að tilgangurinn með því hafi verið að „hræða og ógna þeim með slagsmálum“. Þar vísaði Alexander Máni til hóps sem brotaþolarnir þrír í málinu tilheyra og hefur verið kallaður „Latino-hópurinn“ undir rekstri málsins. „Áttu að vera slagsmál?“ spurði sækjandi. „Já, en aldrei svona,“ svaraði Alexander Máni. Hafi þurft að sæta hótunum og ofbeldi um árabil Alexander Máni sagði að hann, ásamt fleirum í hópnum sem réðst inn á Bankastræti Club, hafi viljað ógna meðlimum „Latino-hópsins“ til þess að fá þá til þess að láta af hótunum og ofbeldi í þeirra garð. Hann og besti vinur hans, sem einnig sætir ákæru í málinu, hafi þurft að sæta hótunum í að verða fjögur ár, eða frá því að hann var að verða sautján ára gamall. „Til að byrja með beindist þetta bara að mér og [vininum] út af því að [vinurinn] hafði átt að hafa sofið með fyrrverandi ónafngreinds aðila. Enginn veit af hverju Spánverjarnir blönduðust inn í þetta, Jhon og Gabbi og fleiri,“ sagði Alexander Már. Fjöldi sakborninga bar um það að skömmu fyrir árásina hefðu meðlimir hins hópsins lagt eld að bifhjólum í eigu vinarins og það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Þá var minnst á það að hótanir hafi verið hafðar uppi um að kærustum og börnum þeirra yrði nauðgað. Vissu ekki hverjir voru á staðnum Alexander Máni og fleiri sakborningar báru um að þeir hafi ekki vitað að þeir þrír menn sem ráðist var á væru á Bankastræti Club. Þar hafi verið svokallað latino-kvöld og að þeir hefðu talið sig vita að einhverjir úr hópnum yrðu þar, enda stunduðu þeir slík kvöld. Hann kveðst þó hafa vitað hverjir væru þar á ferð þegar inn var komið. „Þetta er lítið land, það þekkjast allir, lítill hópur sem tilheyrir miðbænum,“ sagði hann spurður að því hvernig hann þekkti þá.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir „Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31 Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá Fyrirtöku í Bankastræti club-málinu svokallaða lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaður, sem ákærður er fyrir alvarlegasta hluta líkamsárásarinnar, breytti afstöðu sinni til sakargifta. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá eins og áður. 14. júlí 2023 17:33 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Þetta var algjört sjokk“ Í síðasta þætti af raunveruleikaþættinum LXS á Stöð 2 var hnífstungumálið á Bankastræti Club rifjað upp en ein af stjörnum þáttanna Birgitta Líf Björnsdóttir rak og átti hlut í skemmtistaðnum fyrir ekki svo löngu. 14. september 2023 10:31
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13
Játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá Fyrirtöku í Bankastræti club-málinu svokallaða lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaður, sem ákærður er fyrir alvarlegasta hluta líkamsárásarinnar, breytti afstöðu sinni til sakargifta. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá eins og áður. 14. júlí 2023 17:33